Skessuhorn - 20.06.2013, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Meðal kennslugreina jarðfræði, efnafræði og stærðfræði.
Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting
upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar
kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu
á leiðsagnarmat.
Leitað er að kennara sem hefur frumkvæði, er sjálfstæður í
vinnubrögðum og hefur áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2013.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf
skulu berast Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara
á netfangið joneggert@fsn.is.
Umsóknarfrestur er til 6. júlí 2013.
Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða
í síma 891-7384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna
ýmsar upplýsingar um skólann.
Skólameistari
Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir
eftir framhaldsskólakennara
Sumarlesari vikunnar
Nafn: Nikulás Nói Bjarnason.
Aldur: 11 ára.
Hvenær lestu? Á kvöldin og
yfir daginn.
Áttu uppáhalds bók? Hob-
bitinn.
Áttu einhvern uppáhalds höf-
und? J.R.R Tolkien.
Hvaða bók lastu síðast? Spi-
derwick.
Viltu mæla með einhverri
bók fyrir aðra krakka að lesa?
Bara Spiderwick!
Sumarlestur
á Bókasafni
Akraness
Nú þegar grunnskóla lýkur,
hefst Sumarlestur fyrir börn á
Bókasafni Akraness. Sumarlest-
urinn hófst 3. júní sl. og stend-
ur til 9. ágúst. Verkefnið er mið-
að að 6 -12 ára börnum og hef-
ur það að markmiði að hvetja til
yndislesturs og viðhalda þannig
og auka við þá lestrarfærni sem
börnin hafa öðlast yfir vetur-
inn. Lestur eflir málþroska, bæt-
ir orðaforða, eykur þekkingu,
auðveldar nám og örvar ímynd-
unaraflið. Þegar börnin skrá
sig til þátttöku fá þau afhenta
lestrardagbók. Í hana skrá þau
þær bækur sem þau lesa í sum-
ar. Börnin fá stimpil í dagbókina
sína og „bókamiða“ til að festa
í „netið”, fyrir hverja lesna bók.
Lestrinum lýkur formlega 14.
ágúst með „Húllum-hæi“ hátíð
í Bókasafni Akraness, þar sem
farið verður í ratleik og fleira
skemmtilegt. Nokkrir heppn-
ir þátttakendur verða dregnir
úr þátttökupottinum og hljóta
glaðning frá styrktaraðilum.
Nikulás Nói Bjarnason.
Síðastliðin sumur hefur staðið yfir
björgunaruppgröftur við gamla
verbúð frá 15. öld á Gufuskálum á
Snæfellsnesi þar sem hópur forn-
leifafræðinga frá Íslandi og utan úr
heimi hefur unnið hörðum hönd-
um við að bjarga fornminjum frá
niðurrofi sjávar. Fornleifafræðing-
urinn Lilja Björk Pálsdóttir hefur
stýrt verkefninu frá því það hófst
árið 2008. Fyrsta verk fornleifa-
fræðinganna var að þessu sinni að
færa gífurlegt magn af sandpok-
um frá rannsóknarsvæðinu sem
þau settu niður síðasta haust til að
verja uppgröftinn fyrir ágangi vetr-
arbrims. Að því loknu hófst verk-
ið. „Nú byrjum við þar sem frá var
horfið í fyrrasumar. Nokkrir eru í
eldhúsinu sem var og ganginum og
ég er að byrja á herbergi sem kom
frekar seint í ljós í fyrra. Þar er ég
að tína hrun og grjót úr herberginu
sem hafði á einhverjum tímapunkti
verið lokað,“ segir Lilja.
Mikið rof hefur átt sér stað á
verbúðinni frá því Lilja byrjaði að
fylgjast með svæðinu. „Frá síð-
asta sumri eru 60-70 og jafnvel 80
sentímetrar af jarðvegi horfnir. Frá
því ég byrjaði að fylgjast með svæð-
inu og mæla þetta nákvæmlega árið
2008 eru 2,5 metrar farnir á köfl-
um,“ segir Lilja. Einnig segist hún
víða sjá mun á landinu frá því hún
var á svæðinu síðast fyrir rúmum
mánuði.
Fundu hryggjarlið
úr hval
Markmiðið er að ljúka við uppgröft-
inn í verbúðinni í sumar en Lilja er
ekki viss um að það náist sökum
þess að nú fékkst minna fjármagn
en áður til verksins. Lilja segir þó
stefnt að því að stunda rannsóknir
á Gufuskálum næstu ár, þótt fram-
haldið fari eftir fjármagni. Fornleif-
arfræðingarnir eru alls níu að þessu
sinni en þeir voru þrettán síðasta
sumar. „Til verksins fékkst styrkur
frá Fornminjasjóði. Nú hefur bæst
við kona sem er fornleifarfræðingur
og mun hún skrá minjar við strönd-
ina. Hún mun ganga fjöruna frá
Skarðsvík inn að Klettsvík og skrá-
setja uppsátrin sem eru víðsvegar
við Gufuskálavörina,“ segir Lilja.
Fyrir rúmum mánuði kom Lilja
á uppgraftarsvæðið með dönskum
rofsérfræðingi sem var að skoða sig
um og ráðleggja henni. Þá rak hún
augu í kambsbrot sem lítur út fyr-
ir að vera gert úr rostungstönn. Í
fyrra fannst teningur úr rostungs-
önn. Nú er byrjað að grafa könn-
unarskurð í gegnum bæjarhólinn í
verbúðinni. Þar kom í ljós eitthvað
sem gæti verið endir á ár úr viði.
Einnig hefur fundist þar hryggj-
arliður úr stórum hval. Nú verður
spennandi að vita hvað uppgröftur
sumarsins mun leiða í ljós.
sko
Landið hverfur undan verbúðinni
Nauðsynlegt er að mæla og skrásetja allan uppgröft áður en hafist er handa.
Á þessu svæði hefur landið hörfað um allt að 2,5 metra frá 2008. Til hægri á
myndinni er Írskrabyrgi sem skemmdist í desember síðastliðnum.
Í sumar verða níu manns að vinna við uppgröftinn.
Þegar fornleifafræðingar mættu fyrst á svæðið hafði sjórinn tekið mikið af sand-
pokum og grjóti og dreift niður að sjávarmálinu.
Á þessu korti eru teiknaðar línurnar á landbroti frá því mælingar hófust árið
2008.
Hér sést hvernig rofið fer með mannvirki í skurði sem verið er að grafa upp. Inn-
gangurinn er í skurðinum en restin af mannvirkinu er í rofi og við það að hverfa.