Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Verðmæti botn- fisks minnkaði LANDIÐ: Aflaverðmæti ís- lenskra skipa nam 44,5 millj- örðum króna á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs. Á sama tímabili 2012 var verðmætið 46,7 milljarðar króna og hef- ur það dregist saman um 2,2 milljarða eða 4,7% á milli ára. Frá þessu er sagt á vef Hag- stofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisks fyrstu þrjá mánuði ársins var rúmlega 25,5 millj- arðar og dróst saman um 9,7% á milli ára. Verðmæti þorskafla var 14,2 milljarðar og dróst saman um 10%, verðmæti ýsu var 3,7 milljarðar sem er sam- dráttur um 14,7% og verðmæti karfa var tæpir 4 milljarðar sem er samdráttur um 13,4%. Verðmæti ufsaafla jókst aftur á móti um 3,2% og var rúmlega 1,7 milljarður króna í janúar til mars 2013. Verðmæti uppsjáv- arafla nam rúmum 16,3 millj- örðum króna á tímabilinu sem er aukning um 10,5% og skýr- ist sú aukning að mestu á aukn- um loðnuafla. Verðmæti hans var 15,5 milljarðar króna sem er 18,4% aukning. –sko Aflatölur fyrir Vesturland 9. – 15. feb. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 17 bátar. Heildarlöndun: 28.359 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 9.335 kg í þremur löndunum. Strandveiði: Skírnir AK: 1.356 kg tveimur löndunum. Arnarstapi 9 bátar. Heildarlöndun: 11.606 kg. Mestur afli: Sælaug MB: 2.235 kg í þremur löndunum. Strandveiði: Enginn á strand- veiðum. Grundarfjörður 39 bátar. Heildarlöndun: 121.382 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 19.100 kg í einni löndun. Strandveiði: Sif SH: 906 kg í einni löndun. Ólafsvík 34 bátar. Heildarlöndun: 72.596 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 13.554 kg í þremur lönd- unum. Strandveiði: Jón í Ártúni SH: 978 kg í einni löndun. Rif 25 bátar. Heildarlöndun: 211.414 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 87.319 kg í einni löndun. Strandveiði: Jói á Nesi SH: 755 kg í einni löndun. Stykkishólmur 41 bátar. Heildarlöndun: 64.368 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 5.496 kg í einni löndun. Strandveiði: Fákur SH: 748 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 87.319 kg. 18. júní. 2. Rifsnesi SH – RIF: 78.365 kg. 18. júní. 3. Örvar SH – RIF: 44.231 kg. 18. júní. 4. Farsæll SH – GRU: 19.100 kg. 16. júní. 5. Sóley SH – GRU: 18.806 kg. 18. júní. sko Byggðaráðið eingöngu skipað konum DALIR: Í kosningum á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar á þriðjudag í liðinni viku var kosinn nýr oddviti sveit- arstjórnar og byggðaráð, en í upphafi kjörtímabils var ákveðið að skipta embættum árlega. Nýtt byggðaráð verð- ur eingöngu skipað konum í Dalabyggð út kjörtímabilið, eða til næsta vors. Í byggð- aráð hlutu kosningu Ingveld- ur Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Halla Stein- ólfsdóttir. Jóhannes Haukur Hauksson var áður formaður byggðaráðs, en nýtt byggð- aráð mun kjósa formann á fyrsta fundi. Jóhannes Hauk- ur var kjörinn oddviti og tek- ur við því embætti af Eyþóri Jóni Gíslasyni sem þakkaði fyrir samstarfið þann tíma sem hann gegndi oddvita- starfinu. Eyþór var hins vegar kosinn varaoddviti. –þá Ofurölvi stal bíl AKRANES: Aðfararnótt sunnudags barst lögreglunni á Akranesi tilkynning um að bíl hafði verið stolið. Eigandi bílsins var að skemmta sér en fékk símtal frá föður sín- um sem furðaði sig á því að hann hafði séð bílnum ekið frá heimili þeirra. Eigandinn hafði þegar samband við lög- reglu sem hóf leit að bílnum. Fannst hann utan við bæinn og reyndist óskemmdur. Sáu lögreglumenn mann á gangi í átt að bænum. Sá reyndist ofurölvi og mundi ekki mik- ið eftir atburðum kvölds- ins. Kannaðist þó við að hafa tekið bílinn og ekið honum. Var maðurinn færður til töku blóðsýnis og að því loknu lát- inn sofa úr sér mestu vímuna í fangaklefa. Reyndist hann ekki hæfur til skýrslutöku fyrr en vel var liðið á morgun- inn. Þá var brotist inn í nytja- markaðinn Búkollu en engu stolið. Virðist sem þeir er þar voru að verki hafi komið sér fyrir einhverja stund og far- ið síðan. –þá Sóttu veikan mann að Glymi HVALFJ: Björgunarsveit sótti um hádegið á laugar- daginn veikan mann sem hnigið hafði niður við foss- inn Glym í Botnsdal í Hval- firði. Maðurinn hafði hnig- ið niður við Glymsgil vestan- megin við Botnsá og var með skerta meðvitund. Slökkvi- liðið á höfuðborgarsvæðinu sendi búnað, mannskap og sérútbúin farartæki og kall- aði auk þess út félaga í Björg- unarfélagi Akraness. Bera