Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Hvernig líkar þér
Vesturland?
Peter Gonzalez,
Bandaríkjunum
Mjög vel, þetta er dýrlegur
landshluti.
Nancy Gubman,
Bandaríkjunum
Afar vel, náttúran er stjarn-
fræðilega falleg.
François Chauveau,
Frakklandi
Vel, landslagið er ótrúlegt.
Guillaume Dubois,
Frakklandi
Mjög vel, fjöllin og strandlengj-
an eru eftirtektarverð.
Cyrille Honore, Frakklandi
Mér líkar vel við náttúruna og
svo er sagan hér heillandi.
Spurning
vikunnar
How do you like West Iceland?
(Spurt í Landnámssetrinu og á
Farfuglaheimilinu í Borgarnesi)
Unglingameistaramót Íslands í
sundi var endurvakið á dögunum,
en á því móti keppa sundmenn í
aldursflokkunum 15-17 ára og 18-
20 ára. Sundfélag Akraness sendi
sjö keppendur á mótið í Hafnar-
firði og náðu þeir ágætum árangri.
Sævar Berg Sigurðsson sigraði í
200 metra bringusundi 18-20 ára,
Í yngri flokknum fékk Atli Vikar
Ingimundarson silfurverðlaun í 50
m skriðsundi og brons í 100 m flug-
sundi og Sólrún Sigþórsdóttir varð
þriðja og fékk brons í 50 m skrið-
sundi og 200 m fjórsundi.
þá
Sameiginlegt lið Snæ-
fells/Geislans lék gegn
liði Stál-Úlfs í B-riðli
4. deildar karla í knatt-
spyrnu á laugardaginn í
Kópavogi. Gestirnir byrjuðu mun
betur í leiknum og kom Þröst-
ur Friðberg Gíslason þeim yfir
með marki á 19. mínútu. Jóhann-
es Helgi Alfreðsson bætti um bet-
ur á 38. mínútu fyrir Snæfell/Geisl-
ann þegar hann skoraði annað mark
liðsins. Staðan var því 0-2 í hálfleik.
Liðsmenn Stál-Úlfs sóttu hins veg-
ar í sig veðrið í seinni hálfleik og
náðu með ótrúlegum hætti að skora
þrjú mörk á síðustu andartökum
leiksins, þar af tvö mörk í uppbót-
artíma. Úrslit leiksins því 3-2 fyr-
ir heimamenn. Tap Snæfells/Geisl-
ans var því býsna grátlegt en liðið
vermir eftir leikinn sjöunda sæti B-
riðils með fjögur stig. Næsti leikur
þess er á heimavelli í Stykkishólmi
gegn Skallagrími, þriðjudaginn 2.
júlí nk. hlh
Íslandsmótið í holukeppni á Eim-
skipsmótaröðinni í golfi fór fram
á Hamarsvelli í Borgarnesi um
helgina. Þetta er fyrsta mót-
ið á mótaröðinni sem Golfklúbb-
ur Borgarness heldur en Hamars-
völlur var stækkaður í 18 holur árið
2007. Úrslit mótsins urðu þau að í
karlaflokki bar sigur úr bítum Guð-
mundur Á. Kristjánsson frá Golf-
klúbbi Reykjavíkur en hann sigraði
andstæðing sinn, Rúnar Arnórsson
Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði, á
16. holu 3:2. Í kvennaflokki sigr-
aði hins vegar Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir GR Tinnu Jóhannsdóttur
GK 2:0 á 17. holu.
Hamarsvöllur skartaði sínu feg-
ursta á mótinu og munaði ekki síst
um að gott veður var alla helgina,
sólskin og hæg vestlæg átt. Fram-
kvæmd mótsins gekk yfir heildina
vel og óskuðu fulltrúar Golfsam-
bands Íslands Golfklúbbi Borgar-
ness sérstaklega til hamingju með
vel unnið verk í mótslok. hlh
Á laugardaginn héldu Golfklúbb-
urinn Leynir og Norðurál tvö opin
golfmót á Garðavelli á Akranesi.
