Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Dvalar- og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi fékk góðar gjafir afhentar síðastliðinn fimmtu- dag. Þá komu nokkrar konur úr Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi í heimsókn og gáfu heimilinu tvo nýja og þægilega rafknúna hæg- indastóla og fjóra stofulampa með lesljósum. Það var Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar sem veitti gjöfinni viðtöku. Bjarki notaði tækifærið og þakkaði Öglukonum fyrir gjöf- ina og þann hlýhug og stuðning sem klúbburinn hefur sýnt Brák- arhlíð alla tíð. Að sögn Jóhönnu Möller, formanns verkefnanefnd- ar Lionsklúbbsins Öglu, eru gjaf- irnar keyptar með fé sem safnað hefur verið í líknarsjóð klúbbsins í hinum ýmsu fjáröflunum á liðnum misserum. Nefndi hún sölu kerta, jóladagatals og með útgáfu Öglu- blaðsins. Þar skiptir stuðningur og þátttaka samfélagsins miklu máli því það tryggir að hægt sé að gefa gjafir sem þessar. Að sögn Bjarka verða stólarnir tveir og lamparnir í setustofum á annarri hæð Brák- arhlíðar og koma án efa til með að nýtast heimilisfólki vel í framtíð- inni. hlh Stillt sér upp við nýju stólana og lampana. Standandi f.v. Jóhanna Möller, Lilja Ólafsdóttir, María Eyþórsdóttir formaður Öglu, Auðbjörg Pétursdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar. Sitjandi í nýju hægindastólunum eru þau Halla Magnúsdóttir og Ingigerður Benediktsdóttir íbúi í Brákarhlíð. Öglukonur færðu Brákarhlíð góðar gjafir skrefið því þetta yrði eini leikskól- inn í boði á svæðinu og foreldrarn- ir höfðu ekkert val. Einn pabbinn sagði þá mjög eftirminnilega setn- ingu: „Við höfðum heldur ekkert val áður.“ Þessum foreldrum þótti ekkert flóknara að geta bara val- ið um Hjallastefnuleikskóla held- ur en einhvern öðruvísi leikskóla. Þarna áttaði ég mig á því að við þurfum ekki að biðjast afsökunar á því að vera öðruvísi. Ég mun aldrei gleyma þessari einföldu og eftir- minnilegu setningu. Úr varð að Hraunborg gekk bæði faglega og rekstrarlega inn í Hjallastefnuna,“ segir Margrét Pála. Á Tálkna- firði hafa foreldrar og nemendur heldur ekki val um aðrar stefnur. Í Tálknafjarðarskóla, sem er sam- einaður leik,- grunn- og tónlistar- skóli, stunda ríflega sjötíu nemend- ur nám og er Hjallastefnan á öllum stigum skólans. Sá skóli er sá fyrsti þar sem Hjallastefnan er innleidd á unglingastigi. „Það er mjög gott gengi á Tálknafirði. Stefnan veit- ir skólanum í senn stuðningsnet og tækifæri. Þá stendur samfélagið fyrir vestan stórkostlega með okk- ur. Auðvitað heyrast alltaf einhverj- ar raddir sem eru ekki sammála öllu en það er bara eðlilegt. Þetta hefur gengið mjög vel.“ Ekkert einelti Ekkert einelti er mælanlegt í Barna- skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og er það eini skóli borgarinnar sem nær þeim árangri. Sömu sögu er að segja innan annarra skóla Hjalla- stefnunnar. Þar er einelti eitthvað sem þekkist vart og eru aðeins örfá dæmi þar sem einelti hefur komið við sögu frá því Hjallastefnan var stofnuð. Ætla má að aðferðir Mar- grétar Pálu séu því að virka. En hvað var gert til að koma í veg fyr- ir einelti? „Við hentum út frímín- útum, matsal, fjölmennum hópum á göngum, vinnuramma kennara og stundatöflum. Allir kennarar hafa verið mjög áhugasamir og reiðu- búnir að gera miklar breytingar. Við höfum sömu áherslur í grunn- skólanum og leikskólanum nema við göngum enn lengra,“ útskýrir hún. Breytingarnar eru því miklar en árangurinn er ótrúlegur. En framfarir kosta breyting- ar. Margrét Pála segir að kerfið sé orðið of gamalt og virki ekki nógu vel eins og það er. Það þurfi því að breyta aðstæðum. „Fólk spyr alltaf: „Af hverju náum við ekki jákvæðum breytingum á skólunum?