Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 21.08.2013, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 Eftir að hafa haft opið í 25 ár mun Snyrti- og fótaaðgerðastofu Önnu í Rifi verða lokað tímabundið í vetur, að minnsta kosti, eða þar til annað verður ákveðið. Anna Hösk- uldsdóttir er eigandi stofunnar. Hún er fædd og uppalin á Vopna- firði, varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri en fór til náms til Reykjavíkur þar sem hún lærði snyrtifræði. Eftir nám 1987 flutti hún til Rifs og í upphafi árs- ins 1988 hóf hún búskap með Árna Jóni Þorgeirssyni. Þau Árni Jón eiga þrjá syni sem allir eru vaxn- ir úr grasi. „Það var ekki endilega ætlunin að opna hérna snyrtistofu, en stuttu eftir að ég flutti hringdu í mig tvær konur, þær Jenný Guð- mundsdóttir og Ingibjörg Steins- dóttir. Í framhaldi af því opnaði ég svo stofuna í lok janúar 1988 í her- bergi á heimili þeirra í Rifi. Hef- ur stofan alla tíð síðan verið þar til húsa þótt ég hafi nú stundum hugsað um að flytja mig út í bæ. Alltaf hef ég hins vegar hætt við og fundist gott að hafa stofuna heima. Opnunartíminn miðaðist alltaf við þann tíma sem drengirnir mínir voru í leikskóla eða grunnskóla og gat ég því alltaf tekið á móti þeim að skóla loknum.“ Anna segir að vinnan hafi alltaf verið skemmtileg og nóg að gera þessi 25 ár sem stofan hefur ver- ið opin og ekki hefur verið önnur snyrtistofa þar til nýverið. Henni er minnisstætt að þegar hún hóf aftur vinnu eftir sitt fyrsta fæð- ingarorlof, eftir þrjá mánuði, vann hún á kvöldin og átti þrjú fríkvöld fyrsta árið, svo mikil var eftirspurn- in. Spurð um ástæðu lokunarinnar nú segir Anna að henni hafi fund- ist kjörið tækifæri að breyta til nú þegar yngsti sonur hennar er að fara til náms í Borgarholtsskóla. Hún ætlar að fylgja honum eftir að minnsta kosti í vetur. Anna vill koma á framfæri þakklæti til við- skiptavina sinna og hlakkar til að sjá þá síðar. þa Anna lokar snyrtistofunni eftir 25 ár Bikarmót Vesturlands í hestaí- þróttum var haldið á félagssvæði Glaðs í Búðardal sl. laugardag. Hestamannafélögin á Vesturlandi skiptast á um að halda mótið sem fer fram árlega. Þetta árið kom það í hlut Glaðs að halda mótið sem er einstaklingskeppni en einnig stiga- keppni á milli hestamannafélag- anna. Skráningarnar voru rúmlega 70 og fór mótið vel fram á sólrík- um degi í Dölunum. Helstu styrkt- araðilar mótsins voru Hrísdalshest- ar, dýralæknirinn í Búðardal og BS þjónustan Búðardal og vill Glaðs- fólk þakka þeim sérstaklega veitt- an stuðning. Bikarmeistari Vest- urlands að þessu sinni var Hesta- mannafélagið Skuggi með 114,61 stig. Samanlagðir fjórgangssigur- vegarar voru Halldór Sigurkarls- son Skugga í opnum flokki og Klara Sveinbjörnsdóttir Faxa í ung- mennaflokki. Helstu úrslit á mótinu voru þessi: Tölt-opinn flokkur 1. Siguroddur Pétursson, Hrók- ur frá Flugumýri II, Snæfellingur, 7,72 2. Ámundi Sigurðsson, Mardöll frá Miklagarði, Skuggi, 7,28 3. Iðunn Svansdóttir, Kolfreyja frá Snartartungu, Skuggi, 6,72 4. Gunnar Halldórsson, Eskill frá Leirulæk, Skuggi, 6,33 5. Lárus Ástmar Hannesson, Hátíð frá Hjarðarfelli, Snæfellingur, 5,89 Tölt-ungmennaflokkur 1. Klara Sveinbjörnsdóttir, Óskar frá Hafragili, Faxi, 6,67 2. Axel Ásbergsson, Sproti frá Hjarðarholti, Skuggi, 6,11 3. Hrefna Rós Lárusdóttir, Hnokki frá Reykhólum, Snæfellingur, 6,00 4. Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Tandri frá Ferjukoti, Skuggi, 5,83 5. Þórdís Fjeldsted, Snjólfur frá Eskiholti, Faxi, 5,28 Tölt-unglingaflokkur 1. Atli Steinar Ingason, Diðrik frá Grenstanga, Skuggi, 6,44 2. Guðný Margrét Siguroddsdótt- ir, Háfeti frá Hrísdal, Snæfelling- ur, 6,22 3. Þorgeir Ólafsson, Frigg frá Leirulæk, Skuggi, 6,11 4. Þóranna Hlíf Gilbertsdótt- ir, Kolbakur frá Syðri-Reykjum, Glaður, 5,78 5. Anna Soffía Lárusdóttir, Krummi frá Reykhólum, Snæfellingur, 5,06 Tölt-barnaflokkur 1. Arna Hrönn Ámundadóttir, Bíld- ur frá Dalsmynni, Skuggi, 5,44 Fjórgangur-opinn flokkur 1. Iðunn Svansdóttir, Kolfreyja frá Snartartungu, Skuggi, 6,67 2. Halldór Sigurkarlsson, Nasa frá Söðulsholti, Skuggi, 6,47 3. Ámundi Sigurðsson, Mardöll frá Miklagarði, Skuggi, 6,07 4. Guðmundur Margeir Skúlason, Krapi frá Steinum, Snæfellingur, 6,07 5. Lárus Ástmar Hannesson, Hátíð frá Hjarðarfelli, Snæfelling- ur, 5,77 Fjórgangur-ungmennaflokkur 1. Hrefna Rós Lárusdóttir, Hnokki frá Reykhólum, Snæfellingur, 6,07 Bikarmót Vesturlands í Búðardal 2. Klara Sveinbjörnsdóttir, Óskar frá Hafragili, Faxi, 5,97 3. Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Tandri frá Ferjukoti, Skuggi, 5,90 4. Axel Ásbergsson, Sproti frá Hjarðarholti, Skuggi, 5,77 5. Þórdís Fjeldsted, Miðey frá For- sæti, Faxi, 3,40 Fjórgangur-unglingaflokkur 1. Sigrún Rós Helgadóttir, Kaldi frá Hofi I, Skuggi, 6,20 2. Guðný Margrét Siguroddsdótt- ir, Vordís frá Hrísdal, Snæfelling- ur, 6,03 3. Þóranna Hlíf Gilbertsdótt- ir, Kolbakur frá Syðri-Reykjum, Glaður, 6,03 4. Atli Steinar Ingason, Diðrik frá Grenstanga, Skuggi, 5,93 5. Anna Soffía Lárusdóttir, Krummi frá Reykhólum, Snæfellingur, 5,53 Fjórgangur - barnaflokkur 1. Arna Hrönn Ámundadóttir, Bíld- ur frá Dalsmynni, Skuggi, 5,40 Fimmgangur – opinn flokkur 1. Lárus Ástmar Hannesson, Atlas frá Lýsuhóli, Snæfellingur, 6,36 2. Styrmir Sæmundsson, Ása frá Fremri-Gufudal, Glaður, 5,88 3. Astrid Skou Buhl, Fannar frá Hallkelsstaðahlíð, Snæfellingur, 5,45 4. Gunnar Halldórsson, Þröm frá Þverholtum, Skuggi, 5,43 Fimmgangur - ungmennaflokk- ur 1. Klara Sveinbjörnsdóttir, Abel frá Hlíðarbergi, Faxi, 5,95 2. Þorgeir Ólafsson, Frigg frá Leirulæk, Skuggi, 5,60 3. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Rós frá Bergi, Snæfellingur, 3,81 Gæðingaskeið 1. Klara Sveinbjörnsdóttir, Abel frá Hlíðarbergi, Faxi, 6,58 2. Lárus Ástmar Hannesson, Atlas frá Lýsuhóli, Snæfellingur, 6,42 3. Styrmir Sæmundsson, Skjóni frá Stapa, Glaður, 5,50 4. Gunnar Halldórsson, Þröm frá Þverholtum, Skuggi, 5,21 5. Styrmir Sæmundsson, Ása frá Fremri-Gufudal, Glaður, 3,08 Skeið, 100m (fluguskeið) 1 Styrmir Sæmundsson, Skjóni frá Stapa, Glaður, 7,94 2. Lárus Ástmar Hannesson, Atlas frá Lýsuhóli, Snæfellingur, 8,94 3. Klara Sveinbjörnsdóttir, Abel frá Hlíðarbergi, Faxi, 9,16 Liðakeppni hestamannafélag- anna: 1. Hestamannafélagið Skuggi, 114,61 2. Hestamannafélagið Snæfelling- ur, 98,34 3. Hestamannafélagið Glaður , 72,55 4. Hestamannafélagið Faxi, 51,47 ss/ljósm. is. Hrefna Rós Lárusdóttir sigurvegari í fjórgangi ungmenna á þeysireið. Klara Sveinbjörnsdóttir vann til fjögurra gullverðlauna, fékk eitt silfur og eitt brons. Fimm efstu knapar í tölti ásamt Halldóri Sigurkarlssyni sem var fjórgangsmeistari í samanlögðu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.