Skessuhorn - 21.08.2013, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
Grundarfjarðarbær átti afmæli 18.
ágúst síðastliðinn, en þá voru 227
ár liðin frá því að Danakonungur
gaf út tilskipun um að sex verslun-
arstöðum yrðu veitt kaupstaðarétt-
indi. Það var árið 1786. Frá þessu
er sagt á vef Grundarfjarðarbæj-
ar. Hinir verslunarstaðirnir sem
öðluðust kaupstaðaréttindi voru
Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri,
Eskifjörður og Vestmannaeyjar og
áttu þessir kaupstaðir að verða mið-
stöðvar verslunar, útgerðar og iðn-
aðar í sínum landshlutum. Auk þess
sem þeir áttu að vera aðsetur emb-
ættismanna og stofnana.
Þá var verslunarstaðurinn á
Grundarkambi og presturinn á
Helgafelli, séra Sæmundur Hólm,
gerði uppdrátt af lóð kaupstaðarins
og telst það vera fyrsti skipulags-
uppdrátturinn sem gerður var á Ís-
landi. Grundarfjarðarbær missti að
vísu kaupstaðaréttindin árið 1836,
ásamt hinum sveitarfélögunum, að
Reykjavík undanskilinni. „Engu að
síður markar þessi dagsetning upp-
haf mikilla breytinga á Íslandi og er
í raun sá dagur sem Grundfirðingar
geta nefnt sinn afmælisdag,“ segir á
vef Grundarfjarðarbæjar.
sko
Hljómsveitin Dúmbó á Akra-
nesi, ein frægasta danshljóm-
sveit landsins um tíðina, fagn-
ar sem kunnugt er 50 ára af-
mæli á þessu ári. Þótt hljóm-
sveitin hafi byrjað sem kvar-
tett árið 1961, er stofnun henn-
ar sem ballhljómsveitar rak-
in til þess að söngvarinn Sig-
ursteinn Hákonarson kom til
liðs við Dúmbóstrákana 1963.
Þá um vorið varð hljómsveit-
in gríðarlega vinsæl á sveita-
böllum í Borgarfirði, á Suður-
landi, í höfuðborginni og víð-
ar um land. Framundan voru
svo sex ár þar sem hljómsveitin
varð ein vinsælasta danshljóm-
sveit landsins, þar á meðal átti
hljómsveitin hvað mestan þátt í
frægð og vinsældum skemmti-
staðarins Glaumbæjar í Reykja-
vík. Dúmbó hefur frá þess-
um tíma komið nokkrum sinn-
um saman, þar á meðal 1977,
átta árum eftir að hljómsveit-
in hætti, en þá gaf hún úr tvær
breiðskífur sem urðu mjög vin-
sælar og seldust vel.
Bíóhöllin fyllt tvisvar
og nú Harpan
Í vor spilaði Dúmbó á tvennum af-
mælistónleikum í Bíóhöllinni fyrir
húsfylli. Ísólfur Haraldsson fram-
kvæmdastjóri Bíóhallarinnar ákvað
ásamt þeim Dúmbómönnum að láta
þar ekki staðar numið heldur fara
með „giggið“ í ekki minni sal en
þann stærsta í Hörpu, sjálfan Eld-
borgarsalinn sem rúmar um 1800
gesti. Þeir tónleikar verða laugar-
dagskvöldið 14. september og þeg-
ar er gott útlit með sölu aðgöngu-
miða á tónleikana. Dúmbó byrjaði
í síðustu viku æfingar að nýju eft-
ir að hafa slakað á í sumar. Þeir fé-
lagar sögðu að þótt ekki væri langt
liðið frá vorinu, sé þörf fyrir að æfa
og hafa flutninginn sem allra best-
an þegar kemur að stóru stundinni
í Hörpunni. Alveg er hægt að slá
því föstu að tónleikarnir í Hörpu
verða einstakt tækifæri fyrir fólk
að fara í Eldborgarsalinn og hlusta
þar á létta og skemmtilega tónlist.
