Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Hópbílar óska eftir að ráða bifreiðastjóra í hlutastörf (kvöld og helgarkeyrsla). Um er að ræða áætlunarakstur. Borgarnes - Reykjavík - Borgarnes og Akranes - Reykjavík - Akranes Upplýsingar gefur Ágúst Haraldsson í sima 822 0073 og Pálmar Sigurðsson í síma 822 0098. Einnig er hægt að sækja um á www.hopbilar.is undir liðnum starfsmenn. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. —-————————————————————————————- Hópbílar hf. | Melabraut 18 | Hafnarfirði | 599 6000 | hopbilar@hopbilar.is FASTEIGNIR Í BORGARNESI Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes s. 437 1700, 860 2181 fax 437 1017 netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is ARNARKLETTUR 32 Tvær nýjar og fullbúnar íbúðir með sér inngangi á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðirnar eru 78,2 ferm. og skiptast í forstofu, tvö herbergi, samliggjandi stofu/eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu sem má nota sem herbergi. Parket og flísar á gólfum. Viðarinn- réttingar í eldhúsi og á baðherbergjum. Til afhendingar strax. Verð: 16.800.000 BORGARBRAUT 65A Íbúð í fjölbýlishúsi fyrir eldri en 60 ára og/eða öryrkja. Íbúðin, sem er 83,7 ferm., skiptist í hol, samliggjandi stofu/ eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Geymsla á gangi. Dúkar á gólfum. Viðarinnrétting í eldhúsi. Til afhendingar strax. Verð: 22.900.000 Framkvæmdir við gatnakerfið á Akranesi hafa ekki verið miklar í sumar. Þessa dagana vinna starfsmenn OR þó við endurnýjun lagna í Krókatúni í gamla bæjarhlut- anum. Í leiðinni verður gang- stéttin endurnýjuð við götuna. Á næstu dögum hefjast svo mal- biksframkvæmdir á Kalmansbraut frá Esjutorgi að Hausthústorgi, sem er við nyrðri enda Þjóðbrautar. þá/ Ljósm. mm. Mánuður er nú liðinn síðan fjórðu uppgraftarlotu á fornminjum á Gufuskálum á Snæfellsnesi lauk. Líkt og þegar hefur verið greint frá í Skessuhorni bættust margir grip- ir við safnið í ár auk þess sem ný mannvirki litu dagsins ljós. Þrátt fyrir að framundan sé mikil vinna fyrir höndum við að vinna úr söfn- uðum gögnum sumarsins er þó ým- islegt sem þegar er hægt að lesa úr þeim. Upphaf Gufuskála hefur ekki ver- ið ljóst fram til þessa og því hefur ein af rannsóknarspurningum verk- efnisins snúið að því að kanna hvort hafi komið á undan, verstöðin eða landbúnaðurinn. Rannsóknin hef- ur leitt í ljós að gríðarmikil aukn- ing varð í sjósókn á 15. og 16. öld á staðnum sem sjá má á fjölda mann- virkja og ruslalaga tengdum vinnslu með sjávarfang. Við fornleifaskrán- ingu sem fram fór á Gufuskálajörð- inni í sumar í tengslum við rann- sóknina voru skráðar yfir 130 forn- leifar sem bætast við 154 fiskbyrgi sem þegar höfðu verið skráð eða alls um 190 fornleifar. Þessa aukn- ingu í útgerð má sjá um allt Ísland og tengist hún aukinni verslun með hertan fisk á Evrópumarkað á þess- um tíma. Enn sem komið er hafa þau uppgraftarsvæði sem unn- ið hefur verið á Gufuskálum verið aldursgreind til fyrri hluta 15. ald- ar og sum hafa verið í notkun allt til 17. aldar. Þetta hefur því styrkt enn frekar þá tilgátu að útgerð á Gufu- skálum hafi tengst þessum viðskipt- um og átt þar stóran hlut. Hins- vegar hefur það ekki varpað ljósi á hvenær útgerð hófst á staðnum og hvort Gufuskálabændur og eigend- ur sáu sér leik á borði með versl- uninni og því aukið heimræðið þar til að um meiriháttar verstöð var að ræða. Ekki kemur fram í ritheim- ildum að verstöð sé á Gufuskálum fyrr en um miðja 15. öld en þá er verstöðin þegar orðin gríðarstór. Örnefnið Gufuskálar gefa vísbend- ingu um nýtingu því að við upphaf landnáms var -skáli notað um ver- búðir. Nafn Gufuskála kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum á 13. öld eða mun fyrr en verstöðin sam- kvæmt ritheimildum. Takmarkaður landbúnaður Til að varpa skýrara ljósi á þetta at- riði var því ráðist í að gera könn- unarskurð í einn af bæjarhólun- um. Var með því vonast til að hægt yrði að sjá breytingar í landnýtingu og hvort tengja mætti þær breyt- ingar við komu verstöðvar á jörð- ina. Frumniðurstöður benda