Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Borgnesingar, aðrir Borgfirðingar og
áhugafólk um útivist, er minnt á íbúa-
kynningu um fyrirhugaðar endurbæt-
ur á Skallagrímsgarði, í garðinum kl.
16 fimmtudaginn 27. júní. Samson B.
Harðarson kynnir tillögur sínar.
Spáð er rigningarsömu og fremur svölu
veðri á fimmtudag, sunnan 8-15 m/s,
hvassast vestan til. Hiti 7 til 15 stig, hlýj-
ast NA-lands. Á föstudag verður svip-
að veður og hiti, vestan stæðari vind-
átt og lygnara vestanlands en daginn
áður. Um helgina verða suðlægar átt-
ir og hiti 10-15 stig, rigning sunnan til
á sunnudag. Eftir helgi verða norðan-
og breytilegar áttir, hitastig svipað og
skúrir víða.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Á ríkið að auka fjárveitingar til
eyðingar refa?“ Almennt virðist fólk
þeirrar skoðunar. „Já, mikið“ sögðu
67,9% og „já eitthvað“ sögðu 18%. „Nei
hætta þeim alveg“ sögðu 8,2%, „nei
óbreytt“ sögðu 3,1% og „veit það ekki“
sögðu 2,8%.
Í þessari viku er spurt
Hvert er uppáhald sumarveðr-
ið þitt?
Ferðaþjónustufólk á Vesturlandi eru
Vestlendingar vikunnar að þessu sinni.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Árétting
AKRANES: Í viðtali við Frið-
rik Jónsson í síðasta blaði
Skessuhorns má misskilja sög-
una af fyrstu skipstjórastöðu
Friðriks. Hún var á innrásar-
pramma sem Vélsmiðjan Héð-
inn og Guðmundur Kolka
höfðu keypt og notaður var til
björgunar við olíuskipið Clam
sem strandaði við Reykjanes
árið 1950. Innrásarpramminn
gat lagst að síðu Clam á strand-
stað, hann var síðan fylltur af
strandgóssi og honum loks
siglt til Reykjavíkur. Farnar
voru fjórar slíkar ferðir.
-ákj
Merkja leiðina
frá Bæ í Skálholt
BORGARFJ: Félagsskapur-
inn Pílagrímar hefur í hyggju
að opna pílagrímaleið frá Bæ
í Bæjarsveit að biskupsset-
inu Skálholti. Miðvikudag-
inn 3. júlí ætlar félagsskapur-
inn að merkja leiðina frá Bæ
að Grímsá, en hún er um fimm
kílómetrar. Áformað er að byrja
klukkan tíu að morgni við Bæ.
Hulda Guðmundsdóttir á Fitj-
um í Skorradal er félagi í Píla-
grímum. Hún segir að sjálf-
boðaliða vanti til að koma nið-
ur stikum við merkingu leiðar-
innar. Áhugasömum verði út-
vegað nesti til fararinnar og
þeir hafi samband við Huldu
í síma 893-2789. „Eitt af því
sem við viljum gera er að end-
urvekja hina stórmerku sögu
um Hróðólf biskup í Bæ, sem
þar stofnaði skóla árið 1030,
en Steinunn J. Kristjánsdóttir
fornleifafræðingur er einmitt
að hefja rannsóknir í Bæ,“ seg-
ir Hulda á Fitjum.
-þá
Tveir nýir
í bæjarráð
STYKKISH: Í kosningum á
fundi bæjarstjórnar Stykkis-
hólms sl. fimmtudag voru tveir
nýir fulltrúar kjörnir í bæjarráð
með Agli Egilssyni sem þar var
fyrir, þeir Lárus Á. Hannes-
son og Gretar D. Pálsson. Þeir
Lárus og Gretar komu í stað
Davíð Sveinssonar og Guð-
laugar Ágústsdóttur. Kosið var
til næsta árs eða til loka kjör-
tímabils. Lárus Ástmar Hann-
esson var endurkjörinn forseti
bæjarstjórnar, fyrsti varaforseti
var kosin Berglind Axelsdóttir
og annar varaforseti Íris Huld
Sigurbjörnsdóttir.
