Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 15
15FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Íbúafundur um þjóðlendumál
Borgarbyggð boðar til íbúafundar um þjóðlendumál í félagsheimilinu Brún
mánudagskvöldið 24. júní n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Á fundinum verður farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið á vegum Búnaðarsamtaka
Vesturlands og Borgarbyggðar vegna væntanlegra krafna ríkisins um þjóðlendur í
Borgarbyggð og hvernig rétt sé að halda á málum þegar kröfur ríkisins koma fram.
Allir velkomnir
Borgarbyggð
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Auglýsing um starfsleyfi
Samkvæmt ákvæðum 9. og 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999
um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með
sér mengun, er hér með lýst eftir athugasemdum við
starfsleyfistillögur fyrir tvö starfsleyfi í Borgarbyggð;
Fiskþurrkun Þurrfisks ehf. á Refsstöðum, Hálsasveit.
Sláturhús Sláturhúss Vesturlands í Brákarey.
Starfsleyfistillögurnar liggja frammi á skrifstofu
Borgarbyggðar í Ráðhúsinu í Borgarnesi á opnunartíma
á tímabilinu 20. júní til 18. júlí 2013. Einnig er hægt að
nálgast tillögurnar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands
(heilbrigdiseftirlit@vesturland.is).
Athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skal senda skrifstofu
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Innrimel 3, 301 Akranes í
seinasta lagi 19. júlí 2013 og skulu þær vera skriflegar.
Athygli skal vakin á því að starfsleyfi er ekki gefið út fyrr en
samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Foreldrar eru bestir í
for
vö
rn
um
.
Forvarnarhópur
Borgarbyggðar
Sumarið
er tíminn
Saman í sundi, saman í tjaldi, saman að ganga,
saman að grilla, saman að veiða, saman að spila,
saman að syngja, saman í sportinu, saman á hestbaki.
Samver
a foreldra og
ung
linga er
besta forvörnin
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Ljómalind - sveitamarkaður
Sólbakka 2, Borgarnesi
S: 437-1400
Opið mánudaga-fimmtudaga frá kl. 10-18,
föstudaga frá kl. 10-19 og um helgar frá kl. 11-16
Snemma í vor vann Samson Bjarn-
ar Harðarson landslagsarkitekt til-
lögur um endurbætur á Skalla-
grímsgarði í Borgarnesi. Tillögurn-
ar vann Samson fyrir Borgarbyggð
og voru þær lagðar fram í skýrslu-
formi til umræðu í umhverfis- og
skipulagsnefnd í apríl. Nefndin tók
þá ákvörðun að kynna tillögurnar
fyrir íbúum áður en ákvörðun um
að hefja framkvæmdir yrði tekin.
Nú hefur verið ákveðið að kynning
þeirra fari fram í Skallagrímsgarði
fimmtudaginn 27. júní nk. kl. 16
þar sem Samson mun fara yfir til-
lögur sínar og kynna þær fyrir íbú-
um. Í samtali við Skessuhorn sagði
Samson að um fyrstu tillögur sé að
ræða. Tillögurnar eru þó ekki fast-
mótaðar og enn í mótun.
Í skýrslunni segir Samson að
markmið breytinganna sé að ná
aftur fram þeim grunnþáttum sem
einkenndu Skallagrímsgarð í marga
áratugi, svo sem grunnform hans,
stígakerfi og skrúðgarðayfirbragð.
Að hans mati er ástand garðsins
ekki í samræmi við þær væntingar
sem gerðar eru til aðalskrúðgarðs
bæjarins, einkum vegna þess að
trjágróður hans er orðinn of mik-
ill. Gróður er ýmist of þéttur og of
hávaxinn þannig að skuggamyndun
er orðinn meiri en góðu hófu gegn-
ir. Þessi mikla skuggamyndun rýr-
ir verulega vaxtarskilyrði lágvaxnari
skrautgróðurs og grasflata auk þess
sem hann gerir garðinn ófýsilegri
til dvalar fyrir fólk. Þéttur trjágróð-
ur hindrar einnig yfirsýn yfir garð-
inn og það flæði og aðgengi sem
æskilegt er í almenningsgarði.
Grisjun hefjist í ár
Til að ráða bót á þessu ástandi legg-
ur Samson til ýmsar aðgerðir sem
unnið verði að fram til ársins 2018.
