Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Forvarnarfundur LBD: Í samvinnu við sam- starfshóp um forvarnir í Borg- arbyggð tók lögreglan í Borg- arfirði og Dölum nýverið þátt í forvarnarfundi fyrir for- elda um varnir gegn áfeng- is- og fíkniefnaneyslu ung- menna. Fundurinn var hald- inn í Hjálmakletti og mættu rúmlega fjörutíu til fundarins. Fíkniefnahundurinn Nökkvi var kynntur á fundinum og fluttur fyrirlestur um fíkni- efnamál og forvarnir. Lífleg- ar umræður urðu um varnir gegn fíkniefnaneyslu og hver staða mála væri í þeim málum í umdæminu, segir m.a. í dag- bók lögreglunnar. –þá Atvinnuleysi jókst lítillega LANDIÐ: Skráð atvinnu- leysi í janúar 2014 var 4,5% og jókst að meðaltali um 0,3 prósentustig frá desember, að því er fram kemur í mánaðar- legu yfirliti Vinnumálastofn- unar. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði atvinnulausum um 125 að meðaltali en á lands- byggðinni um 236. Atvinnu- leysið var 4,7% í janúar á höf- uðborgarsvæðinu og 4,3% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum, 7,5%, en minnst á Vestfjörðum 2,4%. Á Vesturlandi voru 3,2% af áætl- uðum mannafla á vinnumark- aði án vinnu í janúar, 0,8 pró- sentustigum meira en í des- ember. Að meðaltali voru 7.190 atvinnulausir á landinu öllu í janúar og fjölgaði um 361 að meðaltali frá desemb- er. –þá Stjórnmálahag­ fræði BIFRÖST: Nýtt meistara- nám, MA nám í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði, hefst á félagsvísindasviði við Há- skólann á Bifröst haust- ið 2014. Alþjóðleg stjórn- málahagfræði hefur að und- anföru verið í örum vexti á Vesturlöndum, sér í lagi í Bandaríkjunum og á Bret- landseyjum. Stjórnmála- hagfræði (e. Political Eco- nomy) á sér langa sögu. Hún snýr að sambandi markað- ar, laga og hins opinbera en hvergi eru til hreinir mark- aðir og ómengaðir af íhlutun ríkisvalds. Samhliða þróun heimsmála undanfarna ára- tugi, hnattvæðingu og aukn- um alþjóðlegum viðskiptum hefur alþjóðlegri stjórnmála- hagfræði vaxið fiskur um hrygg og mikilvægi hennar sem sjálfstæðrar fræðigreinar aukist. Sjá nánar um hið nýja nám á www.bifrost.is - mm Aflatölur fyrir Vesturland 15. ­ 21. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiski­ stofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 157.420 kg. Mestur afli: Sturlaugur H. Böðvarsson AK: 134.186 kg í einni löndun. Arnarstapi 9 bátar. Heildarlöndun: 121.141 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 26.595 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 16 bátar. Heildarlöndun: 472.692 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 94.630 kg í sex löndunum. Ólafsvík 17 bátar. Heildarlöndun: 530045 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 110.977 kg í fimm löndun- um. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 617.119 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 102.799 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 112.564 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 33.271 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sturlaugur H. Böðvars­ son AK – AKR: 134.186 kg. 17. feb. 2. Hringur SH – GRU: 61.788 kg. 17. feb. 3. Örvar SH – RIF: 56.679 kg. 18. feb. 4. Tjaldur SH – RIF: 54.184 kg. 16. feb. 5. Grundfirðingur SH – GRU: 49.302 kg. 15. feb. mþh Á fundi stjórnar Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi sl. laugar- dag var m.a rædd endurskoðun söfnunarstefnu. Í þeirri umræðu var m.a. rætt um söfnun muna úr Sementsverksmiðjunni sem ekki megi fara í glatkistuna. Varðandi söfnunarstefnuna, sem er að upp- lagi frá miðri síðustu öld, var m.a. rætt um að bæta þurfi inn kafla um bátasafnið og bátahús auk eld- smiðjunnar. Fjarlægja þurfi úr söfnunarstefnunni setningu þar sem fjallað er um seglskútuna Eldingu, en fyrir fundi stjórnar byggðasafnsins lá riftunarbréf frá Hafsteini Jóhannssyni, dagsett 24. janúar sl. vegna seglskútunn- ar Eldingar. Í bókun frá fundin- um harmar stjórn byggðasafnsins að Hafsteinn rifti gjafagjörningi sínum og vonar að honum snúist hugur. Forstöðumanni