Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Frost og þýður til skiptis hafa ein- kennt tíðarfarið það sem af er ári. Þetta hefur ekki farið framhjá grunnskólabörnum í Borgarnesi sem hafa nýtt kuldatíðina síðustu vikur til bregða sér á skauta ásamt kennurum og foreldrum á ísilögð- um velli í bænum og nágrenni hans, m.a. á Álatjörn í Einkunnum. Að sögn Hilmars Más Arasonar að- stoðarskólastjóra hefur verið gott skautafæri á tjörninni síðustu vik- ur. Þar er góður klaki og gott pláss fyrir vant og óvant skautafólk til að athafna sig. Ýmsar listir hafa verið leiknar í þessum ferðum og þá hafi sumir leikið íshokkí. Hilmar seg- ir grunnskólann leggja áherslu á að hvetja nemendur sína til útivist- ar og eru skautaferðirnar liður í því starfi. Þá vill skólinn benda nem- endum og foreldrum á tækifærin sem bjóðast til útivistar í Borgar- nesi og nágrenni. „Vegna þessa höfum við verið að safna skautum undanfarin ár til að gera nemend- um kleyft að prófa. Skautarnir hafa verið gefnir skólanum eða keyptir á nytjamörkuðum á vægu verði. Við fengum til dæmis höfðinglega gjöf frá hjónunum Önnu Dóru Ágústs- dóttur og Jóni Karli Jónssyni sem gáfu okkur 13 pör af skautum fyr- ir nokkru,“ segir Hilmar sem segir gjafir sem slíkar nýtast vel. Fleiri svell hafa einnig verið nýtt í Borgarnesi til að fara á skauta, bæði af grunnskólabörnum og íbú- um. „Sumir hafa skautað á svelli sem hylur grasflötina í Skalla- grímsgarði. Þá ákvað Borgarbyggð að fylla eina byggingarlóð við bíla- stæði Landnámssetursins af vatni að okkar beiðni fyrir skemmstu til að búa til skautasvell. Þar er nú komin góður ís þar sem kjörið er að renna sér á skautum,“ bætir Hilm- ar við. Hann hvetur fólk eindregið til að draga fram skautana og nýta svellin meðan tíðin leyfir. hlh / Ljósm. Hilmar Már Arason. Línuveiðiskipið Rifsnes SH frá Rifi fór frá Akureyri árla á mánu- dagsmorgun eftir að viðgerð lauk á því hjá Slippnum þar í bæ. Rifs- nes skemmdist töluvert fyrr í mán- uðinum þegar óhapp varð í Rifs- höfn. Línuskipið Tjaldur SH var að keyra í spring sem kallað er þegar tógið slitnaði með þeim af- leiðingum að Tjaldur sigldi á skut Rifsness. Þrátt fyrir þó nokkrar skemmdir voru starfsmenn Slipps- ins aðeins um viku að gera við Rifs- nesið. Góður þorskur í Breiðafirði „Það þurfti að taka niður íbúðir aft- ast í skipinu til að komast að hluta skemmdanna. Meðal annars varð olíutankur fyrir hnjaski án þess það kæmi þó gat á hann. Hins vegar kom smá gat á íbúðahlutann en það var allt ofan sjólínu. Þetta er allt úr áli þarna aftur á. Þeir skáru þetta út með slípirokkum bæði á afturgafl- inum og þilfarinu,“ sagði Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Rifsnesi í samtali við Skessuhorn í gær. Rifs- nes var þá þegar komið á veiðar fyrir miðjum Breiðafirði, búið að leggja línuna og dráttur hafinn. Bjarni var búinn að draga níu rekka af línu þegar haft var sam- band við hann. Hann sagði að mjög góður þorskur væri að koma upp með línunni. „Veiðin er líka ágæt. Við höfum ekkert orðið varir við loðnuna á þessum slóðum. Það virðist minna um ýsu hér núna en var um daginn. Við höfum annars verið á flótta undan henni. Eins og allir aðrir höfum við oft þurft að sigla langar leiðir til að komast hjá því að fá ýsuafla. Það var þá ann- að fyrir um þremur árum þegar við leituðum að henni út um allan sjó. Allur okkar afli fer til vinnslu í húsinu heima í Rifi nema þá helst stærsti þorskurinn og aukategund- ir eins og karfinn. Það fer á mark- að.