Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Nafn: Íris Reynisdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Garðyrkju- stjóri Akraneskaupstaðar. Fjölskylduhagir/búseta: Á einn yndislegan dreng, Sindra Frey Daníelsson, og er hann að verða 9 ára. Við búum á Akranesi. Áhugamál: Náttúran í allri sinni dýrð. Mér finnst mjög gaman að ferðast og upplifa nýja hluti og menningu, mætti þó gera meira af því. Finnst líka mjög gaman að taka ljósmyndir. Í námi mínu hef ég líka fylgt því sem ég haft mik- inn áhuga á, gróður, hönnun, mótun umhverfis og hvernig það hefur áhrif á okkur öll. Síðast en ekki síst eru samverustundir með syni mínum ómetanlegar. Hann er algjör gullmoli. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 20. júní 2013. Mætti í vinnuna klukkan átta. Hitti þá verkstjórana Anítu Ósk Áskelsdóttur og Sindra Birgisson og fór yfir verkefni dagsins með þeim. Þau stýra hópi fólks, aðal- lega ungmennum, sem sinna garð- yrkjunni og öðrum umhverfismál- um yfir sumartímann og fram á haust. Eftir það var ég að sinna ýmsum erindum t.d. svara og senda tölvu- pósta og upp úr klukkan 11 fór ég að kanna hvort allt væri ekki í fínu standi á Langasandi fyrir afhend- ingu Bláfánans sem var á dagskrá kl. 13. Hádegið: Skaust heim að bregða mér í betri gallann fyrir Bláfána- afhendingu og borða hádegismat. Fór svo niður á Langasand að taka á móti fulltrúum frá Landvernd, fulltrúum frá Akraneskaupstað og leikskólanum Akraseli sem voru viðstaddir afhendinguna. Klukkan 13 var ég viðstödd af- hendingu Bláfánans fyrir Langa- sand, Bláfáninn er alþjóðleg um- hverfisviðurkenning fyrir bað- strendur og smábátahafnir. Virki- lega skemmtileg stund og gerir mann stoltan af vinnu sinni. Gam- an þegar góðir hlutir verða að veruleika. Eftir það fór ég að sinna öðrum verkefnum, s.s. fylgjast með gras- slætti og fara yfir verkefni á einni leikskólalóðinni hér í bæ. Hætti í vinnunni rétt fyrir 17. Það síðasta sem ég gerði var að skrifa nið- ur allt sem ég þurfti að muna fyr- ir næsta dag og einnig skipuleggja þann dag. Fastir liðir alla daga? Hitta verk- stjórana og leggja á ráðin með þeim. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Klárlega Bláfána- afhendingin. Búin að vinna lengi að þessu og mikil upphefð fyrir Langasand og Akranes. Var dagurinn hefðbundinn? Ekki á allan hátt. Maður flagg- ar ekki Bláfána á hverjum degi, en það er mikill erill í vinnunni og þarf að sinna mörgu þannig á þann hátt var hann hefðbundinn. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði í apríl 2011. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Hef ekki hugmynd, allt er breyt- ingum háð í þessu lífi en ég mun gera mitt allra besta meðan ég sinni starfi garðyrkjustjóra. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Stundum, stundum ekki. Eitthvað að lokum? Það má alltaf við sig blómum bæta... og trjám. Dag ur í lífi... Garðyrkjustjóra Skátarnir Anna Margrét og Inga Lilja Þorsteinsdætur, Karen Alda Þorvaldsdóttir, Margrét Helga Magnúsdóttir, Unnur Helga Víf- ilsdóttir og Jón Örn Vilhjálms- son úr Skátafélagi Borgarness fengu boð um að fara til Svíþjóð- ar á vinabæjamót. Boðið var þeg- ið og með í för var einnig Bjarni Heiðar Johansen frá Norræna fé- laginu í Borgarfirði, en hann tók þátt í annarri dagskrá sem fram fór á sama tíma. Eftirfarandi frá- sögn byggist á skrifum skátanna að lokinni heimferð: Aðfararnótt föstudagsins 14. júní flaug hópurinn til Kaup- mannahafnar og tók þaðan lest til Svíþjóðar. Á meðan beðið var eftir lestinni skemmti hópurinn sér með söngvum og bröndur- um. Með þeim í lestinni var hóp- ur af skátum frá Færeyjum