byggða- safnsins var falið að svara bréfrit- ara. Jóni Allanssyni forstöðumanni byggðasafnsins var einnig falið að leggja drög að nýrri söfnunar- stefnu fyrir næsta fund stjórnar byggðasafnsins, en á umræddum fundi var einnig fjallað um hvort að bæta eigi inn í söfnunarstefn- una ákvæði um millisafnalán og lán muna til stofnana sveitarfélag- anna, Akraneskaupstaðar og Hval- fjarðarsveitar. Einnig var rætt á fundinum um gerð kynningarefn- is um starfsemi safnsins, miðlunar, bæklinga auk annarrar margmiðl- unartækni. þá Á síðasta ári var 466 milljón króna hagnaður á rekstri Sláturfélags Suðurlands á móti 463 milljón- um króna árið áður. Rekstrar- tekjur á síðasta ári voru 10,2 millj- ónir, talsvert meiri en árið á undan en þá voru þær 9,4 milljónir. Eig- infjárhlutfall var 51% í árslok 2013 en 50% árið áður. Samstæðuárs- reikningurinn samanstendur af árs- reikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélagi þess Reykja- garði hf. Eigið fé er 3,6 milljón- ir króna og eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar 51%. Launakostnað- ur var 2,172 milljónir, hækkaði um tæp 10%. Annar rekstrarkostnaður var 1.679 m.kr. og hækkaði um 6%. Fjármagnsgjöld umfram fjármuna- tekjur voru 176 milljónir króna í fyrra, en voru 171 milljón króna árið áður. Gengistap nam sex millj- ónum samanborið við átta milljón króna gengishagnað árið áður. Aðalfundur Sláturfélags Suð- urlands verður haldinn föstudag- inn 21. mars nk. Þá má minna á deildarfundi sem nú standa yfir. Fimmtudaginn 27. febrúar í Dala- deild, í Samkaupum í Búðardal og föstudaginn 28. febrúar í Breiða- bliki fyrir Snæfells- og Hnappa- dalsdeild. Á aðalfundi mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 13,7% arður af B-deild stofn- sjóðs. Í tilkynningunni frá SS seg- ir einnig um stöðu og horfur að af- koma Sláturfélagsins hefur verið stöðug og góð undanfarin ár. Fjár- hagsstaða félagsins sé einnig mjög sterk. Árleg greiðslubyrði lána sé lág miðað við greiðslugetu félagsins og skuldahlutfall lágt. Geta félags- ins til fjárfestinga er því viðunandi. Staða félagsins sé mjög sterk og spennandi vaxtartækifæri í öllum megindeildum. þá Síðastliðinn sunnudag tók gildi yfir- vinnubann hjá iðnverkafólki sem starfar hjá Elkem Ísland á Grund- artanga. Að sögn Vilhjálms Birgis- sonar formanns Verka- lýðsfélags Akraness nær yfirvinnubannið til um 150 starfsmanna fyrir- tækisins og þar af eru um 90% þeirra félags- menn í VLFA. Vil- hjálmur segir að yfir- vinnubannið hafi mikil áhrif á starfsemina hjá Elkem þar sem að þar sé unnin mikil yfirvinna. Fækkun starfsmanna þar síðustu misserin, sem komi m.a. fram í lækkun launakostnað- ar um tæp 10% milli áranna 2012 og 2013, segir hann að komi fram í meira álagi á starfsmenn. Einhverj- ir þeirra þurfi að skila yfirvinnu á hverjum sólarhring til að halda starf- seminni gangandi. Vilhjálmur segir að núna í vikunni verði svo fundað með starfsmönnum um framhald- ið, en verkfallsboðun hljóti að verða næsta skref ýti yfirvinnubannið ekki aðilum að samningsborðinu. Verkalýðsfélag Akraness er eina félag verkafólks í landinu sem ekki hefur lýst yfir samþykki við ný- gerða kjarasamninga og samræmda launastefnu sem í þeim felst. Vil- hjálmur Birgisson segir að ekki sé með nokkru móti hægt að sætta sig við þau skilyrði sem þar eru sett, að allt verka- fólk væri undir einum hatti. Störf við stór- iðjuna væru sérhæfð, m.a. með tilliti til ör- yggismála og krefjandi vinnuumhverfis. Vil- hjálmur segir að eng- inn afsláttur verði veitt- ur frá því að starfsmenn í Járnblendiverksmiðj- unni hafi sína sérkjara- samninga sem þeir hafa haft frá því verksmiðjan var opnuð 1979. Kjara- samningar hjá Norðuráli eru hins vegar bundnir út þetta ár. þá Svipaður hagnaður milli ára hjá SS Yfirvinnubann í gildi hjá starfsmönnum Elkem sem eru hjá VLFA Í Sementsverksmiðjunni eru án efa margir sögulegir gripir. Mynd tekin í skoðunarferð um verksmiðjusvæðið. Ljósm. hg. Byggðasafnið mun varðveita muni úr Sementsverksmiðjunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.