Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi var opnuð á nýjum stað í bænum 1. maí sl. Það er á jarðhæð gamla Landsbankahússins á Suð- urgötu 57. Tvö síðustu sumur var upplýsingamiðstöðin í Skagamoll- inu á Kirkjubraut 54, en áður var hún um tíma tengd rekstri kaffi- hússins Skrúðgarðsins og þar áður lengi á Safnasvæðinu. „Þetta er náttúrlega ekta staður hérna við Akratorgið til að miðla upplýs- ingum til ferðamanna. Miðað við skráningu heimsókna fyrir ári virð- ast ferðamenn vera fyrr á ferðinni núna,“ segir Ingibjörg Gestsdótt- ir sem kom til starfa í upplýsinga- miðstöðinni í vor. Ingibjörg seg- ir greinilegt að Akranes sé að koma sterkar inn sem ferðamannastað- ur. „Ég held það sé bæði í hugum ferðamannanna og líka breytt við- horf Skagamanna sjálfra. Hér á árum áður sögðu margir Akurnes- ingar gjarnan, hvað skyldu svo sem ferðamenn vilja sjá hér,“ segir Ingi- björg. Glöggt er gests augað Ingibjörg segir að bæði innlend- ir og erlendir ferðamenn kíki við í upplýsingamiðstöðina eða hafi samband og leiti ráða um hvernig best sé að verja degi eða dagsparti á Akranesi. „Það er vandalaust að finna eitthvað áhugavert fyrir fólk, enda hefur Akranes af mörgum perlum að státa. Við gleymum því oft að það sem okkur finnst sjálf- sagt mál og ekkert merkilegt finnst gestunum sem koma í bæinn alveg meiriháttar. Við búum til dæmis svo vel að eiga mjög fallega strand- lengju þar sem fólk getur fang- að fuglalífið, hljóðið frá fuglunum og sjónum. Það þarf ekki langt að fara til þess, bara í varirnar hérna innanbæjar eða í Kalmansvíkina og þar inn af. Það hafa komið til mín ferðamenn sem eru alveg upp- ljómaðir yfir fuglalífinu við Innst- avog og við ströndina inn að Blaut- ós. Svo er það að sjálfsögðu Lang- isandurinn og það sem hann hefur upp á að bjóða, Safnasvæðið og nýj- asta trompið, sem er Akranesvitinn á Breið og leiðsögn frábærra vita- varða þar. Það er boðið upp á ferðir á Akrafjall tvisvar í viku, sem unga fólkið í Björgunarfélagi Akraness hefur verið svo vinsamlegt að taka að sér, síðan er það Garðalundur og ýmis afþreying sem í boði er eins og til dæmis frábær golfvöllur.“ Dagsferð með strætó Margir ferðamenn koma á eig- in vegum á Akranes að sögn Ingi- bjargar. „Eftir að strætóferðir byrj- uðu á Akranes er þó nokkuð um að ferðafólk nýti sér strætóferðirn- ar og fari dagsferð á Skagann með strætó. Svo má ekki gleyma því að margir ferðamenn sem hingað koma hrífast af kyrrðinni sem oft er hérna á Akranesi og því frjáls- ræði sem börnin hérna búa við, svo sem í leikjum langt fram á kvöld yfir sumartímann. Það eru marg- ir útlendingar sem taka eftir þessu og furða sig á því, enda komn- ir margir hverjir úr stórborgar- lífinu og þekkja lítið annað. Við hérna á Akranesi getum verið stolt af bænum okkar og því góða starfi sem hefur verið unnið í ferðamál- um og er að eflast enn frekar. Allt- af má gera betur og því vona ég að á næstu árum verði haldið áfram að markaðssetja bæinn okkar á allan þann hátt sem hægt er,“ segir Ingi- björg Gestsdóttir í upplýsingamið- stöð ferðamála á Akranesi. þá Krían hefur lengi verið táknræn fyrir byggðina á utanverðu Snæ- fellsnesi og var hún á skjaldarmerki Neshrepps utan Ennis. Lengi hef- ur verið kríuvarp í Rifi og á fleiri stöðum á Snæfellsnesi. Kríuvarp- ið í Rifi var undir miklum ágangi fólks og vargs áður en hugað var að því að verja varpið. Sæmundur Kristjánsson í Rifi er með kríuvarp- ið við gluggann hjá sér og fylgist vel með því. „Ég sé þetta oft á dag, bæði hjólandi og gangandi. Það er talsvert minna af fugli nú en þeg- ar mest var. Núna er heilmikið af fugli búinn að verpa, en maður sér kríuna ekki með mikið æti,“ seg- ir Sæmundur. Hann segir þróunina hafa verið á þessa lund í þó nokkurn tíma. „Varpið lítur ekki öðruvísi út en undanfarin