Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Meðal fegurri staða á Íslandi Náttúrufegurð á Snæfellsnesi er víða mikil og þangað sækja bæði innlendir sem erlendir ferðamenn og nærast á kraftinum frá Jöklinum. Skessuhorn tók nokkra ferðaþjónustuaðila tali. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Ólína Gunnlaugsdóttir var alin upp á Hellnum þar sem hún býr enn. Árið 2008 keypti hún og eig- inmaður hennar gamla félags- heimilið á Arnarstapa og þar rek- ur hún nú Samkomuhúsið sem er blanda af veitingahúsi og safni með áherslu á íslenska matarhefð. Ólína er í raun eini formlegi starfsmaður Samkomuhússins en yngsta dóttir hennar, María, hjálpar henni mikið ásamt vinkonu Ólínu. Markmiðið er að hafa Samkomuhúsið opið all- an ársins hring. „Ég er búin að hafa opið í allan vetur því það komu svo margir hópar í mat til mín í vetur. Hvalaskoðunarhóparnir úr Grund- arfirði komu alltaf í eina ferð hing- að og ég var að fá tvo til þrjá hópa á viku. Þetta fyrirkomulag verður aftur næsta vetur,“ segir Ólína. Í safnasýningu Samkomuhússins er aðaláhersla lögð á íslenska mat- arhefð. „Hún er meira en súrsað- ir hrútspungar, hákarl og kjötsúpa og mig langar að koma því á fram- færi hér hve fjölbreytt íslensk mat- arhefð er. Það er þó spurning hvað sé íslenskur matur og hvað sé sérís- lenskt. Pylsur eru til dæmis orðnar mjög íslenskar og útlendingar eru farnir að þekkja þær og finnst þær góðar. Einnig vil ég hafa til sýn- is hvernig matargerð hefur þró- ast á Íslandi. Hvernig hún breytt- ist úr þessu gamla í fljótlega mat- argerð. Eins og til dæmis þegar ég var að alast upp fór fólk að hafa miklar mætur á niðursoðnu, eins fljótri matargerð og hægt var. Fólk var hætt að veiða sér til matar eins og tíðkaðist áður. Þetta er það sem mig langar að sýna, matarhefð og öflun matar,“ segir Ólína. Veitingareksturinn stækkað Það var ekki draumur Ólínu að fara út í veitingarekstur en hún er að klára mannfræðinám við Háskóla Íslands. „Ég er bara safnari og er búin að safna gömlu dóti í mörg ár, eða alla mína ævi. Svo kom það upp að til stóð að selja þetta hús og ég ákvað að slá til. Þá var meining- in fyrst og fremst að vera með safn- asýningu og veitingarekstur auka- lega, með þá einfaldri íslenskri matargerð. Veitingareksturinn hef- ur þó bætt utan á sig því ferða- mönnum er alltaf að fjölga. Ég fór í fjarnám fyrir fjórum árum að læra mannfræði og það fellur mjög vel að þessu. Sem mannfræðingur mun ég ekki þurfa að ferðast mikið. Ég verð bara hér og fæ viðfangsefnin til mín,“ segir Ólína og hlær. Þegar Ólína og eiginmaður hennar keyptu húsið snemma árs 2008 voru aðstæður ef til vill ekki kjörnar. „Við vorum búin að hugsa um að kaupa húsið ef hægt væri, því við vildum ekki missa húsið úr þjónustuhlutverki. Þetta leit ekki skynsamlega út, því haustið 2007 lenti ég í mjög alvarlegu bílslysi og varð alveg ósjálfbjarga og var í þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Á þeim tíma erum við að undirbúa það að kaupa þetta hús. Í sjálfu sér var engin leið að vita hvort ég yrði nokkurn tím- an vinnufær aftur. Svo í framhaldi af því fór ég í áfengismeðferð og í febrúar 2008 gengum við frá kaup- unum. Þá er ég í endurhæfingu og varð bara vinnufær smátt og smátt. Á meðan unnum við þó í húsinu og undirbjuggum þetta í rólegheit- unum. Svo fékk ég rekstrarleyfi í fyrrasumar og eftir allan þennan tíma er ég búin að fá reynslu í að taka á móti fólki. Þetta lítur bet- ur út núna en ég bjóst við á sínum tíma,“ segir Ólína. Að þjóna er hluti af búsetu Ólínu finnst gaman að blanda öllu saman í Samkomuhúsið. „Hér er bókasafn og ég safna öllum heim- ildum og bókum um svæðið sem ég get. Hér er aðstaða fyrir málverka- sýningar og hér verður á næstunni sýning um Þórð Halldórsson frá Dagvarðará,“ segir Ólína. Form- lega er Samkomuhúsið upplýsinga- miðstöð og Ólína hefur gaman af því að ræða við ferðamenn og tel- ur að ferðamönnum þyki gaman að hitta venjulegt heimafólk. „Þörf- in á upplýsingamiðstöð er fyrir hendi og það fer mikill tími hér í að tala við gesti. Þá ekki bara um hvar bestu gönguleiðirnar séu og slíkt, heldur er fólk mikið að spyrja hvort við búum hér og þá hvern- ig það sé að búa á svæðinu. Einu sinni kom mjög reið kona hing- að inn og spurði af hverju í ósköp- unum við byggðum alltaf við hlið- ina á kríunum. Hún róaðist aðeins eftir að ég sagði henni að við vær- um ekki að byggja hjá kríunni held- ur sækti hún frekar í byggðir. Við höfum fengið margar skemmti- legar spurningar eins og til dæmis hvort við séum sjálfstæð þjóð. Fólk hefur líka orðið hissa á því að hér séu dýr sem eru séríslensk og þess- ar klassísku með að kindurnar séu út um allt, og hvað við gerum á vet- urna og fleira,“ segir Ólína. Í Sam- komuhúsinu er einnig handverks- markaður þar sem seldar eru vörur úr lopa og skartgripir og alls konar handverk af svæðinu. Einnig reynir Ólína að eiga nauðsynjavörur fyrir ferðamenn og heimamenn eins og tannbursta, mjólk og margt fleira, því langt er í næstu búð. Ólína segir að henni hafi ekki þótt óþægilegt að ganga inn í þetta þjónustuhlutverk sem sveitafólk- ið sinnti áður. „Þessi staður er mjög rótgróinn ferðamannastað- ur og það er mikilvægt að aðstoða fólk. Það að vera gestrisin, taka vel á móti fólki og vera til aðstoðar er hluti af því að búa á svona stöðum. Ég hef orðið vör við mikinn áhuga og jákvæðni gagnvart rekstrinum og þetta lítur betur út en ég bjóst við,“ segir Ólína að endingu. sko Samkomuhúsið er starfrækt í gamla félagsheimilinu Snæfelli á Arnarstapa. Blandar saman ýmsu í Samkomuhúsinu Rætt við Ólínu Gunnlaugsdóttir á Arnarstapa Ólína Gunnlaugsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.