til að jörðin hafi byggst mjög snemma, jafnvel um landnám og að búset- an hafi byggst á útgerð, ekki land- búnaði. Þá virðist landbúnaður- inn vera afar takmarkaður fyrr en kemur á 15. öld og má af því ráða að séð hafi verið fyrir þörf stækk- andi verstöðvar fyrir landbúnaðar- vörur með aukinni ræktun á jörð- inni sjálfri. Á fyrri uppgraftarsumr- um hafa komið í ljós vísbendingar um að unnið hafi verið með verð- mæt efni eins og rostungstennur en ekki hefur verið ljóst hvort að efni- viðurinn hafi verið grófverkaður á Gufuskálum og svo fluttur þaðan. Fundist hafa bæði óunnin efni og eins teningur sem þó var án merkja. Í sumar fannst hinsvegar útskorinn gripur sem sennilega er úr rostung- stönn og gefur vísbendingar um að á Gufuskálum hafi verið hand- verksmenn sem hafi fullunnið gripi úr hinum verðmæta efnivið. Búðin var lengi í notkun Þar sem um björgunarrannsókn vegna landbrots og vindrofs er að ræða er hlutur uppblásturs og upp- haf hans stór hluti af rannsókninni. Í sumar hefur komið í ljós að sand- blástur hefur rýrt jarðveginn mjög snemma en einnig að ekki er um að kenna landbúnaði á svæðinu heldur enn stærri umhverfisaðstæður eins og kólnandi veðurfar. Hinsvegar hefur jarðvegur verið mun blaut- ari við landnám og er mikinn mó til dæmis að finna undir elstu mann- vistarleifunum sem er athyglisvert því í ritheimildum er talað um að lítið sé um mó til hitunar, þrátt fyr- ir að vitað sé um stór mótekjusvæði, þ.m.t. við Ingjaldshól. Á verstöðvarsvæðinu sjálfu var haldið áfram með uppgröft á 15. aldar verbúð. Búðin hefur verið not- uð í alllangan tíma og á henni mátti sjá margar viðgerðir og breytingar á herbergjaskipan þar sem ný her- bergi hafa verið byggð við þau sem fyrir voru og notkun jafnvel hætt á eldri herbergjum þar sem hlaðið var upp í dyraop og rýmið svo fyllt af grjóti. Vegna hins mikla land- brots sem hefur herjað á ströndina í lengri tíma hafa grjóthleðslur horf- ið úr verbúðinni sem gerir uppgröft mun flóknari en ella. Þegar hafa verið grafin upp tvö byggingarstig en við lok uppgraftar nú varð ljóst að um flóknari byggingu er að ræða en áður var talið. Því er nú búist við að tvö til þrjú eldri byggingarstig séu enn ógrafin. Spennandi tímar framundan Niðurstöður sumarsins munu nýt- ast við að fylla inn í göt á vitneskju okkar um það samfélag fólks sem á Gufuskálum bjó og starfaði en lít- ið sem ekkert er vitað um það út frá skriflegum heimildum. Við út- gerðina hafa unnið karlar og konur og svo virðist einnig sem börn hafi hugsanlega verið með foreldrum sínum því í verbúðinni fannst barn- stönn og í einu horni búðarinn- ar haugur af litlum kuðungum sem vitað er að voru notaðar til leikja af börnum sem bjuggu við sjávarsíð- una. Nánari upplýsingar munu fást þegar búið verður að fara yfir öll gögnin og gripi en eins og ofan er greint má sjá glitta í sögu sem ekki er hægt að sjá nema með fornleifa- rannsókn eins og þeirri sem nú fer fram á Gufuskálum. Stefnt er að áframhaldi á rannsókninni á næsta sumri en það ræðst þó af því fjár- magni sem rannsóknin fær. Hing- að til hefur uppgröfturinn aðal- lega fengið fjármagn frá banda- rískum vísindasjóði en einnig hafa fengist styrkir frá Fornminjasjóði, Þjóðhátíðarsjóði og Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ljóst er að spenn- andi tímar eru framundan á Gufu- skálum en ætlunin er að færa rann- sóknina síðar út til annarra ver- stöðva á svæðinu til að fá heildar- mynd af hlutverki útgerðar og ver- stöðva við uppbyggingu mannlífs á Snæfellsnesi. Lilja Björk Pálsdóttir Lagnir endurnýjaðar við Krókatún Stefnt verður að frekari rannsóknum á Gufuskálum Niðurstöður sumarsins varpa mynd á starfsemina á öldum áður Lilja Björk Pálsdóttir fornleifa- fræðingur. Lilja hefur leitt hóp fornleifafræðinga og nema við uppgröft á Gufuskálum í fjórum lotum. Hér er líklega um að ræða útskorinn taflmann sem fannst á Gufuskálum í sumar. Þessi hringur er gerður úr kopar- blöndu, útskorinn og er með steini sem mögulega er úr gleri. Svæðið er varið með sandpokum á milli uppgraftra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.