Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Pennagrein Skipulagsmál í Borgarnesi, og reyndar víða um land, hafa ekk- ert verið til að hrópa húrra fyrir. Á uppgangsárunum fyrir banka- hrun var byggt í þeim anda sem þá ríkti en það var að byggja hratt og sem mest á lóðunum. Þá var eitt af grundvallaratriðum í arki- tektúr og byggingarlist brotið en það er „að hugsa alltaf um borg- ina í hönnuninni,“ eða með öðr- um orðum að hugsa um þau áhrif sem nýframkvæmd kann að hafa á umhverfi sitt. Borgarnes eins og margir aðrir þéttbýlisstaðir á Íslandi féllu í þessa gryfju og er Reykjavík þar með talin. Reynd- ar er það orðið svo að Borgarnes er að verða fyrir neikvæðu um- tali á netmiðlunum vegna ein- mitt slæms skipulags. Það er því ljóst að það er ekki lengur nóg að treysta á fallegt landslag sem Borgnesingar búa svo sannarlega við þegar kemur að skipulags- málum. Nú gefst aftur á móti gull- ið tækifæri til að sjá hvað gott skipulag getur haft jákvæð áhrif á samfélagið sitt. En hvað er gott skipulag? Það er þegar um- hverfi þar sem fólk lifir og vinn- ur í virkar. Aðgengið er þann- ig að allir komist um það, bygg- ingar séu þannig gerðar að sólar- ljós og skjól skapi rými sem fólk vill dvelja í. Þegar fólk er farið að dvelja lengur í rýmum utandyra þá er auðveldara fyrir verslun og þjónustu að dafna og svona má lengi telja. Þessi atriði eru aðeins dæmi um ávinning ef vandað er til verka í þessum málum. Það er því miður ekki til nein töfralausn að góðu skipulagi en það er til aðferðarfræði. Sú að- ferðarfræði að rannsaka svæði áður en hönnunarvinna fer af stað er eitthvað sem hefur virk- að um heim allan. Rannsóknar- vinna, sem undirbúningur fyr- ir hönnunartillögu, getur geng- ið út á að athuga þætti eins og veðurfar, mannlíf, atvinnuhætti og sóknarfæri þar sem til stend- ur að hefjast handa. Aðeins þegar búið er að fara í gegnum þá vinnu koma hönnuðir auga á tækifæri sem liggja í jarðveginum. Þar felst hæfileikinn að sjá óslípuðu demantana. Aðferðarfræði þessi sem hér er lýst ber í för með sér að hönnun- arferlið verður lengra og á tím- um þar sem allt „þarf að gerast í gær“ fellur hún ekki beint að verklagi sem hefur tíðkast. En með fullri virðingu við það sem á undan hefur gengið hefur það verklag ekki virkað og bærinn sit- ur nú uppi með skipulag sem er farið að vera skemmandi fyrir al- mannaálit og viðskiptalíf í bæn- um. Það er ánægjulegt að vinnu- hópur um skipulag neðri- og miðbæjarins sem hér er um rætt sé orðinn að veruleika. Það er líka sönn ánægja að aðilar í hon- um, burtséð frá stöðu þeirra í pólitík eru sammála um að það sé verk að vinna í bænum til að árangri verði náð í skipulagsmál- um. Heimamaðurinn Sigursteinn Sigurðsson arkitekt hefur ver- ið fenginn til liðs við hópinn og mun leiða þessa vinnu. Nú þeg- ar er vinna við að ræða við hags- munaaðila í neðri bænum hafin þannig sú borgarfræðilega rann- sókn sem hér var minnst á er far- in af stað. Fljótlega mun vefsíða verkefnisins fara í loftið sem og Facebooks íða þar sem íbúar geta fylgst með gangi mála og fengið tækifæri til að segja hug sinn. Op- inn íbúafundur verður auglýstur innan tíðar þar sem farið verð- ur yfir verkefnið, tímaramma og hugmyndir. Íbúar eru hvattir til að nota þessa miðla til að koma hugmyndum og athugasemdum sínum á framfæri og vonumst við eftir að í sameiningu takist okk- ur að gera bæinn okkar betri fyr- ir okkur og gesti okkar. Fyrir hönd hópsins, Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og Sigríður G Bjarnadóttir for- maður vinnuhóps. Gamli bærinn í Borgarnesi séð frá þeim stað sem nú er Landnámssetrið. Kaupvangur fremst á myndinni, nú Brákarbraut 11. Myndin er tekin á fjórða áratugnum. Tækifæri í skipulagsmálum í Borgarnesi Horft yfir gamla mjólkursamlagið, Brákarey og út á fjörðinn. Myndin er frá því um 1957.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.