Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein Að undanförnu hefur verið rætt um mögulega tvöföldun Hvalfjarðar- ganga í fjölmiðlum. Engum bland- ast hugur um að ný göng, samsíða þeim sem fyrir eru, munu auka á öryggi vegfarenda svo um munar. Stjórn Spalar hefur velt málinu fyr- ir sér í nokkur ár. Hitt er svo aft- ur annað mál að verkefni í umferð- armálum á svæðinu eru ærin og spurning hvað eigi að setja í for- gang. Hlutverki Spalar lýk- ur árið 2018 og þar með geta notend- ur ganganna ekið um þau – án sérstakr- ar greiðslu og verða þá loks komn- ir á sama bás og t.d. þeir sem aka yfir Hel l i she ið i eða suður til Kef lav íkur. Ný göng kalla á nýja gjald- heimtu sem gerir Akranes minna aðlaðandi fyrir fólk sem gæti hugs- að sér að búa þar. Það eitt og sér ætti að ýta við bæjarstjórn. Talsmanni Spalar hefur orðið tíðrætt um öryggið í göngunum og framtíðarspár í aukningu umferð- ar um leið og hann hefur talað fyr- ir því að skoða gerð nýrra ganga. Minna hefur farið fyrir umræðu um öryggi á vegum í næsta nágrenni. Það þarf að gera gangskör í að auka öryggi vegfarenda á Kjalarnesi sem og á vegunum sem liggja hvor í sína áttina frá norðurenda Hval- fjarðarganga. Skelfilegir mann- skaðar hafa átt sér stað á vegin- um undir Akrafjalli, en umferð um hann er mikil og of hröð. Hraða- myndavélar ætti að setja upp án taf- ar. Áðurnefndir vegir eru án mögu- leika til að taka fram úr á örugg- an hátt, enda freistast margir til glannalegs framúraksturs og valda sér og öðrum hættu. Göngin eru hins vegar hættuminni enda hraði bíla ekki nema um 70 km/klst. Bið- raðir þekkjast ekki nema á síðdegis á föstu- og sunnudögum á sumrin. Næsta skref í samgöngumálum á þessu svæði er að sjálfsögðu Sunda- braut, en hún er eina raunhæfa sam- göngubótin fyrir íbúða svæðisins - enda nái vegabæturnar til Akraness og að framtíðar þjóðvegur norður og vestur í land liggi þá leið. Mér finnst það ekki bera vott um fram- sýni að láta umræðuna snúast fyrst og fremst um gerð nýrra ganga undir Hvalfjörð. Áskell Þórisson Mánudaginn 10. febrúar sl. vor- um við hjónin stödd niðrá Stóru Kanaríu. Þá um kvöldið efndi Samkór Mýramanna, er þar dvaldi um vikuskeið, til tónleika í guðshúsi því sem þar í plássi er oftast kallað Sænska kirkj- an (Templo Ecuménico). Hús- fyllir var. Þótt ekki væri kórinn fjölmennur megnaði hann strax í fyrsta lagi sínu að fylla hina hljómgóðu kirkju með afar fal- legum söng – jafnradda, fylltum og hreinum. Efnisskráin var al- íslensk og sérlega fjölbreytt. Ekki ætla ég að telja þá sem komu þarna fram sem einsöngvarar og meðleikarar en öllum stjórnaði hún Jónína Erna Arnardóttir af þrótti og gleði auk þess sem hún kynnti lögin með skemmtilegum hætti. Mér fannst áhrifamikið að sitja þarna þúsundir míla frá Ís- landsströndum og hlusta á góða granna úr héraði reiða fram anga af landi okkar og þjóðmenningu með svo ágætum hætti. Hvað hæst reis söngur kórsins í þjóð- söngnum sem var lokaverkið þetta kvöld. Ég tók þá ofan gler- augun til þess að heyra betur og finna sem gleggst hver lög hann Stephan G. hafði að mæla í ljóð- inu sínu „Þótt þú langförull legð- ir“. Samkór Mýramanna er bú- inn að vera héraðsprýði í söng- lífi um áratuga skeið. Á þess- um fallegu og sérlega vel heppn- uðu kórtónleikum á Stóru Kan- aríu sýndi hann enn hvers hann er megnugur. Hann bætti góðri alin við lengd sína. Undirtektir hinna mörgu tónleikagesta sýndu glöggt hve vel og þakklátlega þeir mátu framlag kórsins. Mér fannst einkar gott að vera samsveitungur Samkórs Mýra- manna á þessu suðræna kvöldi og þakka tónleikana. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri Ég lærði í skátunum að lofa að gera skyldu mína við ættjörðina. Í gegn- um tíðina hef ég ekki mikið verið að velta fyrir mér hvað þetta þýddi en með aldrinum hefur þetta lof- orð æ oftar skotið upp kollinum hjá mér. Að lofa að gera skyldu mína þýðir þá væntanlega að við höfum ákveðnar skyldur við ættjörðina eða kannski bara samfélagið. Með hækkandi sól hellast inn á dagatöl okkar fundarboð vegna að- alfunda hinna ýmsu félaga. Kon- ur og menn sitja sveitt við að leita að nýju fólki í stjórnir, nefndir og ráð pólitískra flokka, íþróttafélaga, skóla, ungmennahreyfinga og líkn- arfélaga svo fátt eitt sé nefnt. Að leita að fólki til þátttöku í stjórnum er hinsvegar oft eitt erf- iðasta verkefni félaga enda slík störf oftast unnin í sjálfboðavinnu. Svo virðist nefnilega að allir séu svo uppteknir. Svör