þurfti manninn niður gilið til að koma honum í sjúkrabíl, en alls tók um tugur björg- unarsveitarmanna þátt í að- gerðinni. Að sögn þeirra tók björgunin alls um eina og hálfa klukkustund. Maður- inn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar og rannsókna. Að sögn vakthaf- andi læknis þar er líðan hans góð eftir atvikum. –mm Bílar og Dekk á Akranesi eru komnir í hóp viðurkenndra þjón- ustuaðila Chevrolet á landsbyggð- inni. Starfsmenn frá Bílabúð Benna og fyrirtækinu handsöluðu nýver- ið samning þar að lútandi. „Þetta kemur á besta tíma, við erum ný- lega komnir með fullkomna bilana- greiningu og höfum því tök á að veita Chevrolet eigendum á svæð- inu og ferðamönnum ennþá betri þjónustu í framtíðinni,“ segja þeir Óskar Rafn Þorsteinsson og Ólafur Eyberg Rósantsson eigendur Bíla og Dekk. „Við höfum átt mjög gott sam- starf við Bíla og Dekk undanfarin ár og fögnum þessum nýja áfanga,“ segir Jóhannes Egilsson, þjónustu- stjóri hjá Bílabúð Benna. „Þetta er liður í að þétta þjónustunetið okkar fyrir Chevrolet eigendur, en þeim hefur fjölgað hratt undanfarin ár.“ Bílar og Dekk eru einnig umboðs- aðilar fyrir dekk frá Bílabúð Benna, s.s. Toyo, PFGoodrich, Interstate og Maxxis. -fréttatilkynning Pakkhúsinu í Ólafsvík barst á dög- unum góð gjöf sem Gunnsteinn Sigurðsson tók við fyrir hönd Pakk- hússnefndar. Myndin er af Ólafsvík og Enninu og er máluð árið 1923 af Þorsteini Hannessyni. Mynd- in er gjöf til Minjasafns Ólafsvík- ur til minningar um hjónin Sig- urlín Þórðardóttir f. 06.08.1861 á Garðsenda í Eyrarsveit, hús- móður í Mávahlíð d. 26.10.1928 á Akranesi og Kristján Þorsteins- son f. 07.08.1856 í Skriðukoti, bónda Norður Bár, Mávahlíð, síð- ar Hjallabúð á Brimilsvöllum og Akranesi d. 06.12.1924 á Akranesi. Voru á milli 70 og 80 manns sam- ankomnir á ættarmóti í Ólafsvík og stundin tilfinningarík þegar mynd- in var afhent enda skipaði hún stór- an sess í lífi þeirra, hékk á vegg þar sem hún sást um leið og fólk gekk inn á heimili þeirra hjóna. Voru taugar þeirra sterkar til átthaganna og eitt af því sem gert var á hverjum morgni var að líta út um gluggann og kíkja á Snæfellsjökul sem sást út um stofugluggann á góðum degi. Þórdís Björgvinsdóttir þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf um leið og hún tilkynnti að myndinni yrði fundinn verðugur staður. Eftir af- hendingu myndarinnar var haldið til Átthagastofu þar sem boðið var upp á kaffi og konfekt áður en hóp- urinn hélt af stað í göngu um Brim- ilsvelli undir leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar. þa Útibú PwC á Vesturlandi var opn- að í Grundarfirði um miðjan maí síðastliðinn. Fyrir rekur PwC skrifstofur í Reykjavík, Selfossi, Hvolsvelli, Akureyri og Húsavík og hjá fyrirtækinu á Íslandi starfa nú um 100 manns. Helga Hjálm- rós Bjarnadóttir er í forsvari fyrir starfsemi PwC á Vesturlandi. Hún er fædd og uppalin í Grundarfirði og hefur unnið á skrifstofu félags- ins í Reykjavík í sex ár. Hún hef- ur nú flutt aftur heim með sam- býlismanni sínum og tveimur dætr- um. Helga er löggiltur endurskoð- andi og lauk því ferli í janúar síð- astliðnum. „Upphaflega kom hug- myndin frá mér. Mig langaði til þess að flytja heim í Grundarfjörð þar sem stór hluti fjölskyldunn- ar býr og að veita börnunum mín- um þau forréttindi að fá að alast upp úti á landi. Forsvarsmenn fyr- irtækisins tóku strax jákvætt í hug- myndina og sáu mikil tækifæri í því að opna skrifstofu á þessu svæði. Ég er afar stolt af því að vera flutt heim aftur og að geta nýtt menntun mína, þekkingu og reynslu til þess að koma með störf í mína heima- byggð,“ segir Helga. PwC býður upp á margskon- ar þjónustu og hlakkar Helgu til að takast á við verkefni hér á Vest- urlandi. „Við bjóðum upp á þjón- ustu á sviði endurskoðunar, reikn- ingsskila, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar. Í sér- stökum verkefnum, ef þess þarf, hef ég aðgengi að sérfræðingum PwC bæði hér heima og erlendis. Fyrst um sinn mun ég halda áfram að sinna mínum verkefnum í fjarvinnu en vonandi með tíð og tíma munu þau verkefni skiptast út fyrir verk- efni af svæðinu. Mér og fjölskyldu minni líður vel í Grundarfirði og ég hlakka til að takast á við spenn- andi tíma framundan,“ segir Helga að lokum. sko Helga Hjálmrós Bjarnadóttir. Útibú frá PwC opnað í Grundarfirði Bílar og Dekk þjónustuaðili fyrir Chevrolet á Akranesi Gáfu mynd til minningar um forfeður sína

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.