Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Uppsetning vind- myllu tafðist MELASVEIT: Nýverið var birt viðtal í Skessuhorni við Har- ald Magnússon bónda í Belgs- holti sem nú vinnur að endur- gerð vindmyllunnar sem fauk af stalli sínum í lok árs 2011. Fram kom að hann stefndi að uppsetn- ingu myllunnar í þessum mán- uði. Aðspurður segir Haraldur að lítilsháttar galli hafi komið fram í stýribúnaði sem á að sjá um að vindmyllan snúist ekki í of marga hringi til að kaplar slitni ekki, og því hafi uppsetning tafist um nokkrar vikur. Hann býst þó við að hægt verði að ljúka uppsetn- ingu og gangsetningu myllunn- ar fyrir miðjan júlímánuð og hún geti í kjölfarið farið að framleiða rafmagn. -mm Formleg rektors- skipti um garð gengin BIFRÖST: Síðastliðinn mánu- dag fóru fram formleg rektors- skipti við Háskólann á Bifröst. Bryndís Hlöðversdóttir hætti störfum sem rektor og Vilhjálm- ur Egilsson tók formlega við rektorsstöðunni. Guðsteinn Ein- arsson formaður stjórnar skólans þakkaði Bryndísi fyrir vel unnin störf á Bifröst. Hann sagði Bryn- dísi hafa tekið við skólanum á erf- iðum tíma og leitt skólann áfram að bjartari framtíð. Vilhjálmur Egilsson tók við sem rektor og sagði við tilefnið að það hafi verið skjót ákvörðun að sækja um rekt- orsstöðuna á Bifröst og jafnframt að hann væri þakklátur fyrir að vera kominn á staðinn. Hann þakkaði þeim Bryndísi Hlöðvers- dóttur fráfarandi rektor og Jóni Ólafssyni aðstoðarrektor fyrir að hafa stýrt skólanum styrkri hendi í gegnum erfiða tíma í íslensku samfélagi. Hann sagði jafnframt að hann tæki við góðu búi og hlakkar til að takast á við skóla- starfið á Bifröst. Bryndís Hlöð- versdóttir mun áfram starfa við Háskólann á Bifröst við kennslu á lögfræðisviði. –mm Tengdamömmu- box opnaðist LBD: Lögreglu barst í vikunni tilkynning um óhapp sem bílstjóri á suðurleið varð fyrir skammt frá Svignaskarði í Borgarfirði. Far- angurshólf á þaki fólksbifreiðar, svokallað tengdamömmubox, opnaðist og út úr því valt svört ferðataska. Þrátt fyrir leit fannst taskan ekki. Þeir sem kynnu að hafa fundið töskuna eru beðn- ir um að koma henni til lög- reglunnar í Borgarfirði og Döl- um eða hafa samband í síma 433- 7612. –þá Vaknaði lengst út í móa LBD: Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum í liðinni viku, bæði án meiðsla á fólki. Í öðru tilvikinu sofnaði ökumaður og vaknaði ekki fyrr en bifreið hans var komin um 100 metra út í móa. Hafði hann fundið til þreytu og ætlað að fara að stoppa og leggja sig, þegar hann sofnaði við stýr- ið með þessum afleiðingum. Alls voru 13 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur við umferðareftir- lit í vikunni. Þá var lögreglu til- kynnt í vikunni um að stórri bíla- ryksugu hafi verið stolið frá N1/ Samkaup í Búðardal. –þá Vegalömb og tófa í umferðinni LBD: Alls var ekið á ellefu lömb á vegum í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Er þetta með allra mesta móti að sögn lögreglu og eru vegfarend- ur hvattir til að fara varlega í kringum búfénaðinn. Ann- að óhapp af öðrum toga varð í vikunni. Ungur ökumað- ur lenti í því að aka yfir tófu á þjóðveginum skammt norð- an við Borgarnes. Var honum illa brugðið og kallaði til lög- reglu sem fjarlægði tófuhræið af veginum. Nokkrar skemmd- ir urðu á bílnum við ákeyrsluna en hann var þó ökufær. –þá Safnar fyr- ir tækjakaupum fyrir LSH LANDIÐ: Nú stendur yfir söfnunin „Stöndum saman“ sem er fyrir tækjum á Lands- spítala Háskólasjúkrahús. Söfnunin hófst í byrjun apríl og er það Guðrún Ísleifsdótt- ir sem stendur að henni. Guð- rún glímir sjálf við krabbamein og hefur þurft að notast við aðstöðu spítalans og er sann- færð um að einhver hafi orð- ið að standa upp og hefja átak í því að gera aðstöðuna varðandi tæki og annað fyrir starfsfólk LSH betri. Á síðu söfnunarinn- ar segir Guðrún: „Það er ein- læg ósk mín að þeir sem þetta sjá sýni þessu málefni skilning og við öll saman gerum eitt- hvað stórkostlegt til þess að fólkið á spítalanum megi finna að okkur er ekki sama og við viljum leggja okkar af mörkum til þess að þau hafi aðgang að sem bestum tækjum til þess að sinna starfi sínu sem allra best.“ Framlög leggist inn á reikning: 0186-05-60525 kt. 030758- 3749. Þann 7. júní höfðu safn- ast 325.500 krónur. -sko Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar nýverið var kynnt nýtt tilboð í eignir á Laugum í Sælingsdal sem sveitarfélagið Dalabyggð keypti á liðnum vetri af ríkinu. Nýja til- boðið hljóðar upp á 200 milljón- ir króna, en áður hafði byggðarráð hafnað tilboðum að upphæð 120 og 180 milljónir króna. Oddviti lagði til á fundinum að nýja tilboðinu yrði hafnað og var það samþykkt samhljóða. Sveinn Pálsson sveitar- stjóri segir að þessi tilboð séu langt frá því verði sem sveitarstjórnin hafi í huga fyrir eignirnar, en í sjálfu sér sé sveitarfélagið ekkert að flýta sér í þessum efnum, því liggi ekkert á að selja. Sveinn tók í spjalli við Skessu- horn undir þá skoðun blaðamanns að Laugar virtust eftirsóttur stað- ur til reksturs ferðaþjónustu. „Já, það kemur ekki á óvart. Þetta er skjólgóður og skemmtilegur staður og við trúum því að með tímanum muni koma tilboð sem okkur finnst ásættanlegt. Annars gengur ágæt- lega með reksturinn á Laugum,“ segir Sveinn. Fyrir um áratug voru hús á Laug- um endurnýjuð og ferðaþjónust- an Dalagisting stofnuð sem Dala- byggð á stærsta hlutann í. Á sumr- in er rekið sumarhótel á Laugum í Flugleiðakeðjunni undir nafni Edduhótelanna. Frá hausti og fram á vor eru síðan ungmenna- og tóm- stundabúðir UMFÍ starfræktar á Laugum, en þar er reyndar nýtt önnur gistiaðstaða en á Edduhótel- inu að sumrinu. Það var nefnilega gamla heimavistin sem gerð var upp fyrir hótelrými á sínum tíma og er það orðið veglegasta húsið á Laugum í Sælingsdal. þá „Veiðarnar hafa gengið ótrúlega vel, sérstaklega ef tekið er mið af því að veðrið hefur svolítið ver- ið að stríða okkur, þoka á tíðum á miðunum sem hefur gert hvalföng- urum erfitt um vik,“ sagði Gunn- laugur Fjólar Gunnlaugsson verk- stjóri í Hvalstöðinni í samtali við Skessuhorn. Hvalur 8 kom með tvær langreyðar í Hvalfjörð í fyrri- nótt en bæði hvalskipin komu með tvo hvali á sunnudaginn. Í gær var nóg að gera að hjá starfsfólki Hvals hf. að vinna úr þeim afla. Þrettán langreyðar komu því á land fyrstu viku hvalveiðanna. Gunnlaugur Fjólar segir að rúmlega 150 manns hafi vinnu á hvalvertíðinni, fyr- ir utan afleidd störf við þjónustu. Hann segir að fjöldi umsókna um vinnu á vertíðinni hafi verið slíkur að ekki var hægt að ráða nema brot af þeim mannafla. Langflestir sem starfi á hvalvertíðinni hafi reynslu á þeim vettvangi. þá/ Ljósm. hb. Laugar í Sælingsdal. Tilboð í Laugar enn langt frá ásættanlegu verði Þrettán langreyðar komnar á land í Hvalfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.