Í fyrsta áfanga er lagt til að ráðist
verði í grisjun og endurgróðursetn-
ingu. Lagt er til að grisjað verði allt
að helmingur trjáa í garðinum sem
þó verður dreifð yfir næstu þrjú
ár til að viðbrigðin verði minni. Á
þessu ári er lagt til að slökustu trén
í garðinum verði felld, að grisjað
verði úr aspargöngunum í miðju
garðsins um ríflega helming auk
trjábeðs í innri hluta garðsins og að
reyniviðarröð í norðaustur mörk-
um garðsins verði felld. Í staðinn
verði gróðursett tré sem ekki yrðu
of stórvaxinn, svo sem íslenskur
reyniviður eða skrautreynir. Sam-
son segir að mörg tré í garðinum
séu farin að láta á sjá vegna aldurs
og þurfi að grisja þau, bæði til að
lofta um milli þeirra og til að planta
nýjum í staðinn. Fjölmargar aðrar
tillögur til endurbóta eru lagðar til
í skýrslunni t.d. endurgerð styttu
eftir Guðmund frá Miðdal í gos-
brunni garðsins, endurnýjun hellu-
lagna, að viss svæði garðsins ein-
kennist af ákveðnum plöntugerð-
um og að bekkir, ruslafötur og önn-
ur garðagögn verði samræmd.
Merk saga
Óhætt er að segja að Skallagríms-
garður sé Borgnesingum afar kær
en garðurinn er einn aðalsam-
komustaður heimamanna og helsti
áningarstaður gesta. Garðurinn er
kenndur við landnámsmann hér-
aðsins, Skallagrím Kveld-Úlfsson á
Borg, sem þar var heygður í Skalla-
grímshaug samkvæmt Egils sögu.
Haugurinn er eitt helsta kennileiti
garðsins. Upphaf garðsins má rekja
aftur til fjórða áratugar síðustu ald-
ar þegar félagar í Umf. Skallagrím
og Kvenfélagi Borgarness hófu að
byggja hann upp. Félögin keyptu
land undir elsta hluta garðsins
árið 1930 en hófu að planta fyrstu
plöntunum árið 1932. Árið 1938
tók Kvenfélagið við garðinum og
sinnti honum allt þar til Borgar-
nesbær tók við honum árið 1989.
Garðurinn á því yfir áttatíu ára
sögu að baki og er því með elstu al-
menningsgörðum landsins.
hlh
Tillögur að endurbótum á
Skallagrímsgarði kynntar fyrir íbúum
Skallagrímsgarður árið 1975. Ljósm. Kvenfélag Borgarness.
Skallagrímsgarður í dag. Myndin er tekin á 17. júní hátíðar-
höldum í garðinum á mánudaginn. Ljósm. hlh.
„Endanlegt mat á varpárangri hjá
erninum fer ekki fram fyrr en í byrj-
un júlí þegar ungarnir eru orðnir
stálpaðir, enda verða töluverð afföll
á litlum ungum. Við getum því ekki
tjáð okkur frekar um málið þang-
að til, en eins og sakir standa eru
bestar horfurnar við sunnanverð-
an Breiðafjörð, sunnan Klofnings,
en þar urpu í vor 22 af 26 pörum
sem vitað er um á því svæði,“ seg-
ir Kristinn Haukur Skarphéðins-
son líffræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun. Kristinn fór á dögunum að
kanna varpsvæðin á Vesturlandi og
Vestfjörðum ásamt Róberti Stef-
ánssyni hjá Náttúrustofu Vestur-
lands, en tveir þriðju hlutar arnar-
stofnsins í landinu heldur sig við
Breiðafjörð.
Í vor er vitað að 47 arnarpör urpu
af um 70 á landinu öllu, en ern-
ir verpa yfirleitt á tímabilinu 10.-
25. apríl. Að sögn Kristins Hauks
eru um þetta leyti því litlir ungar
í hreiðrum, en álegan er um fimm
vikur og ungar því að klekjast úr
eggjum frá um 15. maí til 1. júní. „Í
ár er reyndar vitað um nokkur pör
sem urpu óvenju seint, það er eftir
1. maí. Þegar best lætur verpa að-
eins um 80% arnarpara hér á landi
og er hátt hlutfall „geldpara“ eitt
af einkennum íslenska arnarstofns-
ins. Í ár var þetta hlutfall geldpara
óvenju hátt við Faxaflóa og eins við
norðanverðan Breiðafjörð. Þann-
ig að þegar í vor var ljóst að horf-
urnar væru ekki góðar fyrir arnar-
varp á þeim slóðum,“ segir Krist-
inn Haukur. Hann segir að þegar
arnarstofninn var hvað fáliðaðastur
upp úr miðri síðustu öld voru arn-
arpör við sunnanverðan Breiðafjörð
aðeins fjögur. Á tímabili urpu eng-
ir ernir við Faxaflóa þar sem pörin
eru nú 15. Sérfræðingar Náttúru-
Arnarvarpið lítur best út við
sunnanverðan Breiðafjörð
fræðistofnunar Íslands og Náttúr-
stofu Vesturlands munu þegar líð-
ur á júní fara í aðra skoðunarferð
á varpstöðvar við Breiðafjörð og í
júlímánuði merkja fugla í hreiðr-
um.
þá