eins og „Guð! ég má ekki vera að því“, „Ég hef ekki áhuga“ eða bara „Æ nei, ég held að það sé nú ekki skemmtilegt,“ berast um stafræna samskiptakerfið okkar. Vissulega kann svo að vera að fólk sé bundið um tíma vegna anna s.s. vegna barna, náms eða veikinda. En hvernig eigum við að halda úti félagsstarfi sem hluta af okkar sam- félagi ef við ætlum okkur aðeins að vera þiggjendur? Er kannski kom- inn tími til að við veltum líka fyr- ir okkur skyldum okkar við sam- félagið? Að við gefum kost á okk- ur þegar til okkar er leitað og lít- um á það sem samfélagsþjónustu okkar að vera þátttakendur. Það er nefnilega þannig að kannski þarf ekki allt bara að vera svo æðislega skemmtilegt, kannski þurfum við að vera þátttakendur til að gera verkefni skemmtileg. Kannski ætt- um við ekki bara að vera upptekin við að taka þátt í íþróttastarfinu á æfingum eða fylgja börnum okkar eftir. Kannski ættum við ekki bara að sitja og agnúast út í þá sem gáfu kost á sér í ráð, nefndir og stjórnir heldur vera þátttakendur. Kannski er komin tími til að við veltum fyr- ir okkur að segja já næst þegar leit- að er til okkar um þátttöku í stjórn íþróttafélagsins, nefnd hjá skólan- um eða að vera á lista hjá stjórn- málaflokknum. Eða, kannski ætt- um við að vera svo djörf að bjóð- ast til að vera í stjórninni að fyrra bragði. Kannski verður samfélagið okkar allt aðeins virkara ef hjálp- umst öll að við að gera skyldu okk- ar. Eydís Líndal Finnbogadóttir, Akranesi. Í umræðunni um ESB eða ekki ESB sagði Gunnar Bragi Sveins- son, þingmaður þessa kjördæm- is og ráðherra: ,,ESB er í raun ekki í stakk búið til að taka á móti vel- megandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðis- grundvelli.” Fyrri hluti þessarar fullyrðing- ar lýsir dæmafáu þekkingarleysi á stöðu efnhagsmála og stöðu hins almenna borgara á Íslandi og þá ekki síður á stöðu mála í hans eig- in kjördæmi. Kaupmáttur Íslendinga er sá lang lakasti á Norðurlöndum og vel und- ir meðaltali Evrópu. Tekjur Íslend- inga munu vera tæplega 20% lægri en meðaltekjur í Evrópu, þar sem meðallaun eru nokkuð undir 400 þúsund krónum á mánuði. Seg- ir þetta okkur að ca. 80.000 krón- ur vantar í launaumslagið hjá með- al launþega í mánuði hverjum til þess að hann standi þar jafnfætis og munurinn milli Íslands annars veg- ar og Noregs, Danmerkur og Svíð- þjóðar hins vegar er enn meiri. Vextir íbúðalána hér eru a.m.k. 4% hærri en í Evrópu og Skandi- navíu. Líklega munu hókus pókus aðgerðir Framsóknarflokks í efn- hagsmálum leiða til frekari hækk- unar þeirra. Líklega eru háir vext- ir íbúðalána merki um sérstaka vel- megun. Verðbólga hér er nú að minnsta kosti 100% hærri en í nágranna- löndum okkar og spá greiningar- deildar Arion banka gerir ráð fyr- ir hækkandi verðbólgu. Verðbólga langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar er líklega merki um velmegun. Ónothæf mynt og gjaldeyrishöft sem leiða af sér sérstaka spillingu og gullin tækifæri til aukins hagn- aðar fyrir þá sem fóru með fjármuni til Tortóla fyrir hrun, eru líklega vísbending um sérstaka velmegun þjóðarinnar. Líklega er landflótti lækna, hjúkr- unarfræðinga, ljósmæðra, tölvunar- fræðinga, tækni- og verkfræðinga og iðnaðarmanna merki um sér- staka velmegun. Ekki hefur verið vart við ánægju meðal Skagfirðinga á niðurskurði á löggæslu og heilsugæslu. En ef eitthvað er að marka þingmanninn þá er hin andfélagslegi og almenni niðurskurður, í heilsugæslu, í lög- gæslu, í skólamálum og í annarri opinberri þjónustu merki um vel- megun þjóðarinnar. Á síðustu 15 árum hefur íbú- um Skagafjarðar fækkað um 8% og íbúum Austur-Húnavatnssýslu um 18% á meðan landsmönnum hefur fjölgað um 18%. Líklega má rekja þessa þróun til velmegunar á svæð- inu. Veruleikinn er sá að ráðherrann virðist afar illa upplýstur um efna- hagslega stöðu og efnahagslegar horfur, hvort sem horft er til allr- ar þjóðarinnar eða þess kjördæmis sem hann var kosinn fyrir. Rétt væri að þingmenn Fram- sóknarflokksins kæmu með efna- hagsstefnu fyrir þjóðina og bentu á leiðir til uppbyggingar á lands- byggðinni, stefnu og leiðir til raun- verulegrar velmegunar fyrir al- menning. Að rugla um eitt í dag og annað á morgun og reka Seðla- bankastjórann mun engu breyta. Borgarnesi, 23. febrúar 2013 Guðsteinn Einarsson. Ný göng, Sundabraut og umbætur á vegum Að gera skyldu mína Velmegun Íslands eða hvað? Íslenskir kórtónleikar á Stóru Kanaríu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.