Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 16. árg. 26. júní 2013 - kr. 600 í lausasölu Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör m.a. í bíó, á veitingastöðum, af flugferðum, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is. Á AKRANESI 4.-7. JÚLÍ LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM Herra stuttermaskyrtur og pólóbolir Margir litir og snið Nýtt Nýtt Náttúrufegurð er óvíða meiri en á litlu stöðunum á sunnanverðu Snæ- fellsnesi; Hellnum og Arnarstapa. Þangað sækir á hverju ári gríðar- legur fjöldi ferðamanna til lengri og skemmri dvalar. Skessuhorn tók hús á nokkrum þeim þjónustuaðil- um sem starfa við að þjóna ferða- mönnum á svæðinu. Þá er einnig rætt við starfsmann upplýsingamið- stöðvar ferðamála á Akranesi. Sjá bls. 18-20. Laxveiði hófst víða í ám á Vesturlandi í vikunni sem leið, meðal annars í Laxá í Leirársveit þar sem þessi mynd var tekin. Veiðimaðurinn ungi heitir Óskar Gísli Búason en þarna hampar hann Maríulaxinum sínum, sem jafnan er stór stund í lífi sér- hvers veiðimanns. Fiskinn veiddi hann á opnunardegi árinnar sl. fimmtudag í Laxfossi. Sjá fleiri tíðindi úr stangveiðinni á bls. 25. Íbúatala Akraness tvöfaldaðist um síðustu helgi, þegar fram fór Norð- urálsmót í knattspyrnu fyrir yngstu knattspyrnumennina í 7. aldurs- flokki. Lið frá 28 félögum tóku þátt í mótinu og leiknir voru vel á sjötta hundrað knattspyrnuleik- ir frá hádegi á föstudag fram á ell- efta tímann á sunnudagsmorgni þegar keppni lauk. Mótið fór fram í mikilli veðurblíðu og þótti mjög vel heppnað, en gott skipulag og framkvæmd þykir eitt að einkenn- um Norðurálsmótsins. Sjá nánari umfjöllun á síðu 24. í blaðinu. þá Sá sjaldgæfi atburður varð á bæn- um Nýjabæ í Bæjarsveit aðfararnótt sl. þriðjudags að þar kastaði hryssa tveimur folöldum. Hin ellefu vetra gamla Glódís frá Nýjabæ var eina ókastaða hryssan á bænum á mánu- daginn, en í gærmorgun tók heimil- isfólkið eftir að fjölgað hafði í hólf- inu þar sem hryssurnar voru á beit. Þegar að var gáð reyndist Glódís hafa kastað tveimur folöldum, hesti og hryssu, sem bæði voru komin á fætur og á spena, en folöldin eru undan stóðhestinum Skálmari frá Nýjabæ. Í Nýjabæ hefur verið stunduð hrossarækt í áratugi, en að sögn Ólafar K. Guðbrandsdóttur bónda er þetta í fyrsta sinn sem þar fæðast tvíburafolöld. Hún vissi um tilfelli þess að við sónarskoðun að hausti hafi fundist tvíburafóstur, sem hryssan hefði misst um miðja með- göngu. Algengast er að ef hryssa fær tvö folöld þá misfarist þau. Hryss- unni Glódísi og folöldunum henn- ar heilsast vel. kf Norðurálsmót í sumarblíðu Ferðaþjónusta á sunnanverðu Snæfellsnesi Tvíburafolöld fæddust í Nýjabæ og heilsast vel

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.