Fyrra mótið var Texas scramble
keppni með forgjöf þar sem tveir
léku saman í liði og stóð mótið
yfir frá laugardagsmorgni fram á
síðdegi. Sigur úr bítum báru þeir
Hannes Marinó Ellertsson og Al-
exander Högnason á 65 höggum. Í
öðru sæti urðu feðgarnir Ómar Örn
Ragnarsson og Jón Örn Ómarsson
á 68 höggum og í því þriðja Pétur
Pétursson og Auður Kjartansdóttir
á 69 höggum. Um kvöldið fór síð-
an fram seinni mótið. Leikin var
punktakeppni með forgjöf og var
ræst út af öllum teigum kl. 20. Leik-
ið var í tveimur forgjafarflokkum. Í
fyrri flokknum, forgjafarflokki 0 –
10,1 sigraði Birgir A. Birgisson á
36 punktum. Í öðru sæti var Ragn-
ar Þór Gunnarsson á 35 punktum
og í því þriðja Ingi Fannar Eiríks-
son einnig á 35 punktum. Í forgjaf-
arflokki 10,2 – 28 varð Valdimar
Geirsson efstur á 41 punkti. Í öðru
sæti hafnaði Svandís Rögnvalds-
dóttir á 39 punktum og í því þriðja
Hafsteinn Þórisson á 38 punktum.
Alls tóku þátt 137 kylfingar í
báðum þessum mótum en vallar-
aðstæður voru með besta móti að
sögn Guðmundar Sigvaldason-
ar framkvæmdastjóra Golfklúbbs-
ins Leynis. Hann vildi að lokum
fyrir hönd Leynis koma á framfæri
þökkum til Norðuráls fyrir stuðn-
inginn við mótið og öllum kepp-
endum fyrir þátttökuna. hlh
Golfspekingar hafa velt
því fyrir sér að undan-
förnu af hverju ríkjandi
Íslandsmeistari kvenna
í höggleik í golfi, Val-
dís Þóra Jónsdótt-
ir GL, hafi ekki tekið
þátt í Eimskipsmóta-
röðinni það sem af er
sumri. Meðal annars
var hún ekki með á Ís-
landsmótinu í holu-
keppni sem fram fór á
Hamarsvelli í Borgar-
nesi um liðna helgi. Ástæðan fyrir
þessu er sú að Valdís Þóra er nú að
ljúka námi við Texas State Univer-
sity og kemst því ekki
til keppni hér á landi
fyrr en eftir miðjan
júlí. Valdís Þóra hefur
á liðnu ári tekið þátt í
öflugum golfmótum
í Bandaríkjunum og
sigraði meðal annars
á háskólamóti í USA
síðasta haust. Valdís
Þóra kveðst í sam-
tali við Skessuhorn
vera í góðu formi og
mun mæta til keppni
og gera tilraun til að verja Íslands-
meistaratitil sinn í höggleik á Korp-
uvelli helgina 25.-28. júlí. mm
Víkingar frá Ólafsvík voru óheppn-
ir að ná ekki stigi gegn KR, topp-
liði Pepsídeildarinnar, þegar liðin
mættust í Kaplaskjólinu á sunnu-
daginn. Víkingar börðust vel í
leiknum og gáfu KR-ingum lít-
inn tíma til að athafna sig. Öfugt
við aðra leiki Víkingsliðsins í sum-
ar voru það þeir sem komust yfir
snemma leiks. Á 4. mínútu átti
Guðmundur Magnússon gott skot
á mark KR-inga eftir hornspyrnu.
Boltinn átti viðkomu í Alfreð Má
Hjaltalín áður en hann fór í mark-
ið og skrifast markið á Alfreð. KR-
ingar blésu til stórsóknar og hugð-
ust strax jafna metin en Víkingar
vörðust vel og voru betra liðið fram
að leikhléi án þess þó að skapa sér
færi til að bæta við mörkum.
