Skessuhorn - 20.06.2013, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar sl. fimmtudag deildi Jó-
hannes F. Stefánsson, einn sveit-
arstjórnarmanna minni hlutans, á
framgöngu stjórnar Borgarfjarðar-
stofu vegna ritunar sögu Borgar-
ness í tilefni 150 ára afmælis bæj-
arins 2017. Jóhannes segist í bókun
sinni fagna því að ritnefnd sé tekin
til starfa og verkefnið þar með kom-
ið af stað. Hins vegar harmi hann
hvernig sveitarstjórn hefur á síð-
ustu tveimur fundum sínum skor-
ið niður fjárheimildir til þessa verk-
efnis um helming á árinu. „Verra
er þó að það er gert með stuðningi
nokkurra stjórnarmanna í Borg-
arfjarðarstofu. Hlutverk stjórnar
Borgarfjarðarstofu er ekki að veit-
ast með þessum hætti að verkefn-
um sínum, þvert á móti hefði mað-
ur haldið að stjórnarmenn reyndu
að vernda þau með öllum ráðum,“
segir Jóhannes í bókun sinni.
Jónína Erna Arnardóttir lagði
fram bókun fyrir hönd meirihluta
sveitarstjórnar. Þar segir að hlut-
verk Borgarfjarðarstofu sé m.a. að
styðja og standa vörð um menn-
ingarmál. Söguritun fyrir 150 ára
afmæli Borgarness árið 2017 væri
sannarlega verðugt mál. „En það
eru einnig önnur mál sem geta
komið upp með styttri fyrirvara.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
þetta ár tókst að koma söguritun-
inni af stað með fjárveitingu. Hins
vegar var ekki búið að koma saman
ritnefnd eða ráða söguritara þegar
forstöðumaður Safnahúss kom fyr-
ir byggðarráð og bað um aukafjár-
veitingu fyrir sýningu um Hallstein
og Ásmund Sveinssyni sem er fyrir-
huguð í haust. Var það eindreginn
vilji að styðja við sýninguna. Verið
er að gæta aðhalds í rekstri og var
það mat undirritaðra að sögurit-
unin myndi ekki líða fyrir það þótt
500.000 kr. yrðu sett af fjárveiting-
unni í sýninguna. Þegar í ljós kom
að þessa peninga þyrfti ekki í sýn-
inguna að mati forstöðumanns þá
var honum heimilað að nýta þá í
undirbúningsvinnu vegna sögurit-
unarinnar enda er ljóst að Safna-
húsið mun þar leika lykilhlutverk,“
segir einnig í bókuninni.
þá
Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri
Fjórðungsmóts hestamanna, sem
haldið verður á Kaldármelum dag-
ana 3.-7. júlí næstkomandi, seg-
ir að nú þurfi bara gott veður, allt
annað sé klárt fyrir gott Fjórðungs-
mót. Um helgina rann út frestur
til skráninga. Bjarni segir félögin
ætla að senda alla þá á mótið sem
unnið hafa sér þátttökurétt. Þá séu
komnar mjög góðar skráningar í
tölt, skeið og stóðhestakeppnina
í A- og B flokki, en í þær keppn-
ir er opið til þátttöku fyrir knapa
og hesta af öllu landinu. Bjarni á
von á því að 400-450 hross muni
mæta ásamt knöpum og eigendum
til keppni og sýninga á Fjórðungs-
mótið og er það heldur aukning frá
mótinu 2009.
Bjarni segir að völlurinn og að-
stæður séu hinar bestu á Kaldár-
melum. „Eftir smálagfæringar á
vellinum í vor var keppt þar fyr-
ir hálfum mánuði og þá voru all-
ir mjög ánægðir með hann. Núna
standa yfir lagfæringar á stóðhesta-
brautinni. Rigningarnar að undan-
förnu hafa bara verið til bóta en nú
er það vonandi búið og við reikn-
um með góðu veðri,“ segir Bjarni.
Hann áætlar að gestir á fjórðungs-
mótið verði á bilinu 2500-3000
eða heldur fleiri en á mótinu fyr-
ir fjórum árum.
þá
Nýverið voru kynnt drög að end-
urskoðuðu aðalskipulagi Akraness
fyrir árin 2013-2025. Þar eru lagðar
til ýmsar breytingar á gildandi að-
alskipulagi í nokkrum veigamiklum
þáttum, meðal annars sem snerta
strandlengjuna við bæinn. Á kynn-
ingarfundi um aðalskipulagið sem
haldinn var 29. maí sl. kom fram
gagnrýni á landfyllingar í grennd
hafnarinnar svo sem í Steinsvör og
út að Breið. Þá birti grasrótarfélag-
ið Litli klúbburinn í síðustu viku
opnuauglýsingu í sjónvarpsvísinum
Póstinum þar sem tillögur að land-
fyllingum við Breið að hluta, Skarfa-
vör og Steinsvör voru harðlega
gagnrýndar. Hvetur Litli klúbbur-
inn íbúa á Akranesi til að kynna sér
málið og mótmæla 70 þúsund fer-
metra uppfyllingu á svæðinu. Þá er
önnur tillaga í drögum að nýju aðal-
skipulagi fyrir 2013-2025 sem íbú-
ar hafa mótmælt kröftuglega. Snýst
það mál um breytta landnotkun á
bakkanum við Langasand, frá Fax-
abraut að útisturtunum, og lagt
til að svæðið verði skilgreint fyr-
ir verslun og þjónustu í stað þess
að vera óhreift útivistarsvæði eins
og það nú er. Jafnframt liggur fyrir
að fjárfestir sem sótti í mars sl. um
land fyrir veitingastarfsemi fékk vil-
yrði umhverfis- og skipulagsnefnd-
ar, sem bæjarstjórn staðfesti, fyrir að
hefja vinnu við drög að nýju deili-
skipulagi á bökkunum. Til þess að
sú framkvæmd hefði getað orðið að
veruleika hefði þurft að breyta að-
alskipulagi Jaðarsbakka. Þessi ráða-
gerð hefur fallið í grýttan jarðveg
meðal íbúa við Jaðarsbraut, frá Fax-
abraut að íþróttasvæðinu við Jaðar-
sbakka. Í kjölfar þess að málið var
kynnt boðuðu þeir til fjölmenns
íbúafundar og réðu lögmannsstof-
una Lex til að gæta hagsmuna sinna
gagnvart fyrirliggjandi tillögum
til breytinga á deili- og aðalskipu-
lagi við Jaðarsbakka. Mótmæli íbúa
voru send bæjaryfirvöldum fyrir til-
skilinn frest 13. júní sl.
