Skessuhorn - 21.08.2013, Síða 19
19MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
abc
Menntastoðir er tilvalið tækifæri fyrir þá sem
vilja koma sér aftur af stað í nám eftir hlé.
Aftur í nám
Markmið námsins
er að stuðla að jákvæðu viðhorfi náms-
manna til áframhaldandi náms og auð-
velda þeim að takast á við ný verkefni.
Í náminu er lögð áhersla á að nem-
endur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og
lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna
nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og
eldri.
Menntastoðir
er dreifnám í tvær annir og hefst með
staðlotu í Borgarnesi þann 13. september
næstkomandi.
Helstu námsgreinar
eru: Stærðfræði, íslenska, enska, danska,
bókfærsla, tölvu- og upplýsingatækni
ásamt námstækni.
Fullnægjandi
undirbúningur
Námið er metið sem fullnægjandi undir-
búningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis,
Háskólagátt Háskólans á Bifröst og
frumgreinadeild Háskólans í Reykja-
vík og meta má námið til eininga í
framhaldsskóla.
Verð
kr. 25.000.-
Nánari upplýsingar er hægt
að nálgast hjá Helgu Lind
verkefnisstjóra Menntastoða
á netfangið helgal@fsn.is
eða í síma 895 1662.
Umsóknarfrestur er til
mánudagsins 2. september
www.simenntun.is
segir Vigdís. Með heilsustefnunni
fylgir heilsubók sem fylgir barninu
í gegnum leikskólann. „Þetta er
góð heimild um heilsufar barnsins,
hreyfifærni og slíkt. Við höldum
foreldrafund tvisvar á ári þar sem
farið er yfir bókina,“ segir Vigdís.
„Að vera Grænfánaskóli fléttast vel
saman við heilsustefnuna og hentar
okkur vel í okkar umhverfi.“
Gott samstarf er á milli mennta-
stofnana á Hvanneyri að sögn Val-
dísar. „Börnin sem fara héðan eiga
að þekkja sinn grunnskóla vel og
við búum vel að því að grunnskól-
inn og Landbúnaðarháskólinn eru
í göngufæri frá okkur. Það er mikil
jákvæðni á milli skólanna á Hvann-
eyri,“ segir Vigdís að endingu.
Hnoðraból
Leikskólinn Hnoðraból á Gríms-
stöðum í Reykholtsdal er fullset-
inn í vetur og eru þar 19 börn, 18
mánaða og eldri. Þar eru sex starfs-
menn, tveir þeirra eru faglærðir og
búa starfsmenn yfir mikilli reynslu.
Starfsemi leikskólans hófst 8. ágúst
eftir sumarfrí og stendur núna yfir
uppskerutími á Hnoðrabóli. „Núna
erum við að fara að taka upp græn-
meti og tína ber. Ágústmánuður er
í raun uppskerumánuður hjá okk-
ur þar sem við tökum upp það sem
við gróðursettum í vor og verðum
við að því fram að mánaðamótum,“
segir Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdótt-
ir leikskólastjóri.
Náttúran og umhverfið spila
stórt hlutverk í starfsemi Hnoðra-
bóls. „Útiveran er rík í okkar starfi
og við að vinnum einnig í mark-
vissri málörvun og frjálsum leik.
Einnig erum að ýta undir nýju að-
alnámskránna í starfinu hjá okkur,“
segir Sjöfn. „Náttúra, hreyfing og
hollusta eru í fyrirrúmi hjá okkur.
Hnoðraból er lítill sveitaskóli, stað-
settur nánast úti í náttúrunni og við
nýtum þá kosti til fulls. Eggertsflöt
í Reykholti er hérna rétt hjá okk-
ur og þangað förum við töluvert
með börnin. Við höfum aðgengi
að hestum, hænsnum og fleiri dýr-
um. Við erum í takti við samfélagið
okkar og sem dæmi tökum við þátt
í réttum,“ segir Sjöfn og bætir við:
„Það er gaman að vera með þessa
ræktun og við njótum alls þess sem
sveitin býður upp á.“
Hraunborg
Á leikskólanum Hraunborg á Bif-
röst eru skráð 56 börn í vetur.
Hraunborg er háskólaleikskóli og
fjöldi barna getur sveiflast mik-
ið milli anna í Háskólanum á Bif-
röst. Yngstu börnin sem tekin eru
inn í Hraunborg eru 18 mánaða
gömul. Skólanum er skipt niður í
þrjár deildir. Ein fyrir þau yngstu
og tvær deildir eru fyrir eldri nem-
endur sem skipt er eftir kynjum.
Ásrún Vilbergsdóttir er nýr skóla-
stjóri Hraunborgar sem rekinn er
af Hjallastefnunni samkvæmt sam-
komulagi við Borgarbyggð. Skól-
inn hófst 6. ágúst en er enn ekki
fullmannaður, en það mun gerast
þegar háskólanámið hefst.
Leikskólinn Hraunborg starfar
eftir hugmyndafræði Hjallastefn-
unnar, sem í stórum dráttum bygg-
ir á hugsjónum um jafnrétti og vel-
ferð. Allir leikskólar Hjallastefn-
unnar eru með skólaföt og þar er
Hraunborg engin undantekning.
Hjallastefnan vinnur samkvæmt sex
meginreglum. Reglurnar snúa að
því að Hjallastefnuskólum er ætl-
að að mæta hverju barni eins og
það er og virða og viðurkenna ólík-
ar þarfir aldurshópa, kynja og ein-
staklinga. Að stuðla að því að já-
kvæðni, gleði og kærleikur séu ráð-
andi öfl í samskiptum starfsfólks við
börn og foreldra. Að skapa samfé-
lag innan hvers skóla þar sem jafn-
Tónlist spilar stórt hlutverk í starfinu á Vallarseli á Akranesi.
Þessi nemandi Andabæjar virðist kunna vel við að gróðursetja.
Börn á Hnoðrabóli í Reykholtsdal snæða hér úti í kaffitímanum.