Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Eva Karen Þórðardóttir eigandi og skólastjóri Dansskóla Evu Karenar í Borgarnesi hefur hætt við að loka skólanum og hætta starfsemi. Skól- inn verður því áfram starfræktur næsta haust en Eva tilkynnti í lok apríl að skólanum yrði lokað 1. júlí nk. Eva segir í samtali við Skessu- horn að skólinn verði ekki eins stór og hann hefur verið næsta vetur en hún hyggst finna leið til að tryggja rekstur hans. „Eftir á að ganga frá húsnæðismálum skólans og eigum við í viðræðum við Borgarbyggð um áframhaldandi leigu á kjallara Hjálmakletts í Borgarnesi þar sem við höfum starfrækt skólann síð- ustu ár. Helst af öllu vil ég að skól- inn verði þar áfram þar sem hann er en við sjáum hvað setur þeg- ar samningar um húsnæði hefjast,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið mjög sterk viðbrögð frá fólki í héraðinu þegar hún tilkynnti að dansskólanum ætti að loka og var hún hvött til að end- urskoða ákvörðun sína. „Þegar ég tók þessa ákvörðun í vor fékk ég sent gríðarlega mikið af tölvupósti og veit ég að undirskriftalisti fór í gang til að styðja við bakið á skól- anum. Ég þakka öllum þau fallegu hvatningarorð sem skólinn fékk. Vandamál eru til að leysa þau og við finnum leið til að dansa áfram næsta vetur,“ sagði Eva að lokum bjartsýn í bragði. hlh Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar sl. fimmtudag var framúrkeyrsla í rekstri Grunnskólans í Borgar- nesi rædd. Lögð var fram skýring Kristjáns Gíslasonar, skólastjóra grunnskólans á framúrkeyrsl- unni m.v. fjárhagsáætlun á fyrstu mánuðum ársins 2013. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra er ástæða framúrkeyrslunnar að stórum hluta mistök við gerð fjár- hagsáætlunar. Hún gerði ráð fyr- ir að launakostnaður grunnskól- ans yrði tæpar 87 milljónir króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins en raunin varð sú að kostnaðurinn nam um 93,3 milljónum króna eða um 7,2% hærri upphæð en áætl- un gerði ráð fyrir. Skoðun gagna leiddi í ljós að um 3,8 milljónir væru vegna mistaka við gerð fjár- hagsáætlunar og 900.000 kr. vegna uppgjörs við kennara sem vafi lék á um að ætti rétt á lækkun kennslu- skyldu vegna aldurs og starfsaldurs. Álitaefninu var vísað til samstarfs- nefndar KÍ og Sambands ísl. sveit- arfélaga sem úrskurðaði ekki fyrr en eftir áramót og þá kennara í vil. Því þurfti að leiðrétta laun kennar- ans aftur til 1. ágúst 2012. Þá bætt- ust við 700.000 kr. vegna langtíma- veikinda kennara og einnig lífeyr- isgreiðslur sem voru hærri en áætl- að var. Byggðarráð ákvað að óska eftir frek- ari skýringum frá fræðslustjóra Borg- arbyggðar um málið og tillögum um hvernig hallanum yrði mætt. Að sögn Páls verður málið tekið fyrir á nýjan leik á fundi ráðsins á fimmtudaginn. hlh Ferðaskrifstof- an Þemaferð- ir stendur fyr- ir gönguferð sem fara á um Strandir dagana 1.-5. ágúst nk. Gengið verður frá Norðurfirði í Árneshreppi til Drangsness í Kaldrananeshreppi. Farnar verða tiltölulega auðveldar gönguleiðir þó sumar þeirra séu svolítið lang- ar. Gengið verður upp gróðursæla dali og upp í háfjallaauðnina þar sem stórkostlegt útsýni er til allra átta. Göngunni sjálfri líkur 4. ágúst en þann fimmta verður siglt með Sundahana um- hverfis Gríms- ey og þar verð- ur farið í land og rölt um lunda- byggðina. Á b a k a l e i ð i n n i verður jafnvel prófað að veiða á sjóstöng. Verð fyrir ferðina er 85.000 á mann. Innifalið er leið- sögn og trúss, öll gisting, morgun- matur, hádegisnesti og kvöldmat- ur, sund og sigling. Frekari upplýs- ingar veitir Arnlín Óladóttir í síma 451-3384 og 865-1399 og í net- fangi themaferdir@themaferdir.is. Fréttatilkynning Hið árlega púttmót Flemming open, hið þriðja í röðinni, var hald- ið á púttvellinum á Hvammstanga föstudagskvöldið 21 júní. Mótshald- ari og gefandi verðlauna er Flemm- ing Jessen fyrrverandi skólastjóri á Hvammstanga og Varmalandi. Alls voru 23 þátttakendur skráðir til leiks og léku þeir þrjá hringi, 27 holur, en par vallarins er 21. Úrslit urðu sem hér segir: Kvennaflokkur: 1. Helga Rakel Arnardóttir, Hvammstanga, 75 högg 2. Margrét Guðmundsdóttir, Hvammstanga, 76 högg 3. Ragnheiður Jónsdóttir, Borgar- nesi, 77 högg Karlaflokkur: 1. Ingimundur Ingimundarson, Borgarnesi, 63 högg á pari 2. Páll Sigurðsson, Hvammstanga, 65 högg 3. Þórhallur Teitsson, Hvanneyri, 67 högg Þess má geta að púttvöllurinn á Hvammstanga er á lóð Heilsugæslu- stöðvarinnar og er á vegum Húna- þings vestra og Keilbrigðisstofnun- arinnar. Hann er til frjálsra afnota fyrir almenning án endurgjalds. mm Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennasambandi Kjal- nesinga blása til SamVestmóts fyrir 11 ára og eldri í frjálsum íþróttum. Mótið verður hald- ið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst kl. 18 í kvöld, miðviku- daginn 26. júní og annað kvöld, fimmtudagskvöld á sama tíma. Í kvöld er keppnin fyrir þá sem fæddust 2001-2002, en fyrir þá sem fæddust á árinu 2000 og fyrr er keppni báða dagana. Á mótinu verður keppt í algengustu grein- um frjálsra íþrótta. þá Eva Karen Þórðardóttir. Dansskóli Evu Karenar mun starfa áfram Gengið um Strandir á vegum Þemaferða Helga Rakel og Ingimundur sigurvegarar Framúrkeyrsla í rekstri Grunnskólans í Borgarnesi Frá æfingu vestlenskra ungmenna í frjálsum. Ljósm. sko. SamVestmót í frjálsum í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.