ár. Það er heilmik- ið af geldfugli á svæðinu sem hef- ur ekki æti. Þetta hefur verið svona meira og minna í sex ár og fer að segja til sín á fjölda fugla. Það er dapurlegt að upplifa þetta,“ segir Sæmundur Annað varp, hjá mófugli, spör- fugli og sjófugli, er í fínu standi á svæðinu samkvæmt Sæmundi. „Það er talsvert meira af spörfugli við ströndina og hefur orðið meira ár frá ári. Skordýralífið hefur verið í vexti með hlýnandi veðurfari og auknum gróðri vegna minni sauð- fjárbeitar,“ segir Sæmundur og bætir við: „Það er búið að vinna mikið á minkinum undanfarin ár og það hefur skilað stórkostlegum ár- angri hjá öndum, spörfugli og mó- fugli. Nú er að vísu búið að slaka á átakinu og ég verð var við mink en það er sama því ég sé stóran mun á fuglalífinu og hvað fuglinn er spak- ari.“ sko/ Ljósm. ras. Þeir Sveinn Haukur Valdimars- son og Ægir Snær Sigmarsson hafa tekið við rekstri Kaffi Prímuss á Hellnum, sem opnað var í byrjun júní, en þeir eru báðir úr Reykja- vík. „Við komum hingað til að taka skurkinn í sumar eftir að eigandinn bað mig um að reka þetta fyrir sig. Við erum með einfalt kaffihús og bjóðum upp á kökur, vöfflur, súpur, samlokur og pylsur. Þetta er í raun blanda af kaffihúsi og sjoppu,“ seg- ir Sveinn. Aðspurður hvernig sum- arið fari af stað svarar hann: „Það hefur verið góður reytingur. Mér skilst að það eigi að aukast mikið í næsta mánuði, en það byrjar mjög vel og allt gengið snurðulaust fyr- ir sig. Þegar veðrið er svona gott þá koma að vísu færri hérna inn, það er betra fyrir okkur að hafa rigningu og grátt yfir því þá kemur mann- skapurinn í súpuna og kaffið,“ segir Sveinn. Hann og Ægir félagi hans vinna einir á Kaffi Prímus í sumar. „Þetta er bara vertíð og mann mun- ar ekki um að vaka eina slíka,“ seg- ir Sveinn. Kaffi Prímus er í sama húsi og Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls. „Það er komið á mörgum rútum til okkar og fólkið sem geng- ur frá Arnarstapa hingað yfir dett- ur inn til okkar og á Gestastofuna eftir góðan göngutúr. Núna höfum við fengið mikið af fólki frá Kanada til okkar og Þjóðverjarnir eru allt- af margir,“ segir Sveinn. Ekki væs- ir um þá félaga við rætur Snæfells- jökuls. „Jökullinn er aðal aðdrátt- araflið og flestir ferðamenn koma til að sjá hann,“ segir Sveinn og við það bætir Ægir: „Svo batnar heils- an vegna kraftsins frá jöklinum og þess vegna er mjög gott að vera á Snæfellsnesi.“ sko Mikið af geldfugli í Rifi Kaffi Prímus er í sama húsi og Gestastofa þjóðgarðsins. Sumarið farið vel af stað á Kaffi Prímus Sveinn Haukur Valdimarsson og Ægir Snær Sigmarsson standa vaktina á Kaffi Prímus í sumar. Ingibjörg Gestsdóttir í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi. Ferðamennirnir fyrr á ferðinni Þrátt fyrir góða sprettutíð og ágæt- is vorveðráttu á Vesturlandi, hafa margir saknað sólarinnar og saman- burður þetta vorið við nokkur þau síðustu stenst illa samanburð, enda sólríki þeirra trúlega nokkuð yfir meðallagi á Vesturlandi. Það var þó sumar og sól á Akranesi og víða um Vesturland í síðustu viku og fram á helgina. Þessi mynd var tekin á Akratorgi á Akranesi sl. fimmtudag. Bragi Þór og Lilja Guðríður voru þá að snyrta eitt af blómabeðunum við torgið og börnin í parís á stétt- inni þar rétt við. Ekta sumarstemn- ing í gamla viðbænum á Akranesi þennan dag. þá Víkingaþorpið í Grundarfirði er byrjað að taka á sig mynd. Á sunnu- dagskvöldið síðasta þegar ljós- myndara bar að garði voru nokkr- ir fræknir víkingar í óða önn að slá upp þorpinu sem verður staðsett miðsvæðis í bænum. Það verður gaman að fylgjast með þegar loka- hönd verður lögð á verkið því búast má við að þorpið setji skemmtileg- an svip á bæinn. tfk Sumar og sól á Akratorgi Víkingaþorp rís í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.