Því er engin ástæða að draga það að
panta miða á midi.is. „Þetta verður
gaman bæði fyrir okkur og ábyggi-
lega líka þá sem koma á tónleikana.
Það verður forvitnilegt að kynnast
hljómburðinum í Hörpunni,“ sagði
Jón Trausti Hervarsson, en hann er
sá eini sem spilað hefur sleitulaust
með hljómsveitinni frá því hún
byrjaði að spila fyrst árið 1961.
Vinsælustu lögin
Jón Trausti segir að ekki sé hægt
annað en vera ánægður með fer-
il hljómsveitarinnar. Hann gerir
ráð fyrir að hátt í 50 lög verði flutt
í Hörpunni eins og í Bíóhöllinni.
„Þetta eru svona fjögur vinsælustu
lögin frá hverju ári, vinsælustu lög-
in okkar og líka lög sem við höfð-
um dálæti á,“ segir Jón Trausti sem
bætti svo við að lokum: „Ég held
það hafi engin hljómsveit í land-
inu leikið það eftir sem við gerð-
um. Að koma með tvær breiðskífur,
mörgum árum eftir að við hættum
formlega, sem seldust í alls 15 þús-
und eintökum, sú fyrri í tíu þúsund
og seinni í fimm þúsund,“ segir Jón
Trausti. þá
Árleg kaffisala sumarbúða KFUM
og KFUK í Ölveri við Hafnar-
fjall, verður haldin næstkomandi
sunnudag, 25. ágúst frá klukkan
14-17. Að sögn Axels Gústafsson-
ar hefur starfið gengið vel í sum-
ar. Margar stúlkur koma í búðirn-
ar ár eftir ár, en þær eru á aldrin-
um 6 til 13 ára. Annað sumarið eftir
margra ára hlé dvaldi strákahópur í
sumarbúðunum og gafst það mjög
vel í sumar eins og síðasta sumar,
að sögn Axels. Að öllu jöfnu er síð-
an lokapunktur sumarbúðastarfsins
mæðgna- og mæðginahelgi í sept-
ember.
Sumarbúðastarf hófst í Ölveri
fyrir 61 ári en 12 fyrstu árin var það
í Skátafelli undir Akrafjalli. Allir
eru hjartanlega velkomnir í kaffi-
söluna og hvattir til að mæta, gera
sér glaðan dag í fallegu umhverfi
Ölvers, gæða sér á ljúffengum veit-
ingum og styðja við sumarbúðirnar
um leið. þá
Matvæli sem vottuð eru lífænt
ræktuð eru sífellt að verða aðgengi-
legri neytendum sem kjósa að „ger-
ast grænir“ eins og það er kallað.
Karen Jónsdóttir á Akranesi rek-
ur fyrirtækið Kaja Organic undir
slagorðunum, „lífrænt fyrir alla“ og
sérhæfir sig í innflutningi á lífrænt
vottuðum matvælum. Stofnaði Kar-
en fyrirtækið í apríl á þessu ári og
sér hún um alla starfsemi fyrirtæk-
isins. „Þetta er í raun lítil heildsala
þar sem seldar eru stórar pakkn-
ingar af lífrænum matvælum eins
og hveiti, hrísgrjón, fræ og hnet-
ur ásamt olíum og niðursuðuvör-
um til þeirra sem þurfa mikið magn
í einu,“ segir Karen aðspurð um
starfsemina. Í dag selur Kaja org-
anic vörur einkum til mötuneyta í
skólum og leikskólum en einnig til
framleiðenda sem nota einungis líf-
rænt hráefni. Má þar t.d. nefna Sól-
heima í Grímsnesi sem framleiða
lífrænar matvörur eins og chutney,
salsa, marmelaði og fleira úr vörum
frá Kaja Organic.
