Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Efnt verður til Brákarhátíðar í
Borgarnesi um næstu helgi. Að
vanda verður boðið upp á skemmti-
lega dagskrá á hátíðinni sem
kennd er við ambáttina Þorgerði
Brák, fóstru Egils Skallagrímsson-
ar. Formleg dagskrá hátíðarinnar
fer fram á laugardaginn en Borg-
nesingar munu þó hefja gleðina á
föstudagskvöldið þegar götugrill-
ið sívinsæla fer fram. Líkt og í fyrra
hefur Borgarnesi og einnig Hvann-
eyri verið skipt upp í hverfi sem fær
sinn lit til skreytinga. Íbúar hverf-
anna keppa síðan sín á milli um best
skreytta hverfið sem sérstök dóm-
nefnd mun velja. Það eru Neðri-
bæjarsamtökin í bænum auk fjölda-
annarra heimamanna sem standa að
skipulagningu hátíðarinnar sem nú
er haldin í fimmta skipti.
Formleg hátíðarhöld hefjast kl.
09:30 á laugardeginum með vík-
inga-skartgripagerð í Landnáms-
setrinu. Klukkan 10 hefst Brák-
arhlaupið sem hlaupahópurinn
Flandri hefur umsjón með í ár.
Hlaupið verður frá Landnámssetr-
inu og keppt í aldursflokkum í 3
km. og 10 km hlaupi. Skrúðganga
frá Brákarey í Skallagrímsgarð
hefst kl. 13:30 en að henni lokinni
hefst fjölskylduskemmtun í garðin-
um sem stendur til kl. 17. Þar verða
veitt verðlaun fyrir skreytingar í
götugrilli, víkingar í víkingafélög-
unum Rimmugýgur og Hring-
horninu verða með uppákom-
ur, listsýning ungmenna í Borgar-
nesi og tónlistaratriði flutt þar sem
m.a. leikskólabörn syngja vel val-
in lög fyrir gesti. Ýmislegt verður
einnig um að vera í Englendinga-
vík. Frá kl. 11-13 býður Björgun-
arsveitin Brák upp á siglingar um
víkina og kringum Brákarey, klukk-
an 15 fer þar fram leðjukörfubolta-
leikur og kl. 16 leiksýningin Ástar-
saga úr fjöllunum fyrir börn á aldr-
inum 2-9 ára í boði Edduveraldar
og Loftorku, en sýningin fer fram
í Edduveröld. Um kvöldið verður
farin skrúðganga frá Hjálmakletti
til Englendingavíkur og hefst hún
kl. 19:30. Í víkinni verður efnt til
kvöldvöku sem stendur yfir til kl.
23. Brákarhátíð lýkur síðan með
dansleik með hljómsveitinni Sál-
inni hans Jóns míns í Hjálmakletti
á miðnætti sem knattspyrnudeild
Skallagríms skipuleggur.
Listgjörningar og
uppákomur
Fjölbreyttir listgjörningar og upp-
ákomur ungmenna í Borgarnesi
munu setja svip sinn á Brákarhátíð
í ár. Krakkar í vinnuskóla Borgar-
byggðar og í frístundastarfi sveit-
arfélagsins hafa unnið að undir-
búningi atriða síðustu daga und-
ir stjórn Ragnheiðar Hörpu Leifs-
dóttur, ungrar listakonu úr Reykja-
vík. Að sögn Ragnheiðar Hörpu
ætla krakkarnir að standa fyrir fjöl-
breyttum atriðum. „Krakkarnar
verða með margskonar viðburði á
hátíðinni. Lítið leikrit verður sett
upp í Skallagrímsgarði og einn-
ig listsýning þar sem myndir eftir
krakkana innblásnar af sögunni af
Brák, umhverfinu hér í kring og há-
tíðinni verða sýndar milli trjánna.
Sumir krakkar munu leika lifandi
tónlist fyrir gesti og þá verður hægt
að sjá málaða steina og önnur verk
eftir þau hér og þar um bæinn, sér-
staklega á leið beggja skrúðgangna
sem þau leiða og taka þátt í,“ seg-
ir Ragnheiður Harpa en að auki er
fjöldi annarra atriða á dagskránni.
