Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Hvað er skemmtilegast á Norðurálsmóti? Róbert Ingi Bjarnason, Álftanesi: Að spila og skora mörk. Ari Valur Atlason, KA: Að spila fótbolta og gista í skól- anum. Marel Máni Bjarkason, Keflavík: Að keppa og hvíla sig á milli leikjanna. Hilmar Örn Pétursson, Þrótti: Að skemmta sér, keppa, skora mörk og gista. Ólafur Matti Matthíasson, Leikni: Keppa, vera með strákunum og gista í skólanum. Spurning vikunnar (Gestir á mótinu á Akranesi um síðustu helgi spurðir) Vart verður annað sagt en mikil hamingja hafi ríkt á íþróttasvæð- inu á Jaðarsbökkum um helgina þar sem fram fór Norðurálsmótið í knattspyrnu, pollamót fyrir 6-8 ára stráka. Mótið hófst um hádegisbil á föstudaginn að lokinni skrúð- göngu og mótssetningu. Leik- ið var síðan á átján völlum fram undir kvöldmat og síðan áfram á laugardag. Á laugardagsmorg- un var búið að skipta þátttökulið- um upp í deildir eftir styrkleika og hétu deildirnar eftir öllum helstu atvinnumannadeildum í Evrópu, auk þeirrar íslensku. Lokaleikirn- ir fóru síðan fram á sunnudags- morgni, en mótinu lauk með grill- veislu og verðlaunaafhendingu um hádegisbil á sunnudaginn. Mik- ið fjör var í Akraneshöllinni þar sem verðlaunin voru afhent. Á Norðurálsmóti eru allir sigurveg- arar, en flestir sigrar í deildunum komu að þessu sinni í hlut Eyja- manna og félaganna á höfuðborg- arsvæðinu. Verðlaun fyrir prúðasta liðið fékk Reynir í Sandgerði og Víðir úr Garði sem áttu sameigin- legt lið. Aðalverðlaunin á mótinu eru hins vegar til liðs mótsins, en að því vali kemur 15 manna dóm- nefnd. Í þeirri viðurkenningu er metin framkoma innan vallar og utan bæði liðsmanna og stuðn- ingsmanna og einnig umgegni og snyrtimennska á öllum stöð- um sem tengjast mótinu, svo sem í matsalnum og á gististað. Þórður Guðjónsson mótsstjóri sagði við mótsslit að fjögur félög hefðu bar- ist hart um þessi verðlaun, sem að þessu sinni komu í hlut Gróttu á Seltjarnarnesi. Veðurguðirnir létu ekki sitt eft- ir liggja að bæta góðu veðri alla helgina við gott skipulag og fram- kvæmd á Norðurálsmóti sem heppnaðist einstaklega vel. Án efa hafa allir farið ánægðir heim að móti loknu, en nú sóttu Norð- urálsmót lið frá fleiri félögum en nokkru sinni, eða 28 félög. Keppt var á 18 völlum samtímis og leiknir vel á sjötta hundrað leikir. Knatt- spyrnumennirnir voru um 1.240 skráðir til leiks og er áætlað að íbúafjöldi Akraness hafi tvöfald- ast yfir helgina. Það var almanna- rómur gesta á Norðurálsmótinu að skipulagning mótsins og fram- kvæmd hafi verið gestgjöfum á Akranesi til sóma. þá Veðurguðirnir hjálpuðu til við gott Norðurálsmót Þau voru mörg þrumuskotin á Norðurálsmótinu. Ljósm. þá. Heimamenn skunda hér af stað í skrúðgönguna klukkan 11 á föstudaginn. Ljósm. hlh. Mótið vekur athygli íþróttafréttamanna. Hér er Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í broddi fylkingar og fangar stemninguna á mótinu. Ljósm. hlh. Sameiginlegt lið Reynis í Sandgerði og Víðis úr Garði var valið prúðasta lið mótsins. Ljósm. hb. Þúsundir gesta við mótsslitin í Akraneshöllinni sl. sunnudag. Ljósm. hb. Skagamenn og Keflvíkingar eigast við. Ljósm. þá. Mark í aðsigi. Ljósm. þá. KR og Grótta eigast við. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.