Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Okkur er ekki treyst Leiðari Mál málanna í vikunni sem leið var án alls efa boðun ríkisstjórnarflokk- anna um að leggja fram tillögu þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB verði afturkölluð. Verði þetta niðurstaðan mun aldrei reyna á raunveru- legan vilja þjóðarinnar í einu stærsta máli heillar kynslóðar. Ergó; okkur er ekki treystandi til að taka sjálfstæða ákvörðun. Þrátt fyrir að líklega sé ég meira mótfallinn aðild Íslands að ESB en fylgjandi, hef ég þá eindregnu skoðun að þjóðin eigi að fá að kjósa um málið. Það er af þeirri stærðargráðu að allt annað má kalla yfirgang og jafnvel valdníðslu af hálfu ríkisstjórnar. Óvissan myndi leiða til þess að við yrðum klofin í herðar niður í þessu máli um ókomin ár. Ekki nóg með það; við verðum sett í skammarkrók þjóða sem ekki er á treystandi í samningum né viðskiptum almennt. Fyrir rúmlega tveimur áratugum bjó ég um nokkurra ára skeið í Dan- mörku, einu af aðildarríkjum ESB. Á þeim tíma var Evrópusambandið stofnað í núverandi mynd með undirritun Maastrichtsamningsins en Dan- ir höfðu þá verið þátttakendur í Evrópusamstarfinu í nítján ár. Ytra starf- aði ég við matvælavinnslu og reyndi eftir því sem málakunnáttan leyfði að fylgjast með þjóðmálaumræðunni sem auðvitað snérist að stórum hluta um þetta nýja og endurbætta Evrópusamband. Þarna náði ég að prófa ýmsa þá hluti sem reynast Íslendingum hvað þyngstir í dag: Bjó um tíma í leiguhús- næði en síðar í eigin íbúð. Þarna kynntist ég kjörum venjulegs launþega, þurfti að leita á náðir bankakerfis til að fjármagna íbúðarkaup og vissi hvað var eftir af laununum þegar búið var að greiða skatta og skyldur. Í stuttu máli get ég fullyrt að kjör mín þarna ytra voru ekkert lakari en þau hefðu verið við sambærilegar aðstæður hér heima; með svipaða vinnu, við kaup á svipað stórri íbúð og svo framvegis. Þarna bjó ég semsagt í einu af Evrópu- sambands ríkjunum og ég upplifði mig eiginlega jafn frjálsan og ég geri hér heima. Því hef ég aldrei skilið þá Grýlu sem dregin er upp af þátttöku landa í slíku samstarfi. Slíkt er ekki bara svart eða hvítt. Engu að síður vil ég ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að Íslending- ar hafa sérstöðu þegar kemur að umráðarétti yfir auðlindum okkar. Við erum jú eyþjóð með talsvert mikla sérstöðu í útvegi sem er hlutfallslega stærri atvinnugrein en þekkist meðal annarra þjóða. Við síðustu ákvörð- un ríkisstjórnarinnar mun hins vegar aldrei reyna á hvort við með alla okk- ar sérstöðu hefðum fengið sérstaka meðhöndlun á forsendum hennar. Það finnst mér súrt. Líklega munum við heldur ekki fá val um annan gjaldmið- il, annars konar efnahagsstjórn en við þekkjum, jafnvel án verðtryggingar! Allir þessir valkostir eru með einu pennastriki slegnir út af borðinu eða í það minnsta dregið úr líkum að verði nokkru sinni. Hér munu peningaöfl áfram ráða, gengisfellt þegar hentar og svo framvegis. Ef nú verður samþykkt að afturkalla aðildarumsókn Íslands mun það hafa ýmsar afleiðingar. Það mun m.a. leiða til þess að útilokað verður að annað umsóknarferli hefjist í bráð og líklega ekki í okkar