Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Fyrirtækið Ísland Treasures fékk nýverið einnar milljónar króna styrk frá Sóknaráætlun Vesturlands vegna verkefnisins „Norðurljós yfir Snæfellsjökli.“ Verkefnið snýst um hönnun og framleiðslu spari- bauka með smekklegum mynd- um af norðurljósum yfir Snæfells- jökli. Ísland Treasures var stofn- að um framleiðslu á minjagripasæl- gæti í mars á síðasta ári. „Áður en við stofnuðum fyrirtækið var hvergi hægt að kaupa minjagripasælgæti á Íslandi. Ég held að það sé mikil- vægt að það sé hægt. Þegar þú ferð til Parísar getur þú keypt minja- gripi með myndum af Eiffel turn- inum og í New York er það frels- isstyttan. Það eina sem hægt var að kaupa hér voru risastórir konfekt- kassar frá Nóa Síríus,“ segir Paul- ine McCarthy á Akranesi, fram- kvæmdastjóri og stofnandi Island Treasures, í samtali við Skessu- horn. Snæfellsjökull tákn Vesturlands Pauline er nú þegar byrjuð að selja vörur undir merkjum Icelandic Northern Lights sem eru handgerð náttúruleg piparmintu minjagripa- sælgæti. Icelandic Puffin Eggs, Ice- landic Lava Sparks og Icelandic Lava Pebbles. Allt er þetta minja- gripasælgæti í öskjum sem skreyttar eru fallegum myndum af íslenskri náttúru og henta vel sem gjafir til vina erlendis og sem minjagrip- ir fyrir ferðamenn. „Ég spurði að- standendur Duty Free í Leifsstöð hvort þeir vildu fá fallega hannaða smápakka af nammi til sölu og þeir svöruðu einfaldlega; „Loksins!“ Þá höfðu þeir reynt lengi að fá fram- leiðendur til að gera slíkar vörur en enginn var til í það, því það þótti ekki hagkvæmt,“ segir Pauline. Nýja varan mun heita Northern Lights. Sparibaukarnir sem Pauline fékk styrkinn til að framleiða verða undir merkjum Northern Lights svo auðvelt sé að markaðssetja þá á alþjóðavísu og á hvern bauk er áletrað á ensku: „Norðurljós yfir Snæfellsjökli á Vesturlandi, Ísland.“ Inni í bauknum eru auk handgerðs sælgætis, áhugaverðar upplýsingar um Snæfellsjökul í litlum bæklingi. „Þar stendur til dæmis að Snæfells- jökull sé að minnka og ef fólk vilji sjá hann þurfi það að drífa sig og koma. Snæfellsjökull er að mörgu leyti tákn Vesturlands og mér þyk- ir þetta góð leið til að laða fólk að Vesturlandi. Ferðamenn geta svo notað sparibaukinn til að spara til næstu ferðar til Íslands,“ seg- ir Pauline og hlær. Hún segir fólk vilja eiga fallegar umbúðir og það að hanna fallegar umbúðir úr nátt- úru Íslands hafi ekki reynst erfitt. „Í rauninni má segja að náttúran hafi hannað þetta fyrir mig.“ Pauline er listamaður og hef- ur búið hér á landi sl. 20 ár. Hún fer mikinn í samfélagi innflytjenda á Íslandi og stendur sem dæmi fyr- ir Þjóðahátíð sem haldin verður í Borgarnesi í október. Þar munu innflytjendur á Vesturlandi koma saman. Hvert þjóðerni verður með borð þar sem kynntur verður matur frá heimalandinu, minjagripir verða sýndir, auk skemmtiatriða. sko Pauline framleiðir minjagripasælgæti með myndum úr íslenskri náttúru. Fékk styrk til framleiðslu minjagripa um Vesturland Pauline er hér með vörur sínar. Ljósm. hlh. Sparibaukurinn sem um ræðir er prýddur fallegum myndum af norður- ljósum yfir Snæfellsjökli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.