Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Samtímasagan í reiðileysi? Myndir segja meira en þúsund orð. Þetta máltæki má til sanns vegar færa nú sem fyrr. Ég hef undanfarna daga farið yfir gömul fjölskyldualbúm og ljósmyndir sem jafnvel eru frá því fyrir aldamótin 1900. Skannaði til dæm- is ljósmynd af ömmu minni og systrum hennar sem Sigfús Eymundsson, frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar, tók undir lok 19. aldar. Mynd þessi er ótrúlega skýr og greinileg miðað við aldur og geymsluskilyrði og sagði mér hversu mikill afburða snillingur þessi maður hefur verið. Sigfús bóksali stundaði ljósmyndun í Reykjavík um áratuga skeið en sú staða skapaði hon- um fjölbreytta möguleika sem hann kunni að nýta til hins ýtrasta. Upphaf ferils hans sem ljósmyndara má rekja til haustsins 1867 þegar hann mynd- aði þingmenn á Alþingi. Í kjölfarið hóf hann að mynda skólapilta Lærða skólans og þannig dreifðust ljósmyndir hans smám saman um landið, en þær hafa vafalaust verið fyrstu ljósmyndir sem flestir sáu. Sigfús myndaði fólk en einnig vaxandi samfélag og líf við höfnina í Reykjavík. Þá myndaði hann mikið á ferðum sínum um landið, en hann var umboðsmaður vegna Vesturheimsferða og á slíkri ferð hefur hann vafalítið ljósmyndað systurnar frá Deildartungu, sem ég gat um hér að framan. Þá var karlinn töluverður „businessmaður“ því hann seldi myndir af náttúru- og sögustöðum Íslands og þannig urðu ljósmyndir í fyrsta skipti heimilisprýði hér á landi. Ljósmyndir voru þá líkt og þær verða í framtíðinni mikilvægar. Þær geyma söguna og segja meira en þúsund orð. Eðli ljósmynda er að þær verða verðmætari eftir því sem tíminn líður. Því er mikilvægt að varðveisla ljósmynda sé á hverjum tíma með besta mögulega hætti. Ástæða er til að hafa áhyggjur af geymslu og varðveislu ljósmynda í dag þegar allur almenn- ingur tekur mikið af stafrænum ljósmyndum og sleppir því að prenta þær út. Hvernig verður varðveisla slíkra mynda t.d. eftir 10, 50 eða 100 ár? Verða stafrænar upplýsingar í dag aðgengilegar með þeirri tækni sem fram- tíðin mun vafalítið færa okkur? Ekki get ég fullyrt það og sennilega fæstir. Gætu afa- eða langafabörnin mín, með sama hætti og ég var að skanna inn í úrvalsgæðum mynd af löngu genginni ömmu minni, eftir á að giska 120 ár farið í gamla kexdós og fundið þar ljósmynd af mér í svo miklum gæð- um að myndin verði sem nýtekin? Ég leyfi mér að efast um það. Þannig held ég að Sigfús Eymundsson hafi kunnað miklu betur að koma í þokka- lega varanlegt horf ljósmyndunum sem hann tók, heldur en ég sjálfur er að gera meira en öld síðar, vistandi þær inn á einhverjar tölvur sem hafa þau einkenni að vera orðnar úreltar og hálfónýtar fjórum árum eftir að þær eru keyptar. Hvað verður t.d. um ljósmyndirnar sem fólk í dag hleður af staf- rænu myndavélunum sínum og setur inn á Fésbókarsíðurnar sínar í lít- illi upplausn? Hver ræður yfir þessari Fésbók eftir tíu eða tuttugu ár? Mér finnst ástæða til að hvetja fólk til umhugsunar um varðveislu ljósmynda dagsins í dag því mig grunar að víða séu þau mál í argasta ólagi. En helsta ástæða þessara hugrenninga minna er ákveðið myndasafn sem ég hef í fórum mínum og hef talsverðar áhyggjur af. Þetta er ekki mynda- safnið sem geymir 120 ára myndina af ömmu og systrum hennar, held- ur ljósmyndasafn Skessuhorns. Hér er á ferðinni á að giska milljón ein- taka safn ljósmynda sem eru í raun samtímasaga Vesturlands síðustu 15 ár. Safn þetta er af þeirri stærðargráðu í fjölda mynda talið að það er fyr- ir löngu orðið ofvaxið fjárhag lítils héraðsfréttablaðs að færa það til varan- legrar skráningar og varðveislu, hvað þá útprentunar á gæðapappír eins og Sigfús Eymundsson hefði gert. Þá vil ég nefna að í tvígang hef ég sótt um stuðning úr sameiginlegum sjóðum okkar Vestlendinga til að koma í gang vinnu við skráningu og varðveislu þessara ljósmynda, en í bæði skiptin án árangurs. Þeim styrkbeiðnum var beint til Menningarráðs Vesturlands og Vaxtarsamnings Vesturlands. Þeir sem um þá sjóði véla telja ýmis önnur verkefni hafa meira menningarlegt gildi. Reyndar er ég ósammála þeirri skoðun og held að menn skorti, þó ekki væri nema brot, af þeirri framsýni sem Sigfús Eymundsson hafði á 19. öld. Blessuð sé minning hans. Magnús Magnússon. Leiðari Fyrir leik Skagamanna og Keflvík- inga í Pepsídeildinni sl. mánudag fór fram athöfn í félagsaðstöðu ÍA á Jaðarsbökkum. Þar var endurnýjað- ur samstarfssamningur Norðuráls og Knattspyrnufélags ÍA til næstu fimm ára, eða til loka árs 2017. Norðurál hefur verið styrktaraðili ÍA frá því fyrirtækið hóf starfsemi á Grundartanga 1998 og aðalstyrkt- araðili við fótboltann á Akranesi síð- ustu árin eða frá árinu 2010. Ragn- ar