“ Svar- ið er að ef grunnskólakerfið breyt- ist ekki, þá verða ekki breyting- ar á skólunum heldur. Kerfið með miðstýrðri námskrá, miðstýrðum kennarasamningum og naglföst- um hefðum er nefnilega vinnu- rammi skólanna og kerfinu eigum við að breyta til að skólanir dafni og breytingar verði. Hver einasti skóli þarf að vera leiftrandi af nýsköp- un, kennarar og skólastjóri þurfa að vera listamenn. Starfsmannahópur- inn verður að skapa aðstæður þar sem öllum líður vel og tekst vel til. Við erum núna leiksoppar aðstæðn- anna í kerfinu. Við breytum ekki skoðunum fólks eða skoðunum barna, en það er vel framkvæman- legt að breyta aðstæðum. Gefum- skólunum meira frjálsræði í nám- skrám, galopnum kennarasamn- ingana, hendum öllu vinnufyrir- komulagi í aðstæðum barna sem virka ekki, könnum líðan barnanna sjálfra, spyrjum þau hvað þau vilja og þá skulum við sjá að eitthvað fari að gerast.“ Óttaðist breytta vindátt Í dag er Hjallastefnan víða eftirsótt. Þar sem fólk á val sækjast foreldr- ar eftir að setja börnin sín í leik- skóla og grunnskóla með Hjalla- stefnu og eru biðlistar langir. Það var ekki alltaf þannig. „Ég er vön að sigla í mótbyr. Ég kunni svo vel að haga seglum í mótbyr að ég fyllt- ist skelfingu þegar ég skynjaði að vindáttin hafði breyst. Í meðbyr koma væntingar og trú til lausn- anna sem Hjallastefnan býður uppá og í meðbyr er ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef ekki tekst vel til,“ segir Margrét Pála og lýsir auðmýkt og þakklæti til þeirra sem sköpuðu svona mikinn meðbyr með nýjum hugmyndum hennar. „Með- byrinn er fyrst og fremst fallegar og góðar hugsanir fólks til Hjallastefn- unnar.“ Rannsóknir hafa sýnt að Hjalla- stefnan kemur vel út í samanburði við aðra skóla. „Þær fáu rann- sóknir sem hafa verið gerðar, sýna að ef finnanlegur munur er, þá er hann okkur í hag. Síðasta rann- sóknin sem gerð var sneri að mæl- ingum á hávaða í leikskólum. Þar sýndi rannsókn dr. Valdísar Jóns- dóttur að Hjallastefnuleikskólarnir mælast með minni hávaða en aðr- ir leikskólar. Það er eftirsóknar- verð staða. Ég sjálf gerði rannsókn til meistaragráðu á Hjallabörnum sem fóru í venjulegt skólakerfi eft- ir leikskóla. Um margt komu þau út eins og önnur börn en það mæld- ist þó munur á nokkrum sviðum. Sjálfsmatið var að hluta til sterkara og þeim virtist ganga betur í skóla. Stelpurnar voru líklegri til að eiga bæði stráka- og stelpuvini í sínum vinahópi. Það sem raunverulega gladdi mig þó mest var að börnin mældust jákvæðari og opnari gagn- vart því að vinna með hinu kyn- inu.