Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, keypti nýverið Sebree álverið í Kentucky af Rio Tinto Alcan móðurfélagi ál- versins í Straumsvík. Í tilkynningu um kaupin kom fram að Century hefur eignast allar eignir Sebree álversins. Framleiðslugeta á árs- grundvelli eru 205 þúsund tonn og þar vinna yfir 500 starfsmenn. Til samanburðar voru framleidd yfir 280.000 tonn af áli á Grundartanga á síðasta ári. Michael Bless forstjóri Century Aluminum segir í tilkynningu vegna kaupanna að með þeim breytingum sem eru að verða á orkumarkaðin- um í Bandaríkjunum hafi stjórn- endur fyrirtækisins fulla trú á sam- keppnishæfni CA á alþjóðamark- aði. „Álver Century Aluminum í Hawesville er í um 100 km fjar- lægð frá Sebree og því eru tækifæri til samvinnu í öryggis- og rekstrar- málum þar sem stefnt er að fyrsta flokks árangri. Aðgangur að opn- um orkumarkaði er mikilvægur fyr- ir starfsemi okkar í Bandaríkjunum. Við teljum að þeir samningar sem gerðir voru vegna orkukaupa fyr- ir Hawesville muni þjóna sem fyr- irmynd fyrir Sebree.“ Century Al- uminum Company er eigandi ál- vera í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar Century eru stað- settar í Chicago, Illinois. þá Tímabil ferðaþjón- ustunnar er nú í hámarki víða um land. Ferðamáti fólks er ólíkur, en þessi skoska fjölskylda var í hjólaferð um Snæfellsnes í vikunni sem leið þegar ljós- myndari Skessuhorns hitti þau. sk Írskir dagar fara fram helgina 4. – 6. júlí nk. á Akranesi og venju sam- kvæmt verður slegið upp glæsilegu Lopapeysuballi í Sementsgeymsl- unni við hlið gömlu Akraborgar- bryggjunnar. Þetta er í tíunda skipti sem Lopapeysan fer fram en hún er með stærstu böllum sem haldin eru hér á landi og ætíð notið fádæma vinsælda. Í tilefni tíu ára afmæl- is Lopapeysunnar ætla skipuleggj- endur ballsins, með Ísólf Haralds- son hjá Vinum hallarinnar í broddi fylkingar, að tjalda öllu til og verða tvö svið á ballinu í ár. „Sem fyrr verður spilað á sviðinu inni í Sem- entsgeymslunni og til viðbótar á stóru sviði í risatjaldi á útisvæðinu. Þetta þýðir að rýmra verður um gesti og meiri fjölbreytni, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ísólfur í samtali við Skessuhorn. „Lopapeysan er fyrir löngu orð- inn einn stærsti einstaki tónlist- arviðburður ársins á landsbyggð- inni. Hún dregur til sín fjölda fólks, unga jafnt sem gamla, alls staðar af landinu. Aðsóknin hefur ávallt verið framar vonum enda hefur í gegnum tíðina verið kappkostað við að bjóða upp á fjölbreytta tón- listardagskrá með helstu stjörnum landsins, og í þægilegu og öruggu umhverfi,“ bætir hann við. Og ekki er dagskráin af verri endan- um í ár. „Á öðru sviðinu koma fram helstu stjörnur íslenskrar tónlistar- sögu, þau Bubbi Morthens, Helgi Björnsson, Matti Papi, Jón Jóns- son, ásamt fleirum. Hljómsveit ís- lenska lýðveldisins sér um að spila undir en hljómsveitin var sérstak- lega sett saman fyrir þennan við- burð. Á hinu sviðinu verður sjálf- ur Páll Óskar, poppstjarna Íslands í aðalhlutverki, en honum til aðstoð- ar verða þeir Ágúst Bent, Steindi jr. og fleiri. Gríðarlegt stuð er því í vændum á tíu ára afmælinu,“ bæt- ir Ísólfur við. Miðasala á Lopapeysuna hófst föstudaginn 21. júní sl. Hægt er að kaupa miða á midi.is, hjá Eymunds- son Akranesi, Omnis í Borgarnesi og í verslun Jack & Jones Kringl- unni og Smáralind. Lopapeysan hefst eins og alltaf stundvíslega kl. 23.59 á laugardagskvöldinu. hlh Það er orðinn fastur liður eins og venjulega að haldnar séu hlutaveltur til söfnunar fyrir góð málefni. Þessar dugmiklu stúlkur voru fyrir utan Samkaup í Grundarfirði þegar ljósmyndara bar að garði. Þær voru að selja hlutaveltumiða til styrktar Rauða krossinum. Frábært framtak hjá þessum dugnaðarforkum. tfk Á laugardaginn heldur Vélhjóla- íþróttafélag Akraness annað mót- ið á Íslandsmeistaramótaröðinni í Moto-crossi á Akrabrautinni í gamla moldarpyttinum, rétt inn- an við athafnasvæði Gámaþjón- ustu Vesturlands við Akrafjallsveg. Að sögn Jóhanns Péturs Hilmars- sonar, formanns VÍFA, má búast við hörkukeppni en þetta er í ann- að skipti sem félagið heldur mót í mótaröðinni. „Tímatakan hefst kl. 10:30 um morguninn en keppni kl. 12 og stendur hún yfir til um kl. 16:30. Keppt er í fimm keppn- isflokkum, 85 cc. flokki, kvenna- flokki, unglingaflokki, B-flokki og A-flokki. Innan B-flokks er keppt í flokki 40 ára og eldri og í A-flokki í MX1 og MX2,“ segir Jóhann.Tvær umferðir fara fram í hverjum flokki þar sem ekið verður í 20. mínútur og loks tvo hringi að þeim loknum. Alls taka þátt um 70 keppendur í mótinu sem koma víða að af land- inu. Þar af eru átta Skagamenn sem taka þátt. Jóhann segir um 30 fé- laga í VÍFA koma að skipulagningu mótsins en unnið hefur verið að því að gera Akrabrautina klára undan- farna daga og vikur. Hann gerir ráð fyrir að töluvert af gestum eigi eft- ir að leggja leið sína á mótið til að fylgjast með gangi mála og hvet- ur hann allt hjólaáhugafólk til að mæta og hvetja sína menn áfram. hlh Glaðbeittir Norðurálsmenn að störfum. Ljósm. Ása Birna Viðarsdóttir. Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan Sjón er sögu ríkari í Moto-crossi. Íslandsmeistaramótaröðin í Moto-crossi fer fram á Akranesi á laugardaginn Jóhann Pétur Hilmarsson, formaður VÍFA. Héldu hlutaveltu í sumarblíðunni Fjölskylda á hjólum Ísólfur Haraldsson. Glæsileg dagskrá á tíu ára afmæli Lopapeysunnar Dúndurfréttir og Eyþór Ingi á Lopapeysunni á Írskum dögum síðasta sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.