Guðmundsson forstjóri Norður- áls sagði einmitt í tilefni undirrit- unarinnar, reyndar í gamansöm- um tón, að Norðurál hafi í langan tíma langað til að vera í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem styðja við öfl- ugt og gott ungmenna- og íþrótta- starf tengt fótboltabænum Akra- nesi, en ekki komist að fyrir bönk- unum fyrir hrunið. Þórður Guð- jónsson framkvæmdastjóri KFÍA sagði einkar mikilvægt að eiga sterkan bakhjarl eins og Norður- ál, til að standa undir gæðum bæði í yngri flokkastarfi og til að halda úti öflugum meistaraflokkum hjá konum og körlum. Það væru ein- mitt styrktaraðilar eins og Norður- ál sem gerði ÍA þetta kleift og góð- ur vitnisburður um það væri nýaf- staðið og velheppnað Norðuráls- mót yngstu knattspyrnumannanna í landinu. þá Borgarbyggð hefur sent Skipulags- stofnun rökstuðning um af hverju líta megi á fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi í Brákarey í Borg- arnesi sem óverulega breytingu. Umrædd skipulagsbreyting snert- ir lóð gamla stórgripasláturhússins í Brákarey að Brákarbraut 19 sem í núgildandi aðalskipulagi Borgar- byggðar er skilgreint sem íbúða- svæði. Skessuhorn fjallaði um mál- ið í byrjun apríl sl. þegar sú staða hafði komið upp að eigendur húss- ins gátu ekki sótt um starfsleyfi fyr- ir sláturhúsið sökum þess að ekki væri gert ráð fyrir slíkri landnotkun á svæðinu. Það er fyrirtækið Brák- arbraut 19 ehf. sem á stórgripas- láturhúsið en að félaginu stendur Guðjón Kristjánsson, ásamt bræðr- unum Jóni, Kristjáni og Snorra Þorbergssonum. Fjórmenningarn- ir hafa staðið fyrir endurbótum á húsnæðinu frá því síðasta vetur og stefna á að hefja slátrun við fyrsta tækifæri. Rökstuðningurinn var samþykkt- ur með bókun á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag en fyrr í mánuðinum hafði Skipulags- stofnun óskað eftir rökstuðningi sveitarfélagsins til að geta úrskurð- að hvort breyta skuli skipulagi í eyj- unni. Í rökstuðningi byggðarráðs segir að í byggingum sem standa á lóðinni hafi verið starfrækt slátur- hús til fjölda ára og hafa núverandi lóðarhafar og húseigendur hug á að endurvekja þar slátrun. Eins og aðstæður eru á húsnæðismarkaði nú hefur sveitarfélagið ekki leng- ur í hyggju að hefja uppbyggingu íbúðabyggðar í Brákarey sem stefnt var að á árunum fyrir bankahrun og núgildandi aðalskipulag endur- speglar. Byggðarráð er því hlynnt því að hafin verði slátrun að nýju í Borgarnesi og telur að endurvakn- ing sláturhúss í eyjunni hafi jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í sveit- arfélaginu. Óskar byggðarráð því að Skipulagsstofnun samþykki breyt- ingu á aðalskipulagi sem óverulega breytingu eins og þegar hefur ver- ið auglýst. Að sögn Páls S. Brynjarsson- ar sveitarstjóra þarf Skipulags- stofnun rökstuðning sveitarstjórn- ar til að geta úrskurðað í málinu en áður hafði skipulagsfulltrúi Borgar- byggðar sent rökstuðning sinn til stofnunarinnar. Í skipulagslögum eru ákvæði um að hægt sé að breyta aðalskipulagi teljist fyrirhuguð breyting óveruleg. Þá skal taka mið af því hvort um verulegar breyting- ar á landnotkun sé að ræða eða að hún sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Samkvæmt lögunum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að afgreiða tillögu sveitarstjórnar og segir Páll að þessi leið hafi styttri afgreiðslutíma en hin hefðbundna leið skipulagsbreytinga. Hann seg- ir engar athugasemdir hafa borist sveitarfélaginu vegna breytinganna í Brákarey sem voru auglýstar sam- kvæmt hefðbundnu ferli í byrjun júní. hlh Nú styttist í að opnað verði fyrir mak- rílveiðar á handfæri en þær eiga að hefjast 1. júlí nk. Mikil fjölgun er á bát- um sem ætla að stunda þessar veiðar og eru nú til dæmis tveir bátar í breyt- ingum hjá Vélsmiðju Árna Jóns. Það eru bátarnir Brynja SH og Kristinn II SH og einnig er Særif SH í breyting- um fyrir utan verbúð í eigu útgerðar- félagsins. Áætlað er að bátarnir verði klárir til veiðanna í tæka tíð. Vonandi lætur makríllinn sjá sig en hann virð- ist vera seinna á ferðinni nú en í fyrra. Sjórinn er kaldari í sumar en hann var í fyrra. Þó berast af því fréttir að stóru skipin séu farin að veiða makríl fyrir sunnan landið. þa Stórgripasláturhúsið í Brákarey. Skipulagsstofnun samþykki skipulags- breytingu í Brákarey vegna sláturhúss Að lokinni undirskrift samstarfssamningsins, Þórður Guðjónsson framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags ÍA, Ingi Fannar Eiríksson formaður KFÍA, Ragnar Guð- mundsson forstjóri Norðuráls og Sandra M. Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Samstarfssamningur Norðuráls við KFÍA endurnýjaður Verið að breyta bátum fyrir makrílveiðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.