Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Side 21

Skessuhorn - 21.08.2013, Side 21
21MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Spennandi námskeið í símenntun Opið fyrir umsóknir á bifrost.is Nánari upplýsingar á bifrost.is og í síma 433 3000. Máttur kvenna Rekstrarnám fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekk- ingu sína. Námið stendur í þrjá mánuði og hefst á vinnuhelgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Um er að ræða starfstengt fjar- nám sem er kennt á þremur önnum. Markmiðið er að auka hæfni og þekkingu starfs- fólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks veitir félagsmönnum VR styrk fyrir allt að 75% af skólagjöldum. Hagnýtt nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum og í skólakerfinu. Markmið námsins er að auka þekkingu og hæfni stjórnenda til að takast á við krefjandi starfsum- hverfi og móta framtíðarsýn fyrir þær stofnanir sem þeir leiða. Kennt er í fjarnámi og er náms- tíminn 12 vikur. Sérsniðið nám fyrir stjórnendur og rekstraraðila í ferðaþjónustu. Markmiðið er að auka leikni og þekkingu ferðaþjónustuaðila til að takast á við ögrandi starfsum- hverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Námsgreinarnar eru þrjár og eru kenndar í fjarnámi á 9 vikum. Verslunarstjórnun Sterkari stjórnsýsla Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu Einkunnarorð Sólvalla eru: Vin- átta, virðing og velvild. Starf Sól- valla byggist að miklu leyti á kenn- ingum Johns Dewey, en sam- kvæmt þeim felst nám barna fyrst og fremst í því að þau fái að upplifa og prófa hlutina á eigin forsendum. Þannig læri þau af reynslunni. „Við leggjum áherslu á útiveru og hreyf- ingu hérna á Sólvöllum. Að mestu er þetta hefðbundinn skóli, en við erum með lífsleikniverkefni í gangi allan veturinn,“ segir Matthildur. Lífsleikniverkefni þetta byggir á tólf dyggðum en unnið er með eitt í einu í um þrjá mánuði. Leikskólinn í Stykkishólmi Nemendur Leikskólans í Stykk- ishólmi verða 76 í vetur og þeir yngstu eru eins árs. Skólanum er skipt niður í þrjár deildir eftir aldri barna og skólastarfið byrj- aði 12. ágúst síðastliðinn. Starfs- menn leikskólans eru 23 og þar af eru sjö leikskólakennarar, þrír grunnskólakennarar, íþrótta- kennari og fimm með aðra há- skólamenntun. „Við erum vel stödd með faglærða starfsmenn. Nú í vetur eru óvenju mörg börn í skólanum því elsti árgangur- inn er mjög stór, en við lögðum mikla áherslu á að koma öllum sem vildu í skólann,“ segir Sig- rún Þórsteinsdóttir leikskóla- stjóri í Stykkishólmi. Leikskóli Stykkishólms er Grænfánaskóli. „Við búum í mjög grænu samfélagi og á það að sjást í öllu okkar starfi. Sérstaða leikskól- ans er sá arfur sem við byggjum á, en skólinn var stofnaður af Frans- iskussystrum. Nýtnin og nægju- semin lifir áfram frá þeim og það kemur inn í umhverfisstefnu okk- ar. Að nýta allt sem við getum og fara vel með það sem við eigum,“ segir Sigrún. Leikskólinn í Stykkishólmi starf- ar að vissu leyti eftir Reggio hug- myndafræðinni án þess þó að kall- ast Reggio leikskóli. „Við nýtum og virðum þær aðferðir sem börn hafa til að tjá sig á allan mögu- legan hátt. Við nýtum allt nærum- hverfi okkar vel og erum í góðum og skemmtilegum samskiptum við nágranna okkar, frístundabændur, hestamenn og fleiri,“ segir Sigrún að endingu. sko abc Börnin á Sólvöllum eru hér í vettvangsferð við sjóinn í Grundarfirði. Hér er mynd af elstu börnunum á Leikskólanum í Stykkishólmi, sem gengu á Gráukúlu í vor, ásamt kennurum og nokkrum foreldrum. Þetta er árlegur við- burður og markar lok leikskólastarfs elsta árgangs hvert vor.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.