Það eru krakkar á aldrinum 6-16
ára sem vinna að atriðunum og seg-
ir hún að gleði og fjör verði í fyr-
irrúmi. „Krakkarnir verða svo að
sjálfsögðu í skemmtilegum búning-
um í tilefni dagsins og munu atriði
þeirra vafalaust setja ánægjulegan
svip á hátíðina.“
Nánari dagskrá Brákarhátíðar má
sjá á vefsíðunni www.brakarhatid.is
og í auglýsingu hér í blaðinu.
hlh
Sigurgeir Agnarsson hefur tekið
við af Auði Hafsteinsdóttur sem
listrænn stjórnandi Reykholtshá-
tíðar sem fram fer í sextánda sinn
í Reykholti í júlílok. Sigurgeir tók
við stjórn hátíðarinnar í vetur en
hann er sellóleikari að mennt og
hefur leikið með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands frá 2003. Hann segir
það vera frábært tækifæri fyrir sig
að fá að skipuleggja Reykholtshá-
tíð sem sé tónlistarhátíð sem hafi
fest sig í sessi. „Verkefnið leggst
mjög vel í mig. Reykholtshátíð er
þekkt hátíð hjá tónlistarfólki á Ís-
landi og sömuleiðis heimamönn-
um í héraði, þannig að ég tek við
góðu og vel kynntu verkefni,“
segir Sigurgeir. Reykholtshá-
tíð er fyrsta verkefnið af þess-
ari stærðargráðu sem hann
stýrir og segir hann það vera
krefjandi áskorun. „Ég hef
oft verið viðloðandi ýmsa
skipulagningu tónlist-
arviðburða í gegnum
tíðina. Að auki hef
ég reglulega komið
fram á tónleikum
bæði hér heima
og erlendis,“
bætir hann við.
Sigurgeir lauk
e in le ikarapróf i
frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið
1995 og hélt til frekara náms
í Boston í Bandaríkjunum,
þaðan sem hann lauk bæði
Bachelor of Music og Mast-
er of Music gráðum. Síðan lá
leiðin til Þýskalands þar sem
hann útskrifaðist með Kon-
zertexamen árið 2002 frá
Robert Schumann Tónlist-
arháskólann í Düsseldorf.
Auk starfa við Sinfón-
íuhljómsveitina starfar
Sigurgeir sem deild-
arstjóri strengja-
deildar Tón-
listarskólans í
Reykjavík.
Reykholts hátíð fer fram dag-
ana 26. – 28. júlí nk. og seg-
ir Sigurgeir að alls fari
fram fjórir tónleikar í
ár. Verið sé að leggja
lokahönd á dagskrá
nú um stundir og
reiknar hann með að
endanleg dagskrá verði
kynnt um mánaðamót-
in. Nánar er hægt
að fræðast um
Reykholtshá-
tíð á vefsvæð-
inu www.
reykholtsha-
tid.is.
hlh Eftir messu í Hvanneyrarkirkju
sunnudaginn 23. júní sl. var hald-
ið kveðjusamsæti til heiðurs þeim
sæmdarhjónum Jakobínu Jónas-
dóttur og Trausta Eyjólfssyni á
Hvanneyri. Trausti tók við með-
hjálparastarfi við Hvanneyrarkirkju
haustið 1972 og sá um það með
miklum ágætum til ársins 2012. Í
kveðjuhófinu, sem stjórnað var af
Guðmundi Sigurðssyni formanni
sóknarnefndar, töluðu Magnús B.
Jónsson fyrrverandi skólastjóri sem
réði Trausta til Hvanneyrar á sínum
tíma, séra Flóki Kristinsson sóknar-
prestur auk Guðmundar Sigurðs-
sonar sem færði Trausta blóm og
bækur ásamt mynd af þeim hjón-
um sem tekin var fyrir framan altari
Hvanneyrarkirkju. Fjölmenni var
og hvert sæti setið í gömlu Skemm-
unni þennan sólríka dag. dp
Sigurgeir Agnarsson er nýr list-
rænn stjórnandi Reykholtshátíðar
Trausti kvaddur eftir 40
ára meðhjálparastarf
Trausti flytur bæn við guðsþjónustuna.
Guðmundur Sigurðsson sóknarnefndarformaður ásamt þeim Trausta og
Jakobínu.
Sigurgeir
Agnarsson.
Lið Rafta og hestamanna áttust við í leðjukörfunni í Englendingavík á síðustu
Brákarhátíð.
Gleði og fjör á Brákarhátíð um helgina
Frá skrúðgöngunni á Brákarhátíð í fyrra.
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (efst til vinstri) og starfsfólk frístundastarfs ásamt
nokkrum af þeim krökkum sem ætla að standa fyrir skemmtilegu atriðum á
Brákarhátíðinni á laugardaginn.