Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Eternal Light: A Requiem eftir Howard Goodall Kór Akraneskirkju ásamt hljóðfæraleikurum Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson Aðgangseyrir kr 2.500 Kalmansvinir kr. 2.000 Forsala er í versluninni Bjargi við Stillholt og í Iðnskólahúsinu við Vinaminni. Ekki er tekið við greiðslukortum Sunnudaginn 2. mars 2014 kl. 17 að Kalmansvöllum 1 (áður Nettó) Freisting vikunnar Í tilefni bolludagsins, sem er næst- komandi mánudag, finnst okkur tilvalið að birta uppskrift af vatns- deigsbollum. Margir halda að erf- itt sé að baka slíkar bollur en þessi uppskrift á að vera gulltryggð, eða svo segir sagan. Uppskriftin er stór en auðvelt er að helminga hana, fyrir þá sem ekki vilja fá of margar bollur. Fjöldi bollanna fer eftir stærð þeirra, þessi tel- ur um það bil 40 með- alstórar bollur eða allt upp í 70 litlar. 1 líter vatn 500 gr. smjör 500 gr. hveiti 10-15 egg 2 tsk. salt. Vatnið, saltið og smjörið er sett saman í pott og suðan látin koma upp. Potturinn tekinn af hellunni og hveitinu hrært saman við (best er að gera það með handþeytara). Potturinn er settur aftur á helluna og látið „sjóða“ í augnablik á með- an hrært er. Hrærið vel með þeyt- aranum þar til deigið verður gljá- andi og sleppir bæði þeytara og potti. Látið aðeins kólna. Öllu hellt í hrærivélaskál (eða stóra skál og nota handþeytara) og einu og einu eggi er hrært saman við. Nú á deigið að vera þétt og samfellt. Sett á bökunar- plötu klæddri bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautað í toppa með rjómasprautu. Bakað við 180 gráður í 25-35 mín. Það er alveg bannað að opna ofn- inn of snemma, alls ekki fyrstu 20 mínúturnar. Bollurnar eiga að vera orðnar gullbrúnar áður en ofninn er opnaður, annars falla þær. Ef ekki er notaður blástur- sofn er líklegt að bollurnar þurfi að vera í ofninum í 35 mínútur. Skerið hverja bollu í tvennt og setjið rjóma á milli. Ómissandi er að setja góða sultu eða Royal búð- ing með rjómanum sem fyllingu. Setjið súkkulaðiglassúr á toppinn á hverri bollu. Eins og fram hefur komið í Skessu- horni hafa nokkuð róttækar breyt- ingar verið gerðar á fyrirkomu- lagi krabbameinsleitar á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi. Einnig er í bígerð að hefja leit að ristilkrabbameini á samskonar hátt og leitað er eftir brjósta- og legháls- krabbameini í konum. Til að kynna þessi mál betur hefur Krabbameins- félag Akraness og nágrennis boð- að til kynningarfundar á sal Fjöl- brautaskólans á Akranesi fimmtu- dagskvöldið 6. mars nk. „Ákveðið hefur verið að leit eft- ir brjóstakrabbameini verði hætt á Akranesi en konur á svæðinu verða hér eftir boðaðar í skoðun á Leit- arstöð Krabbameinsfélags Íslands í Reykjavík. Leghálsskoðun verður eftir sem áður framkvæmd á Akra- nesi en með einhverjum breyt- ingum þó,“ segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Akraness og ná- grennis. Breytingar á fyrirkomulagi krabbameinsskoðunar á Akranesi hafa valdið nokkurri óvissu og jafn- vel uppnámi hjá konum á svæðinu. „Krabbameinsfélag Akraness og ná- grennis hvetur því sérstaklega kon- ur sem hingað til hafa nýtt sér þjón- ustuna á Akranesi til að koma og kynna sér í hverju þessar breytingar munu felast. Kristján Oddsson yfir- læknir á Leitarstöð Krabbameinsfé- lags Íslands kemur og útskýrir nánar í hverju breytingarnar felast. Karlar eru jafnframt hvattir til að mæta á kynningarfundinn þar sem Fritz H. Berndsen, yfirlæknir hand- lækningadeildar HVE á Akranesi og sérfræðingur í almennum skurð- lækningum, mun á fundinum fjalla um ristilkrabbamein en í bígerð er að leita eftir ristilkrabbameini á samskonar hátt og nú er leitað eft- ir brjósta- og leghálskrabbamein- um hjá konum. Inn á milli fróð- legra krabbameinserinda