Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 26.06.2013, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Meira í leiðinniWWW.N1.IS HELSTU VERKEFNI • Almenn afgreiðsla • Þjónusta við viðskiptavini • Almenn störf í eldhúsi • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni HÆFNISKRÖFUR • Almenn þekking á verslun og þjónustu • Samskiptafærni • Þjónustulund • Stundvísi og reglusemi STARFSMAÐUR ÓSKAST N1 hefur opnað nýja og stórglæsilega þjónustustöð í Borgarnesi. Því getum við bætt við okkur kraftmiklum og áreiðanlegum liðsmönnum í fullt starf til framtíðar. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson, stöðvarstjóri í síma 440 1333. Áhugasamir sæki um á www.n1.is Hæfniskröfur: Leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, sveigjanleika, jákvætt viðmót, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð. Reynsla í starfi með unglingum. Hreint sakavottorð. Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði tómstunda og- eða kennslu er æskileg. Í Ungmenna- og tómstundabúðunum dvelja nemendur í 9. bekk við leik og störf frá hádegi á mánudögum til hádegis á föstudögum. Nánari upplýsingar á www.ungmennabudir.is Umsóknarfrestur er til 30. júní. Umsóknum skal skilað rafrænt á laugar@umfi.is Tómstundaleiðbeinandi óskast í Ungmenna- og tómstundabúðirnar Dalabyggð Guðsþjónusta sunnudaginn 30. júní, 5. sd. e. trin. kl. 14.00 Reykholtskirkja Óskilahross Mósótt tveggja – þriggja vetra meri er í óskilum, kom fyrir í Stafholtsey. Ómörkuð og ekki örmerkt. Uppl. gefur Jón Eyjólfsson s: 893-6538. Bókaforlagið Uppheimar er inn- an skamms að fá úr prentun bók- ina Sauðfjárrækt á Íslandi og er for- sala hafin á vef útgáfunnar. „Sauð- fjárrækt byggir á aldagömlum merg og hefur verið samofin lífi Íslend- inga frá öndverðu. Með því að nýta nánast allt sem sauðkindin gefur af sér hefur þjóðin lifað af marghátt- aða erfiðleika. Öflug sauðfjárrækt er stunduð á Íslandi og margvísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjárbúskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg atvinnugrein, er það ekki fyrr en með þessari bók að gef- ið er út alhliða fræðslurit um sauð- fjárrækt á Íslandi,“ segir í tilkynn- ingu um útgáfuna. Þá segir að bók- in nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhugafólki um sauðfé, sem og nemendum í búfræði, búvísindum og á námskeiðum um sauðfjárrækt. Bókin er fróðleiksbrunnur öllum þeim sem áhuga hafa á atvinnusögu Íslands og tengslum sauðfjár við ís- lenska menningu. Ritið er aðgengi- legt og prýtt fjölda ljós- og skýring- armynda. Ragnhildur Sigurðardóttir rit- stýrði bókinni en höfundar efnis í henni eru: Árni Brynjar Bragason, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Emma Eyþórsdóttir, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Hall- grímsson, Jóhannes Sveinbjörns- son, Jón Viðar Jónmundsson, Ólaf- ur R. Dýrmundsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Svanur Guð- mundsson. Bókin er gefin út í sam- starfi við Landbúnaðarháskóla Ís- lands og er 300 blaðsíður í veg- legu broti. Eins og fyrr segir stytt- ist í að hægt verði að dreifa bókinni, en útgáfutími er áætlaður í lok júlí að sögn Kristjáns Kristjánssonar hjá Uppheimum. Samhliða þessari útgáfu er von á ann- arri bók um svipað leyti frá Uppheim- um, eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Hún nefnist Frá hest- um til hestafla. Í henni segir Bjarni sögur af vinnuhestum og hest- anotkun við bú- störf, fyrstu drátt- arvélinni sem til Íslands kom, Akra- nesstraktornum svonefnda, Lanz- þúfnabananum og loks af landbúnað- arjeppunum, Wil- lys og Land Ro- ver. Þá rifja átta einstaklingar upp minningar sínar frá þessum breytingatímum. Nán- ar verður sagt frá Hestum til hest- afla síðar hér í Skessuhorni. mm Nú stendur yfir fornleifauppgröft- ur á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Sagt var frá áframhaldi verkefn- isins í síðasta Skessuhorni. Verið er að grafa upp gamla verbúð sem er við það að hverfa vegna land- rofs. Nýverið fundust ýmsir mun- ir í jarðlögum frá því snemma á 15. öld í uppgreftrinum og hafa þeir legið í jörðu í tæplega 600 ár. Þar má nefna hvalbein, taflmann, lýsis- lampa eða ausu, hníf og fleira. Þar sem enn er mjög skammt frá því að munirnir fundust eru ekki til mikl- ar upplýsingar um þá. Hægt er að fylgjast með upp- greftrinum á Facebook undir nafn- inu Gufuskálar Archaeology og áhugasömum er einnig velkomið að kíkja á svæðið við Írskrabrunn og skoða sig um og ræða við forn- leifafræðingana en þeir eru á svæð- inu frá klukkan átta til fimm. sko Þetta er kubbur úr Kotru sem skorinn er út úr hvalbeini. Munir frá fimmtándu öld fundust á Gufuskálum Þessi hringur er gerður úr koparblöndu, útskorinn og er með steini sem mögulega er úr gleri. Taflmaður þessi er skorin úr ýsubeini og er líklega biskup. Þetta hnífsblað úr járni fannst einnig í verbúðinni. Bókin Sauðfjárrækt á Íslandi væntanleg í sölu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.