tíð. Hugsanlega þó helst ef yfir okkur myndi dynja annað þjóðargjaldþrot eða aðrar þær hörmungar sem kallað gætu á hreina og klára vorkunn annarra þjóða. Þrátt fyrir það myndi Evrópusambandið alltaf taka Íslendingum með varúð og tortryggni. Því er nær öruggt að kólna mun í samskiptum Íslands við aðr- ar þjóðir. Þróun og framtíð EES samningsins verður líklega í óvissu og um leið er Norðmönnum ögrað. Þeir eiga þar mikilla hagsmuna að gæta líkt og við og Liechtenstein. Án þeirra eigum við harla fáa vini eftir. Til að sátt náist um ákvörðun af þessari stærðargráðu verður einfaldlega að senda málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annað eins og af minna tilefni hef- ur verið gert áður. Hvað liggur svona á? Einhliða uppsögn viðræðna eins og ríkisstjórnarflokkarnir boða nú er versta mögulega niðurstaða sem hægt er að fá, hvar í flokki sem menn standa. Þessi niðurstaða er ekki einvörð- ungu slæm fyrir alþjóðasamstarfið heldur festir í sessi sundrungu meðal þjóðarinnar, og er þó ekki á bætandi. Magnús Magnússon. Laust fyrir klukkan eitt á sunnu- daginn var Björgunarsveitin Lífs- björg kölluð út vegna slasaðs manns við Rauðfeldargjá á sunnanverðu Snæfellsnesi. Aðdragandi slyss- ins mun hafa verið sá að maðurinn var ásamt öðrum á göngu í fjalls- hlíðinni við gjánna og mun hann hafa runnið niður hlíðina, fram af hengju og ofan í á. Björgunar- sveitarmenn ásamt sjúkraflutninga- mönnum og lækni fóru á staðinn. Aðstæður voru erfiðar á slysstað en hægt var að koma björgunarsveitar- bíl langleiðina upp að gilinu og létti það björgunarstörf til muna. Sam- kvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var maðurinn með meðvitund all- an tímann. Sjúkrabíllinn ók með manninn til móts við þyrlu Land- helgisgæslunnar sem flutti hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var talsvert slasaður. mm Endurskoðunar- og þekkingarfyrir- tækið KPMG mun opna skrifstofu í Stykkishólmi í næsta mánuði. Skrif- stofa fyrirtækisins verður til húsa að Aðalgötu 5, í sama húsi og Marz sjávarafurðir eru með starfsemi í dag. Það er Gyða Steinsdóttir frá- farandi bæjarstjóri Stykkishólms- bæjar sem mun veita skrifstofunni forstöðu og hefur hún störf hjá fyrirtækinu 1. mars næstkomandi. Nánar er greint frá starfslokum hennar í annarri frétt hér í blaðinu. Gyða verður eini starfsmaður skrif- stofunnar fyrst um sinn en hún kemur til með að starfa í nánu sam- starfi við skrifstofu KPMG í Borg- arnesi. Starfssvæði nýju skrifstof- unnar verður Snæfellsnes og næsta nágrenni, meðal annars sunnan- verðir Vestfirðir. Að sögn Haraldar Arnar Reynissonar verkefnastjóra hjá KPMG í Borgarnesi vill fyrir- tækið með þessu færa þjónusta sína nær heimafólki, enda sé það mark- mið fyrirtækisins. Gyða sem er viðskiptafræðing- ur að mennt hefur verið bæjarstjóri í Stykkishólmi frá sumri 2010. Þar áður var hún í samstarfi með Sig- urði Kristinssyni á bókahaldsstofu í bænum. Stefnt er að því að skrif- stofa KPMG í Stykkishólmi opni formlega í mars. Haldin verður sér- stök kynning samhliða opnuninni. hlh Bjarkey Gunnarsdóttir þingkona Vinstri grænna gagnrýndi á Al- þingi í gær forgangsröðun ríkis- stjórnarinnar