Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Stjórn Sjóbaðsfélags Akraness heiðraði síðastliðinn sunnudag þá félaga Helga Hannesson og Tryggva Björnsson fyrir þeirra þátt í að kveikja áhuga fyrir sjósundi á Akranesi. Var þeim afhent viður- kenningarskjal og blóm við stutta athöfn á Aggapalli. Í ávarpi sem Guðmundur Sigurbjörnsson for- maður sjóbaðsfélagsins hélt sagði hann m.a: „Við sem erum í þess- um félagsskap lítum á þá Helga og Tryggva sem frumkvöðla á þessu sviði þó svo að sjósund hafi byrj- að fyrir rúmum 100 árum síðan. Það var fyrir nærri tveimur árum sem við hjá sjóbaðsfélaginu héldum upp á þessi tímamót með sjósundi í Lambhúsasundi þar sem fyrsta sundkeppnin á Akranesi fór fram. Við munum flest eftir því þegar Helgi og Tryggvi voru að synda hér í sjónum á Langasandi og það vakti aðdáun okkar. Við sem stundum sjósund í dag vitum vel hversu góð tilfinning það er að synda í sjónum við Langasand. Það er í senn áskor- un og vellíðan og færir okkur auk- inn kraft,“ sagði Guðmundur. Skömmu eftir að þeim köpp- um var veitt þessi viðurkenning var þreytt svokallað Skarfavarar- sund í annað sinn, en það er um 1600 metra sjósund frá Skarfavör að Langasandi. Hátt í 30 manns stunda sjósund á Akranesi á hverju ári. Þátttakan er eins og gengur meiri á sumrin, en þó er hópur hátt í tíu sundkappa sem fer allt árið í sjóinn, hvernig sem viðrar. Fer daglega í sund Það var létt yfir þeim Tryggva og Helga eftir stutta athöfn á Langa- sandi. Aðspurðir sögðust þeir ekki muna hvor þeirra hafi byrjað að synda meðfram ströndinni við Langasand, en oft hafi þeir synt þar saman. „Ég fylgdist með því þeg- ar Tryggvi var að fara þetta upp í þrisvar á dag niður í sjó til að kæla sig,“ rifjar Helgi upp. Tryggvi, sem er Strandamaður, kveðst snemma hafa byrjað að iðka sjósund. Það sé hressandi og nærandi. Sjálfur fer hann enn í sund á hverjum degi, að vísu í sundlaugina á Jaðarsbökkum, enda er hann líkamlega vel á sig kominn þótt árin séu orðin mörg. Á fimmtán ára afmæli Jaðarsbakka- laugarinnar, haustið 1998, fékk Tryggvi sérstaka viðurkenningu fyrir góða ástundun í laugina og væri ástæða til að endurtaka leikinn nú 30 árum eftir vígslu hennar því iðulega er Tryggvi að ganga heim úr sundlauginni í hvaða veðri sem er þegar nágrannar hans við Jaðar- sbrautina eru að vakna um sjöleyt- ið á morgnana. Hreinsar hugann Helgi Hannesson sundkennari kenndi flestum þeim að synda sem nú stunda sjósund á Langasandi. Helgi kveðst ekki hafa farið í sjóinn síðustu tvö árin enda verið að kljást við veikindi. „Sjósund er hins vegar allra meina bót og ekkert er betra til að hreinsa hugann en að synda í sjónum,“ seg- ir hann. Helgi á enn gildandi Íslands- met í sundi, en það setti hann árið sem hann varð 55 ára, eftir að hann fékk fyrsta hjartaáfallið. Metið er í 400 metra skriðsundi í flokki 50 ára og eldri og var sett fyrir 18 árum. mm Á viðurkenningarskjalinu sem Helgi fékk er m.a. mynd af honum sjálfum á sundi við Langasand. Heiðruðu aldna sjósundskappa Stjórn Sjóbaðsfélags Akraness og þeir félagar Helgi Hannesson og Tryggvi Björnsson. Langisandur er orðinn bláfána- strönd og var bláfáninn dreginn í fyrsta skipti að húni við sandinn síð- astliðinn fimmtudag. Athöfnin hófst með söng leikskólabarna og ávarpi Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra. Í ávarpi hennar kom fram að Langis- andur hefði staðist allar þær kröf- ur sem gerðar eru til þeirrar alþjóð- legu umhverfisvottunar sem bláf- áninn er, svo sem til vatnsgæða og hreinleika. Í umsóknarferlinu voru meðal annars tekin sýni úr flæðar- málinu við sandinn og komu þau vel út, þannig að sjósundsfólk og aðrir baðstrandargestir þurfa ekk- ert að óttast að baða sig á sandinum og synda í sjónum. Þá gat Regína þess að byrjað væri að nýta Langa- sand, bláfánaströnd til fræðsluverk- efna sem börn og unglingar á Akra- nesi koma að. Nemendur í 6. bekk beggja grunnskólanna sjá um vor- hreinsun, þ.e. að hreinsa strand- lengjuna. Hópurinn Gaman saman fyrir fötluð og ófötluð börn á aldr- inum 10-12 ára, stundar leiki og útivist á Langasandi og þá stendur leikskólinn Akrasel fyrir verkefninu Ströndin okkar Langisandur. Umsóknarferlið var unnið af Írisi Reynisdóttur garðyrkjustjóra Akra- neskaupstaðar. Landvernd hefur yfirumsjón með bláfánavottuninni á Íslandi og var Salome Hallfreðs- dóttir mætt með viðurkenninguna og bláfánann sem hún afhendi Regínu og Írisi. Þær þrjár hjálp- uðust síðan að við að flagga fánan- um. Langisandur er þriðji náttúru- legi baðstaðurinn á Íslandi sem fær bláfánavottun, hinir eru Bláa lón- ið og Ylströndin í Nauthólsvík. Þá eru fjórar smábátahafnir í landinu með bláfánavottun, en erlendis er hún mjög eftirsótt og til marks um hreinleika og heilnæmi náttúru og umhverfis. þá Langisandur orðinn bláfánaströnd Salome Hallfreðsdóttir hjá Landvernd afhendir Regínu bæjarstjóra og Írisi garðyrkjustjóra bláfánann og skjal með stað- festingunni um umhverfisvottun fyrir Langasand. Leikskólabörn sungu við athöfnina á Langasandi. Leikskólabörnin voru orðin þyrst í veðurblíðunni og fengu sér að drekka úr steinskálunum sem eru á grasflötinni fyrir ofan sturturnar á Langasandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.