Tekið verður tillit til
athugasemda íbúa
Guðmundur Páll Jónsson, formað-
ur bæjarráðs Akraness, segir í sam-
tali við Skessuhorn að brugðist
verði við gagnrýni um bæði framan-
greind mál enda sé það vilji bæjar-
yfirvalda að skapa samhljóm fyrir
þeim breytingum sem gerðar verða
í landi bæjarfélagsins með breyttu
aðalskipulagi. „Varðandi Jaðar-
sbakkana er frestur til að skila inn
athugasemdum nú liðinn. Ljóst er
að komið hafa fram mjög sterk rök
íbúa við Jaðarsbraut gegn fyrirliggj-
andi hugmyndum um breytta land-
notkun og reyndar frá öðrum bæj-
arbúum einnig sem nýta svæðið til
útivistar.“ Guðmundur Páll segir að
bæjaryfirvöld geti ekki annað en lit-
ið til þessara athugasemda. „Það er
hvorki vilji né ætlun bæjaryfirvalda
að höfða stríð gegn íbúum, né held-
ur að bærinn skapi sér skaðabóta-
skyldu gagnvart hugsanlegu verð-
falli fasteigna sem af þessum breyt-
ingum gætu hlotist. Þetta mál mun
fara fyrir bæjarstjórn með lögform-
legum hætti en ég get upplýst að
samkvæmt þeim óformlegu samtöl-
um sem ég hef átt við aðra bæjarfull-
trúa verður ekki mælt með að þessi
breyting nái fram að ganga á aðal-
skipulagi Jaðarsbakka. Við tökum að
sjálfsögðu tillit til framkominna at-
hugasemda og mér sýnist vera nær
hundrað prósent andstaða við mál-
ið meðal íbúa sem næst liggja Jaðar-
sbökkum,“ segir Guðmundur Páll í
samtali við Skessuhorn. Hann tek-
ur þó fram að umhverfis- og skipu-
lagsnefnd og síðan bæjarstjórn eigi
eftir að taka málið til formlegrar af-
greiðslu og verði það gert við fyrsta
tækifæri.
Ekki sama þörfin
til staðar
Varðandi gagnrýni við fyrirhugaða
landfyllingu frá Breið og að Akra-
neshöfn, sem auglýst er sem hluti af
nýju aðalskipulagi, segir Guðmund-
ur Páll viðbrögð sín þau að ekki
sé þörf á svo mikilli landfyllingu
sem fram komi í tillögunni. Hann
skilji því áhyggjur Litla klúbbsins
og annarra vegna málsins. „Fyr-
irsjáanleg þörf fyrir svo mikið nýtt
land er ekki lengur til staðar og því
er ástæða til að draga úr þeim hug-
myndum í nýju aðalskipulagi. Þeg-
ar aðalskipulag verður auglýst með
formlegum hætti vænti ég þess að
komnar verði fram breytingar sem
draga verulega úr umfangi landfyll-
ingar frá Breið að Akraneshöfn,“
segir Guðmundur Páll.
Við þetta má bæta að nýverið
var vígð ný og stór frystigeymsla
HB Granda við Norðurgarð í
Reykjavík. Á þeim tímapunkti
sem Faxaflóahafnir og skipulags-
yfirvöld á Akranesi ráðgerðu hina
miklu landfyllingu ásamt Skarfa-
tangahöfn, var gert ráð fyrir að
landvinnsla HB Granda flyttist
að nær öllu leyti á Akranes. Frá
því var hins vegar horfið eins og
menn þekkja og kristallaðist með-
al annars í að ný frystigeymsla HB
Granda hefur nú verið byggð í
Reykjavík.
hlh
Svæðið frá Breið og að Akraneshöfn þar sem gert er ráð fyrir um sjö hektara land-
fyllingu samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi.
Sterk viðbrögð íbúa við tveimur þáttum í
aðalskipulagi fyrir Akranes
Svæðið sem um ræðir á Jaðarsbökkum þar sem hugmyndir voru um að breyta landnotkun.
Deilt á framgöngu
Borgarfjarðarstofu vegna
ritunar sögu Borgarness
Svipmynd frá Fjórðungsmótinu á Kaldármelum 2009. Ljósm. mgk.
Nú þarf bara veðrið fyrir gott Fjórðungsmót