“ Allur afli er ísaður um borð og veiðiferðirnar stuttar. Aðeins er legið úti að jafnaði í tvo til fjóra sól- arhringa. Afar gott skip Útgerð Rifsness, Hraðfrystistöð Hellissands í Rifi, keypti skip- ið notað frá Noregi í lok síðasta árs. Það kom fyrsta sinni til sinn- ar nýju heimahafnar þann 20. nóvember. Rifsnes leysti af hólmi eldra skip með sama nafni sem hafði þjónað útgerðinni farsæl- lega um margra ára skeið. Nýja Rifsnesið var smíðað árið 1999, var áður gert út frá Måløy í Vest- ur Noregi og hét þá Polarbris. „Þetta er feikna mikið skip. Því var greinilega vel við haldið hjá Norðmönnunum. Öll aðstaða um borð er til fyrirmyndar, bæði vist- arverur og vinnuaðstaða. Þetta er mjög gott sjóskip og fer vel með mannskapinn. Það er kannski mesta byltingin, sagði Bjarni og hélt áfram að draga línuna. mþh/ Ljósm. Þorgeir Baldursson. Í sumar gefst ungum Íslendingum á aldrinum 18-28 ára tækifæri á fjög- urra vikna menningar- og ævintýra- ferð um slóðir íslensku landnem- anna í Vesturheimi. Snorri West verkefnið hefur verið starfandi í Manitobafylki í Kanada frá árinu 2001 en nú gefst þátttendum m.a. tækifæri á að ferðast um Íslend- ingaslóðir í Washington í Banda- ríkjunum. Verkefnið er skipulagt af Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vest- urheimi (INL of NA), Íslendinga- deginum í Gimli, Snorrasjóði og Íslendingafélögunum í fyrrnefnd- um ríkjum. Flogið verður til Washington 13.júní þar sem fulltrúar Íslend- ingafélagsins þar í borg taka á móti ungmennunum. Þar verður Hvíta Húsið heimsótt og þann 17.júní verður farið í mótttöku til sendi- herra Íslands. Að nokkrum dög- um liðnum verður farið til Kinmo- unt, Ontario, ferðast um Íslend- ingabyggðir þar og kynnst sögu og menningu afkomenda land- nemanna. Niagra fossarnir verða heimsóttir ásamt Toronto Island. Síðari hluti ferðarinnar fer fram á Nýfundnalandi en þar er að finna minjar fyrsta afkomanda Vestur Ís- lendinga, Snorra Þorfinnssonar. Undir lok ferðarinnar verður far- ið til Halifax og m.a. heimsótt safn sem hefur að geyma minjar Titanic skipsins. Á meðan á ferðinni stend- ur munu þátttakendur búa hjá fjöl- skyldum af íslenskum ættum. Kom- ið er heim að morgni 13. júlí. Það er samdóma álit þeirra ung- menna sem tekið hafa þátt í Snorra West að upplifunin sé ógleymanleg og að sterk vináttubönd hafi mynd- ast við þær fjölskyldur sem þátttak- endur hafa dvalist hjá. Þátttöku- kostnaður er 2.200 kanadadollar- ar (um 230.000 ISK) og er þá allt innifalið, þ.e. flug, ferðir, gisting og matur víðast hvar. Verkefnið er styrkt af Icelandic Festival of Mani- toba, Canada Iceland Foundation og Guttormsson Family Founda- tion. Umsóknarfrestur er til 7. mars n.k. og er hægt að nálgast umsókn- areyðublöð á vefnum www.snorri. is þar sem einnig finna má frekari upplýsingar. -fréttatilkynning Tveir vaskir skipverjar á Rifsnesi taka við kössum með frosinni beitu sem tekin var um borð á Akureyri. Rifsnes SH komið úr Slipp og farið á veiðar Línuveiðiskipið Rifsnes SH gert klárt til veiða frá Akureyrarhöfn. Þaðan var haldið beint í Breiðafjörðinn. Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Rifsnesi SH. Hann segist gamall sveitamaður, upphaflega frá Böðvarsholti í Staðar- sveit en nú búsettur á Rifi. Snorri West ævintýri fyrir unga Íslendinga Nemendur 4. bekkjar á skautum á svellinu við Landnámssetrið í síðustu viku sem Borgarbyggð lét gera að beiðni grunnskólans. Þar hafa bæði nemendur og íbúar rennt sér síðustu daga. Grunnskólabörn í Borgarnesi nýta gott skautafæri Nemendur grunnskólans ásamt vinaliðum á skautum á ísilagðri Álatjörn í Einkunnum. Eftir að hafa rennt sér á skautum brugðu vinaliðarnir á það ráð að grilla pylsur ásamt nemendum í fræðslurjóðrinu í Einkunnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.