Lífrænt dýrara en betra
Umræðan um lífræn matvæli er of-
arlega á baugi í samfélaginu. Karen
telur að það sé mikilvægt að fræða
fólk um mikilvægi „hreinna“ mat-
væla. „Þróun matvæla í heiminum
er bara þannig að við erum stöðugt
að fjarlægjast náttúruna til að svara
kröfum neytenda um lægra vöru-
verð. Það er rétt að lífrænar mat-
vörur eru dýrari en neytendur verða
líka að spyrja sig, í hvað viltu eyða
peningunum? Vitlu fá matvöru sem
hefur verið ræktuð við náttúrulegar
aðstæður eða matvöru sem spraut-
að hefur verið á skordýraeitri, gefin
vaxtarhormón og er jafnvel erfða-
breytt? Neytendur verða líka að
spyrja sig hvernig heilsu viltu hafa
á þínum efri árum og hvaða áhættu
ertu tilbúin að taka? Ég er allavega
alveg sannfærð um að lífrænar
vörur eru í alla staði mun betri fyr-
ir fólk en þær sem hafa ekki verið
framleiddar á lífrænan máta. Það
eru því ánægjuleg tíðindi þegar
stofnanir eins og leikskólinn Akra-
sel og Teigasel á Akranesi og Skýja-
borg í Hvalfjarðarsveit hafa ákveð-
ið að fikra sig inn á línu lífrænna
matvæla,“ segir Karen.
Vottaðar vörur og
súkkulaði
Til að matvæli geti flokkast líf-
ræn og seld sem slík þurfa þau að
hafa fengið ákveðna viðurkenningu
sem vottar lífrænt framleiðsluferli
þeirra. „Allt sem ég sel er vottað af
viðurkenndum stofnunum og koma
þær vörur sem ég er að flytja inn
frá Frakklandi, Hollandi, Þýska-
landi og Ítalíu,“ segir Karen og
bætir við: „Það er aðeins einn vöru-
flokkur sem er í sérstöku uppáhaldi
hjá mér sem ég sel til verslana. Það
er lífrænt súkkulaði sem kemur
frá Frakklandi og inniheldur eng-
in óþarfa aukaefni eins og til dæm-
is soja-lesitín bindiefni sem gjarnan
er notað í vörum eins og súkkulaði.
Súkkulaðið er komið á 17 sölustaði
og hefur salan gengið vel hingað
til,“ segir Karen.
Draumurinn að fjölga
starfsfólki
Kaja Organic er ekki fyrirferðar-
mikið fyrirtæki enda hefur Karen
ákveðið að halda kostnaði af rekstr-
inum niðri til að varan verði sem
ódýrust. „Það er engin yfirbygg-
ing. Eins og er, er ég eini starfs-
maður fyrirtækisins. Ég er með
vörulager og er það eini hluti fyr-
irtækisins sem ekki er hægt að hýsa
á skrifstofunni sem er í raun eld-
húsið heima hjá mér,“ segir Karen
sem ætlar að halda áfram að vinna
á sviði lífrænna matvæla í fram-
tíðinni. Hún bætir við að lokum:
„Fyrirtækið er enn frekar ungt og
það tekur tíma að koma sér fyrir á
markaði. Ég vonast til að stækka
við mig í framtíðinni og geta með
því skapað ný störf,“ segir hún að
endingu.
jsb
Lager Kaja Organic á Kalmansvöllum á Akranesi.
Stofnaði innflutningsfyrirtæki um lífrænar matvörur
Karen Jónsdóttir við eldhúsborðið á heimili sínu þar sem hún stjórnar öllum við-
skiptum fyrirtækisins.
Dúmbó á æfingu sl. miðvikudagskvöld. Hljómsveitin er eins og hún var lengst af skipuð, nema Gunnar Ringsted gítar-
leikari kemur í stað Finnboga Gunnlaugssonar sem lést fyrir tveimur árum. Frá vinstri talið: Trausti Finnsson, Sigursteinn
Hákonarson, Ragnar Sigurjónsson, Ásgeir Guðmundsson, Reynir Gunnarsson, Jón Trausti Hervarsson, Brynjar Sigurðsson og
Gunnar Ringsted.
Hljómsveitin Dúmbó byrjuð að
æfa fyrir tónleikana í Hörpunni
Kaffisala verður í Ölveri
á sunnudaginn
227 ára afmæli Grundarfjarðar