sem var á leið á sama mót. Skátarn- ir gistu í gamalli myllu sem hafði verið breytt í veiðikofa. Á kvöld- vöku á föstudagskvöldinu stálu íslensku skátarnir senunni með miklum látum og hressandi lög- um sem þeir sungu saman í rign- ingunni í kringum varðeld og notalegheit. Vel heppnað mót Á laugardeginum vaknaði hópurinn snemma og farið var beint með rútu til Fagens þar sem vinabæjarmót- ið var sett, fánar dregnir að húni og þjóðsöngvar sungnir. Að því loknu var farið í ratleik með GPS-staðsetn- ingartækjum á kanóum á vatni nærri mótssvæðinu. Um kvöldið fóru skát- arnir í sturtu en því miður kláruðu Svíarnir og Færeyingarnir allt heita vatnið svo íslensku skátarnir neydd- ust til að fara í kalda sturtu. Að því loknu var farið í fínan kvöldverð í Fagens með fólki frá Norræna fé- laginu frá hinum Norðurlöndunum. Skátarnir stóðu heiðursvörð í kirkj- unni í Falkenberg á sunnudeginum. Síðar um daginn var mótinu slitið í samkomuhúsi í Falkenberg. Þar voru sænskir þjóðdansar sýndir og ákváðu Færeyingarnir að dansa þjóðdans- inn sinn, Vikivaka, og allir tóku þátt. Þegar heim var komið voru allir með bros á vör eftir vel heppnaða helgi. Rætt var um að halda sambandi við hina skátana og stefnt að því að hitt- ast að ári liðnu á Landsmóti skáta á Akureyri. Skátarnir vilja þakka Nor- ræna félaginu og Borgarbyggð fyrir vel heppnaða ferð. sko Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku er sláttur víða haf- inn í sveitum á Vesturlandi. Ágæt spretta virðist vera í túnum og víða afar góð miðað við sprettu síðustu ára sem varð fyrir barðinu á tölu- verðum þurrkum fyrri hluta sum- ars. Að sögn Torfa Guðlaugssonar bónda í Hvammi í Hvítársíðu, sem hóf slátt á þriðjudaginn í liðinni viku, koma tún hans mjög vel und- an vetri. Torfi segir undangengið vor hafa verið það besta í töluverð- an tíma, alla vega síðan 2007. Vorið hafi að vísu þróast misjafnlega, ekki var mjög hlýtt í fyrstu en síðan hafi hitastigið farið hækkandi. Þá hafi nánast rignt annan hvern dag síð- ustu vikur og tryggi þessi góða væta aukna sprettu og gott gras. Fyrsta túnið sem Torfi slær í ár er heima- túnið í Hvammi en þegar blaða- maður Skessuhorns leit við á bæn- um um miðjan dag á fimmtudag- inn var góður þurrkur og unnið við að snúa ilmandi töðunni. „Að vísu gekk á með skúrum á miðviku- daginn í þrjá tíma, en blessunar- lega er þurrkur í dag svo heyskap- urinn er allur á áætlun,“ sagði Torfi á fimmtudaginn. Á næstu dögum verður slætti á fram haldið en alls eru túnin sem slegin verða í Hvammi í fyrri slætti um 40 hektarar að stærð, allt frið- uð tún. Þrjú tún eru síðan í rækt- un hjá Torfa og verður eitt þeirra slegið í sumar. Torfi reiknar með að fyrri slætti verði lokið um 10. júlí en hann býst við að seinni sláttur hefjist eftir Verslunarmannahelgi. Í Hvammi eru nú tuttugu mjólkandi kýr að sögn Torfa en auk búskap- arins vinnur hann við járnsmíð- ar í smiðju sinni á bænum, sérstak- lega yfir vetrartímann. Hann seg- ir bændur í nágrenninu almennt ánægða með tíðarfarið og megi fastlega búast við að fleiri hefji slátt á allra næstu dögum. hlh Íris á spjalli við Salome frá Landvernd þegar Bláfánanum var flaggað á Langa- sandi sl. fimmtudag. Ilmandi töðu snúið á heimatúninu í Hvammi. Fremst á myndinni má sjá nýrækt sem Torfi hyggst slá í fyrsta skipti í sumar. Tún koma vel undan vetri og sprettutíð er góð í Síðunni Torfi Guðlaugsson bóndi í Hvammi ásamt Heklu dóttur sinni við nýslegið heimatúnið. Skátar úr Borgarnesi á vinabæjamóti í Svíþjóð Hér eru íslensku skátarnir hressir í myndatöku með öðrum skátum á vinabæja- mótinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.