Í seinni hálfleiknum bættu KR-
ingar sinn leik og pressuðu stíft á
gestina þegar á leið. Þeir fengu
dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu,
sem Víkingar voru afar ósáttir við,
en stuðningsmannalið gestanna
lét mikið í sér heyra á pöllunum í
Frostaskólinu. Garry Martin hafði
heppnina með sér og skoraði úr vít-
inu fyrir KR. Einar hálfvarði spyrn-
una en boltinn snérist inn í markið.
Sex mínútum síðar skoruðu síðan
KR-ingar aftur og reyndist það sig-
urmark liðsins. Óskar Örn Hauks-
son átti þá þrumuskot á mark Vík-
inga sem Einar réði ekki við. Ljóst
er að þrátt fyrir þetta enn eitt 1:2
tap geta Víkingar tekið ýmislegt já-
kvætt með sér úr leiknum í næsta
leik í Pepsídeildinni sem verð-
ur á Ólafsvíkurvelli nk. sunnudag.
Þá verður Vesturlandsslagur þegar
Skagamenn koma í heimsókn.
þá
Fjölmargir áhorfendur á Ólafsvík-
urvelli sl. miðvikudag fengu mik-
ið fyrir peninginn þegar Víkingar
tóku á móti Fram í 16 - liða úrslitum
Borgunarbikarsins. Leikurinn bauð
upp á hörkuspennu og ágætis fót-
bolta á köflum. Fram hefur verið á
mikilli siglingu undanfarið og skor-
að talsvert. Víkingar gáfu þeim lítið
ráðrúm til þess en þó tókst Almari
Ormarssyni að koma gestunum yfir
á 29. mínútu. Framarar voru sterk-
ari í byrjun seinni hálfleiks og voru
þá klaufar að bæta ekki marki við og
bæta stöðuna. Fátt markvert gerð-
ist síðan fyrr en á 70. mínútu að
Tomasz Luba stakk inn fyrir vörn-
ina á Fannar Hilmarsson sem klár-
aði færið mjög vel, vippaði boltan-
um yfir Ögmund í markinu. Fyrsta
mark Víkinga í töluverðan tíma og
leikurinn orðinn jafn, 1:1. Heima-
menn fengu aukið sjálfstraust og
sóttu nokkuð stíft að marki gest-
anna án þess að fleiri yrðu mörkin
í venjulegum leiktíma. Lítið gerðist
í framlengingu grípa þurfti því til
vítaspyrnukeppni sem var í drama-
tískara lagi. Víkingurinn Dam-
ir byrjaði á því að misnota víti en
það kom ekki að sök þar sem Ein-
ar Hjörleifsson vítabaninn í marki
Víkinga varði frá Hauki Baldvins-
syni. Aðrir skoruðu í spyrnunum
fimm og því þurfti bráðabana. Þar
brást Alfreð Már Hjaltalín boga-
listin en Frammarinn Alan Lowing,
skoraði þannig að Frammarar kom-
ust naumlega í 8-liða úrslitin með
lokatölurnar 5:6. þá/ Ljósm. af.
Víkingar naumlega úr
leik í Borgunarbikarnum
Farid Sato varnarmaður Víkinga í baráttu við sóknarmenn Fram.
Grátlegt tap Snæfells/Geislans
Alfreð Már Hjaltalín markaskorari
Víkings.
Víkingar misstu af
stigi gegn KR
Valdís Þóra mun mæta til keppni
á Íslandsmótinu í höggleik
Góður árangur á
UMÍ í sundi
Guðmundur og Ólafía með sigur-
launin. Ljósm. Stefán Garðarsson.
Reykvíkingar hlutskarpastir
á Hamarsvelli
Tvö opin golfmót Norðuráls
fóru fram á Garðavelli