–þá
Síðastliðinn föstudag stöðvaði
Matvælastofnun (MAST) dreif-
ingu afurða og dýra frá Brúarreykj-
um ehf. í Stafholtstungum í Borg-
arfirði. Steinþór Arnarson lögfræð-
ingur MAST, staðfesti í samtali við
Bændablaðið sl. mánudag að bann-
ið hafi tekið gildi strax föstudaginn
21. júní og tæki til mjólkur, slátur-
gripa sem og lifandi gripa. Er þetta
í annað sinn á sjö mánuðum sem
búið er svipt framleiðsluleyfi. „Það
var út af lyfjamálum sem sú ákvörð-
un var tekin að stoppa dreifingu á
afurðum frá búinu,“ sagði Stein-
þór Arnarson við bbl.is síðastliðinn
mánudag. Samkvæmt tilkynningu
sem MAST sendi afurðastöðvum á
Teledyne Gavia ehf. er fyrirtæki
sem sérhæfir sig í búnaði til neð-
ansjávarrannsókna. Voru starfs-
menn þess einmitt við prófan-
ir á einu slíku tæki í Breiðafirði
á dögunum. Starfsmennirnir
héldu út með Bolla SH og pruf-
uðu þennan nýja búnað á hafs-
botni. Tilraunirnar tókust að
sögn vel og ljóst að þessi neðan-
sjávarmyndavél getur athafnað
sig á miklu dýpi, en búnaðurinn
getur skilað hágæða myndum af
1000 metra dýpi. Verðið á einu
slíku tæki er hins vegar ekkert
spaug, eða 130 milljónir króna
og því er eins gott að varlega sé
með það farið eins og sést hér á
myndinni.
tfk
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur
ákveðið að ráða Lulu Munk Ander-
sen byggingafræðing í starf skipu-
lags- og byggingafulltrúa Borgar-
byggðar. Lulu hefur starfað sem
byggingafulltrúi í Fjarðarbyggð frá
árinu 2008 og var áður aðstoðar-
maður skipulags- og byggingafull-
trúa frá árinu 2006. Lulu er dönsk,
fædd árið 1966, gift Gunnari Birni
Gunnarssyni og eiga þau átta börn
saman. Þetta kemur fram á vef
sveitarfélagsins.
mm
Ráðið í stöðu skipulags-
og byggingarfulltrúa
Neðansjávarmyndavél prófuð
á botni Breiðafjarðar
Matvælastofnun stöðvar á ný
afurðadreifingu frá Brúarreykjum
föstudaginn kemur fram að bannið
sé tilkomið vegna gruns um brot á
löggjöf um notkun dýralyfja og lög-
gjöf um matvælaframleiðslu. Sagð-
ist Steinþór hafa sent þetta erindi á
afurðastöðvarnar og Landssamtök
sláturleyfishafa.
Mjólkursamsalan (MS) hefur
tekið við mjólk frá Brúarreykjum í
samræmi við endurnýjað starfsleyfi
sem MAST veitti býlinu 12. janú-
ar á þessu ári eftir að gerðar höfðu
verið endurbætur á rekstrinum í
kjölfar þess að MAST afturkallaði
það í byrjun desember 2012. Það
bann var sett vegna brota á reglum
um hollustuhætti við framleiðslu
mjólkur og sláturgripa. Fundið
var að hreinlæti við handþvotta-
aðstöðu, mjaltaþjónn var skítug-
ur, for var um allt fjós og upp um
veggi og gripir skítugir. Þá var þrif-
um á mjólkurtanki mjög ábótavant
auk þess sem of margir gripir voru
í fjósinu.
Mjólkinni fargað
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólk-
ursamsölunnar (MS) og Auð-
humlu, segir að þrátt fyrir að MS
hafi tekið við mjólkinni frá búinu
frá því í janúar hafi hún ekki far-
ið inn í framleiðslukerfi MS held-
ur verið fargað undir eftirliti.
„Vegna fréttar Bændablaðsins um
málið, og snertir málefni Brúar-
reykjabúsins og sviptingu afurða-
söluleyfis þess, vill Mjólkursamsal-
an koma því á framfæri að engin
mjólk frá lögbýlinu á Brúarreykj-
um hefur farið til vinnslu og sölu
hjá Mjólkursamsölunni ehf. frá 2.
desember 2012,“ sagði Einar Sig-
urðsson í samtali við Skessuhorn.
Hann segir að búið á Brúarreykj-
um hafi í janúar sl. fengið aftur
leyfi frá Matvælastofnun en það
hafi verið bundið ákveðnum fyrir-
vörum af hálfu stofnunarinnar, en
Mjólkursamsalan hafi strax þá tek-
ið þá afstöðu að nýta ekki mjólk frá
búinu til vinnslu og sölu við þær
kringumstæður. „Síðan hefur allri
framleiðslu af búinu verið farg-
að með staðfestum hætti allt fram
til síðasta föstudags. Nú þarf MS
ekki lengur að sækja framleiðsluna
og kosta förgun hennar, þar sem
framleiðsluleyfið hefur nú verið
afturkallað,“ sagði Einar Sigurðs-
son í samtali við Skessuhorn.
mm
FIMMTUDAGUR
FÖSTUDAGUR
MÁNUDAGUR
ÞRIÐJUDAGUR
1
2
3
4
27. JÚNÍ
28. JÚNÍ
1. JÚLÍ
2. JÚLÍ
AEG
DAGAR
AEG þvottavélar, þurrkarar,
uppþvottavélar, ofnar, háfar,
helluborð, kæliskápar, frystiskápar
ryksugur, kaffivélar o.m.fl.
Á EINSTÖKUM KJÖRUM!
ÞJÓÐBRAUT 1 · AKRANESI
SÍMI 530 2870 · ORMSSON.IS