“ Frávikshópar settir á jaðarinn Erlendis er hugmyndafræðin um Hjallastefnuna þekkt. Leikskólar á Norðurlöndum eru margir að nota áhrif frá Hjallastefnunni og auk þess einn leikskóli á Ítalíu. Í Noregi er einn leikskóli sem starfar 100% eftir aðferðum Hjallastefnunnar. Hugmyndafræðin er kynnt víða í uppeldis- og menntunarfræðum í háskólum en ekki hér á landi. Gerð var heimildamynd um Hjallastefn- una sem var textuð og sýnd á rík- issjónvarpi allra Norðurlandanna, nema á Íslandi. Blaðamaður veltir fyrir sér orðrómi þess efnis hvort undirliggjandi fordómar fyrir sam- kynhneigð Margrétar Pálu gæti haft eitthvað að segja með hvernig Hjallastefnunni var lengi vel tekið hérlendis. Hún telur það ekki ólík- legt. „Frávikshópar og jaðarhópar njóta ekki sömu virðingar og aðr- ir án þess að fólk geri sér grein fyr- ir því. Þar á ég við fatlaða, inn- flutta, fólk af öðrum kynþætti, sam- kynhneigða og fleiri. Öll erum við „jöðruð“ og við getum lifað ágætis lífi, nema okkur leyfist minna fyr- ir vikið. Ef illa launaður Pólverji sem talar slaka íslensku færi t.d. í opinbera launabaráttu myndi hann fá verri viðbrögð en Íslendingur í sömu stöðu. Það er staðreynd að konur eru enn með lægri laun en karlar og svo framvegis. Ef ég hefði verið gagnkynhneigð kona í hjóna- bandi með vísitölufjölskyldu hefði mér leyfst að prófa mig áfram með þessi mál án þess að fá svona harka- leg viðbrögð,“ segir Margrét Pála. „Meira að segja hóflega framsett gagnrýni á Hjallastefnunni byggir á duldum fordómum þess sem mælir og viðkomandi hefur oft ekki hug- mynd um það. Þessir duldu for- dómar eru alvarlegu fordómarn- ir á Íslandi, “ bætir hún við alvar- leg í bragði. Munaðarleysingja­ heimili í Tansaníu Við höfum setið og spjallað lengur en til stóð. Teið er löngu búið og Margrét Pála þarf að sigla á önn- ur mið. Það er mikið að gera hjá stofnanda og stjórnarformanni Hjallastefnunnar. Síminn hennar hringir oft og greinilega er í mörg horn að líta. Hún hefur einnig nóg að gera í útlöndum og er fljót- lega á leið til Afríku. Þar hefur hún stofnað heimili fyrir munað- arlausar stúlkur. „Í Tansaníu hef- ur verið alnæmifaraldur sem hefur lagt ungt fólk í hrönnum og aukið fjölda munaðarlausra. Ég og kon- an mín, mágkona mín og maður hennar, sem er Tansaníubúi, stofn- uðum því þetta heimili. Það er rek- ið með mánaðarlegum framlögum, aðallega frá vinum hér á Íslandi svo og fjölskyldu minni og konunnar minnar.“ Léttleikandi samfélag Framundan hjá Hjallastefnunni er áframhaldandi uppbygging ef tæki- færin gefast. Margrét Pála er fegin því að Hjallastefnan er ekki valda- stofnun heldur léttleikandi samfé- lag og vill bara að hún vaxi og dafni á meðan hún nýtur hlýrra hugsana foreldra og annarra. Hún líkir upp- byggingunni við fjölskylduna sem kemur heim eftir vinnu og kíkir í ísskápinn til að sjá hvað er hægt að kokka þann daginn. „Með öðrum orðum: Við brösum með skólana okkar og þegar tækifæri opnast og einhverjir foreldrahópar, starfs- mannahópar eða sveitarstjórnir biðja okkur að koma í samvinnu, þá skoðum við það ljúflega en hönn- um enga atburðarás sjálf. Ég er stolt af því að Hjallastefnan starf- ar eingöngu þar sem meirihluti eða allir þessara þriggja aðila hafa leit- að til okkar og vilja okkur. Þá má bæta því við að við erum núna í mjög góðri samvinnu við Reykja- víkurborg um aukna uppbyggingu og styrkingu vegna skólastarfs okk- ar í borginni. Þar á meðal vonumst við til að byrja með miðstigsskóla innan skamms,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir að lokum. grþ Margrét Pála hefur meðal annars hlotið fálkaorðuna fyrir störf sín að skólamálum. Ljósm. Kristinn Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.