Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Aðalfundur Rauða krosssins á Akranesi verður haldinn fimmtudaginn 6. mars kl. 17:15 í húsnæði deildarinnar Skólabraut 25a. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf• Jón Brynjar Birgisson sviðsstjóri neyðarvarnasviðs, • kynnir Neyðarmiðstöðina og önnur verkefni Önnur mál• Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin Aðalfundur Sk es su ho rn 2 01 4 Glæpir og misgjörðir í brennidepli. Árni Þórarinsson, Glæsir, Guðmundur Andri Thors- son, Ekki verður feigum forðað, Ármann Jakobsson, Júlíönusúpa, Sæmd eða vansæmd, Galdur er afbrot, Alexía Björk Jóhannesdóttir, Skáldsagnahöfundurinn og miðaldaarfurinn, Geirríðarveisla um þjóðbraut þvera og fl og fl. Nú er rétti tíminn að láta Hólminn heilla sig. Sjá dagskrá á Facebook: Júlíana hátið sögu og bóka. Júlíana hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi 27. febrúar – 2. mars, 2014. Járniðnaðarmaður óskast Óskum eftir vönum járniðnaðarmanni á starfstöðina á Grundartanga. Upplýsingar gefur Björn í síma 6603537. Sk es su ho rn 2 01 4 Vesturhraun 1 - 210 Garðabær Nú á dögunum bættust tveir nýir bílar í flota Ragnars og Ásgeirs ehf. í Grundarfirði. Keypti fyrirtækið einn Volvo FH 16, 750 hestafla bíl og annan Volvo FH 13, 500 hestafla bíl. Fyrir áttu Ragnar og Ásgeir ann- an Volvo FH 16, 750 ha bíl sem þeir keyptu á liðnu sumri. Bílar þessir eru mikil fjárfesting en kominn var tími á endurnýjun á nokkrum bíl- um. Á meðfylgjandi mynd eru feðg- arnir Ásgeir Ragnarsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson við báða Volvo FH 16 bílana, en Ásgeir Þór ekur bíln- um sem hann stendur við. tfk Ragnar og Ásgeir endurnýja hluta bílaflotans sig, allavega nú það sem af er vetri. Þar er mikið líf fugla og hvala. Há- hyrningarnir koma til dæmis alveg upp að grjótgarðinum og brúnni þaðan sem má fylgjast með þeim. Ferðamenn sem upplifa þetta verða alveg agndofa. Fólk æpir yfir sig af hrifningu. Grundarfjörður er líka mikil paradís fyrir göngufólk. Hér hafa margar leiðir verið merktar. Svo er náttúrusýnin svo falleg. Mér finnst til að mynda Helgrindurnar hér fyrir ofan alveg stórfenglegar. Það er einhvern veginn svo mikill kraftur í þeim.“ Óþrjótandi verkefni Alda Hlín segir að þó margt jákvætt hafi gerst þá sé enn margt óunnið í því að þróa og byggja upp ferða- þjónustuna á Snæfellsnesi. Það sé verið að gera góða hluti. „Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru að verða samstilltari í markaðssetn- ingu. Við höfum það að markmiði að koma fram sem ein heild, Snæ- fellsnes, í því kynningarefni sem við erum að útbúa. Það er ávinningur fyrir okkur öll að gera þetta svona. Fá fólk inn á svæðið og halda því þar. Við vinnum mikið með Mark- aðsstofu Vesturlands en hún er að inna af hendi alveg frábært starf. Svo er ýmislegt að gerast hér í Grundarfirði. Við höldum auðvitað upp á sjómannadaginn, 17. júní og bæjarhátíðina „Á góðri stund.“ Síð- an rekum við upplýsingamiðstöð- ina hér í sumar og hér verður vænt- anlega bryddað upp á ýmsum uppá- komum.“ Það er í mörg horn að líta í Grundarfirði og fráleitt að láta sér leiðast. „Nú síðast hef ég tekið mér tak í að kynnast betur sjálfri stjórn- sýslunni. Ég fór á minn fyrsta bæj- arstjórnarfund nýverið til að fylgj- ast með og það var mjög gaman. Svo tók ég pungaprófið svokall- aða áður en að ég kom hingað til Grundarfjarðar. Það veitir réttindi til að stýra skipum undir 12 metra lengd. Ég tók það í fjarnámi. Ég fór einu sinni á grásleppuvertíð og fékk þá smá nasaþef af sjómennsk- unni. Kunni vel við mig á sjó. Það væri gaman að eiga lítinn bát til að komast á veiðar héðan frá Grund- arfirði.“ Gott að búa í Grundarfirði Alda Hlín Karlsdóttir er mjög sátt eftir átta mánaða búsetu í Grund- arfirði. „Mig langaði til að búa úti á landi. Grundarfjörður er að mörgu leyti mjög líkt samfélag og Bíldudalur. Að flytja hingað var líka ákveðið tækifæri fyrir manninn minn. Hann er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur en fékk með þessu kost á að kynnast landsbyggðinni. Grundar- fjörður er ekki of langt frá höfuð- borgarsvæðinu. Það er alveg hægt að skreppa þangað og fara heim aft- ur á einum degi. Honum líst alltaf betur og betur á Grundarfjörð eftir því sem hann er hér lengur. Strák- arnir okkar eru alsælir hér,“ segir hún að lokum. mþh Hið heimsfræga Kirkjufell í Grundarfirði virkar eins og segull á ferðamenn. Hér kemur skemmtiferðaskip til Grundafjarðar. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Kynningar– og samráðsfundur Landsskipulagsstefna 2015-2026 Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026 verður kynnt fimmtu- daginn 27. febrúar klukkan 14:00-16:00 í Símenntunar- miðstöðinni á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Dagskrá fundar: Lýsing Landsskipulagsstefnu 2015-2026 Kynning á lýsingu, umræður og fyrirspurnir Hverjar eru þínar áherslur fyrir landsskipulagsstefnu? Hópavinna, umræður um áherslur Samantekt hópavinnu Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru beðnir að tilkynna það á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is. Hægt er að nálgast lýsinguna á vef landsskipulagsstefnu www.landsskipulag.is. Miðsvetrartónleikar í Borgarneskirkju 5. mars 2014 kl. 20.30 Jónína Erna Arnardóttir Hallbjörg Erla Fjeldsted Jónína Erna Arnardóttir Steinunn Pálsdóttir Ásdís Haraldsdóttir Hallbjörg Erla Fjeldsted Kristinn Helgi Eldjárnsson Olgeir Helgi Ragnarsson Theodóra Þorsteinsdóttir Þorkell Guðbrandsson Stjórnandi: Meðleikur: Einsöngur: Enginn ákveðinn aðgangseyrir. En tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar starfi kórsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.