sem birtist í frum- varpi fjármála- og efnahagsráð- herra um gjaldskrárlækkanir. Hún benti á að lækkanirnar snúi fyrst og fremst að lækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti á sama tíma og gjöld vegna heilbrigðisþjónustu sem hækkuðu verulega um áramót stæðu óhögguð. „Nú hefur verið lagt fram frumvarp um gjaldskrár- lækkanir þar sem m.a. er lagt til að álögur á áfengi, tóbak og bens- ín lækki og umhverfis- og auð- lindaskattur verði lækkaður,“ sagði Bjarkey og bætti við að að um 190 milljóna króna lækkun sé að ræða á gjöldum af áfengi og tóbaki. „Að ríkisstjórnin lækki áfeng- isgjaldið um 0,97% en hrófli ekki við 20% hækkun á heilbrigðisþjón- ustu, sem bitnar jú eins og við vit- um mest á þeim sem minnst hafa, verður til þess að maður spyr sig fyrir hvern þessi ríkisstjórn sé eig- inlega,“ sagði Bjarkey og bætti við: „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Hafi okkur fundist rang- indi vera í kerfinu eigum við að laga og leiðrétta rangindin en ekki með því að setja á eða hækka sjúklinga- gjöld og lækka á sama tíma álögur á brennivín og tóbak.“ mm Guðmundi Arasyni íbúa í Borgar- nesi finnst harla mikil mismunun fólgin í álagningu raforku og neyslu- vatns eftir því hvar fólk býr. Í stuttu bréfi til Skessuhorn segir hann að dreif- ing raforku sé 57% dýrari í dreifbýli en í þéttbýli og telur hann þetta óeðlileg- an verðmun. Þá seg- ir Guðmundur að gjald fyrir neyslu- vatn sé 27% hærra í Borgarbyggð en í 101 Reykjavík. Sama verðskrá gildir reyndar í Borgarnesi, Stykkishólmi og Grundarfirði þar sem OR rek- ur vatnsveiturnar á öllum þessum stöðum. „Hjá mér er fastagjald fyr- ir vatn 6.265 krónur og fermetra- gjald vatns 275,76 kr. Ég bý í 164,2 m2 húsi og er upphæðin sem ég á að greiða kr. 51.545,“ segir Guð- mundur. Í Reykjavík og á Akranesi er fastagjald vatns 5.491 kr. og fer- metragjald vatns 213,05 kr. Fyrir sambærilegt hús á þessum stöðum er vatnsgjald því 40.474 krónur, eða 27% ódýrara en í Borgarnesi. Guð- mundur óskaði eftir skýringum á þessum óeðlilega verðmun. Eiríkur Hjálmarsson upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykja- víkur staðfestir í svari til Skessu- horns það verð sem Guðmund- ur Arason nefnir. Hann segir að þeg- ar OR yfirtók vatns- veitumál í Borgar- nesi þá hafi það ver- ið áskilið í samningi við Borgarbyggð að ráðist yrði í tals- verðar fjárfesting- ar enda vatnsbólið á Seleyri ekki til fram- búðar. „Það varð að samkomulagi milli Orkuveitunnar og Borgarbyggðar að ráðist yrði í nokkr- ar fjárfestingar, þ.e. vatnsöflun í Grábrókarhrauni og lögð þaðan lögn sem þjónaði Borg- arnesi og bæjum á leiðinni. Hluti þess samkomulags var að tekna fyr- ir fjárfestinguna yrði aflað með því að vatnsverð yrði hærra í Borgar- byggð,“ segir Eiríkur Hjálmarsson. mm Göngumaður hrapaði í Rauðfeldargjá Rauðfeldargjá. Ljósm. úr safni. Sjúklingurinn færður úr bílnum og í þyrluna. Ljósm. Lífs- björg á Facebook. KPMG opnar skrifstofu í Stykkishólmi Gyða Steinsdóttir. Neysluvatn misjafnlega dýrt eftir þéttbýlisstöðum Lækka álögur á áfengi og tóbak en heilbrigðisþjónustu ekki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.