verða síð- an stórskemmtileg tónlistaratriði sem verða frekar auglýst er nær dregur. Vinnustaðahópar, sauma- klúbbar, matarklúbbar, konur og karlar ættu því að taka frá fimmtu- dagskvöldið 6. mars og fjölmenna á fræðandi og skemmtilegan viðburð í FVA. Svo er ekki seinna vænna að fara að safna í mottu því mottum- ars er handan við hornið,“ segir í til- kynningu frá félaginu. mm Áhugamenn um byggðamál og framtíð landbúnaðar og matvæla- vinnslu koma ekki að tómum kof- anum laugardaginn 8. mars næst- komandi á Hvanneyri. Þá verður efnt til málþings í Ársal Landbún- aðarháskólans undir yfirskriftinni Nýsköpun og framtíðarsýn í sveit- um. Það er kvikmyndafyrirtækið Búdrýgindi í Árdal í Andakíl, sem framleitt hefur sjónvarpsþættina um „Hið blómlega bú,“ sem stend- ur fyrir málþinginu. Að sögn Bryn- dísar Geirsdóttur hjá Búdrýgindum er málþingið opið öllum og vonast hún til að sem flestir bændur láti sjá sig og allir áhugamenn um afurða- framleiðslu í sveitum. „Framsögu- menn eru einvalalið, allir sérfræð- ingar á sínu sviði. Fyrirlestrarnir verða nokkuð stuttir og skorinorðir því vonin er sú að frjóar umræður skapist í kjölfar þeirra,“ segir Bryn- dís sem vonar að fólk láti ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara. Framsögumenn á málþinginu verða þau Vilhjálmur Egilsson rekt- or Háskólans á Bifröst, Domini- que Pledel Jónsson hjá Slow Food Reykjavík, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður hjá Vík-Prjónsdóttir og verkefninu Stefnumóti hönnuða og bænda, Gunnþórunn Einarsdótt- ir hjá Matís, Arnheiður Hjörleifs- dóttir hjá Ferðaþjónustunni Bjart- eyjarsandi, Davíð Freyr Jónsson hjá Arctic Seafood og matarsmiðju í Borgarnesi og Guðrún Bjarnadótt- ir, meistaranemi við LbhÍ og eig- andi Hespu í Andakíl. Dagskrár- Það var þétt setið í sal Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í liðinni viku þeg- ar haldið var fræðsluþing vitundar- vakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Innanríkisráðuneytið, menntamála- ráðuneytið og velferðarráðuneytið stóðu að vitundarvakningunni og hafa ráðherrar þessara ráðuneyta lagt áherslu á að mæta á þingin eft- ir því sem við verður komið. Með- al mælenda voru Jóna Pálsdótt- ir, formaður verkefnisstjórnar Vit- undarvakningar sem kynnti verk- efnið, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir handritshöfundur og verkefnastjóri Fáðu já, Hjördís Eva Þórðardóttir frá UNICEF á Íslandi, Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barna- húss, Anna Kristín Newton, sál- fræðingur frá Stuðlum og Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu. Þegar frummæl- endur höfðu lokið ræðum sínum var hópastarf og umræður. Markmið Vitundarvakning- ar er að fræða börn og unglinga, og þá sem með þeim starfa. Sext- án fræðsluþing á vegum Vitundar- vakningarinnar hafa verið haldin um land allt og hafa þau verið vel sótt. Ljóst er að mikill áhugi er á markvissu og víðtæku samstarfi til að verja börn fyrir ofbeldi í hvaða mynd sem það kann að birtast. tfk Allir alvöru sælkerar elska bolludaginn árlega, sem verður mánudaginn 3. mars. Tilvalið er að baka vatnsdeigsbollur um helgina af því tilefni. Vitundarvakning gegn hvers­ konar ofbeldi gegn börnum Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum rædd á málþingi stjóri verður Kolfinna Jóhannes- dóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Framsöguefni verða fjölbreytt og verða m.a. um hönn- un, matvælavinnslu, matvælaþróun og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt. Kaffiveitingar verða seldar á staðnum á vegum kvenfélagsins 19. júní á kr. 500. Málþingið stendur yfir frá kl. 13-16. hlh Kynningarfundur á Akranesi vegna breytinga á krabbameinsleit Vatnsdeigsbollur Frá Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.