Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Leikdeild Umf. Skallagríms sit- ur ekki auðum höndum þessa dag- ana. Félagar í deildinni æfa af kappi söng- og gleðileikinn Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 14. mars í Lyngbrekku. „Leikrit- ið byggir á 2500 ára gömlum gam- anleik, Lýsiströtu eftir Aristofa- nes. Þar fóru konurnar í kynlífs- verkfall til að karlarnir semdu um frið og hættu styrjaldarátökum, en um leið er varpað ljósi á átök kynjanna. Í Stöngin inn fara kon- urnar í kynlífsverkfall til að karl- mennirnir hætti að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Leikritið er mjög líf- legt og skemmtilegt. Mikil tónlist er í verkinu og byggir hún á ABBA lögum við íslenska texta. Leikhóp- urinn var við stífar söngæfingar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur í Tón- listarskóla Borgarfjarðar nú í janú- ar,“ segir Olgeir Helgi Ragnarsson formaður Leikdeildar Umf. Skalla- gríms í samtali við Skessuhorn. Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leik- félagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Það hlaut verðlaun sem athyglis- verðasta leiksýning áhugaleikfélag- anna og var í kjölfarið sýnt í Þjóð- leikhúsinu, eins og jafnan fylgir þeirri viðurkenningu. „Samlestur hófst í desember, söng- og tónlist- aræfingar í janúar og nú eru svið- sæfingar hafnar í Lyngbrekku undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, sem hlotið hefur frábæra dóma fyr- ir þær leiksýningar sem hann hef- ur stýrt á undanförnum árum. Þá stýrir Birna Hafstein dansatrið- um,“ bætir Olgeir við. Sextán leik- arar fara með hlutverk í Stöngin inn, auk þriggja manna hljómsveit- ar. Alls taka yfir þrjátíu manns þátt í uppfærslunni en hún er númer 78 í röðinni af verkefnum Leikdeild- ar Umf. Skallagríms frá upphafi, í 98 ára sögu Leikdeildarinnar sem setti upp sitt fyrsta verk árið 1916. Áhugasamir geta haft samband við miðasölu Leikdeildarinnar í síma 846-2293. grþ Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA var haldinn sl. fimmtudagskvöld í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fjölmenni var á fundin- um og voru umræður fjörugar, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Rekstrartap félagsins á síðasta ári var 15,5 milljónir króna en vegna tapaðra krafna upp á 2,5 milljónir var heildartap félagsins 18 milljónir. Fram kom að varasjóður félagsins væri uppurinn en jákvætt væri á móti að félagið er skuldlaust. Rekstrartekjur voru 173 milljónir en rekstrargjöld 191 milljón. Í tilkynn- ingu frá fundinum segir að rekstr- artap félagsins megi rekja til nokk- urra þátta. Miklar sviptingar voru í þjálfaramálum, skipt var um þjálfara tvívegis hjá mfl. karla og einnig var skipt um þjálfara hjá mfl. kvenna fyrir tímabilið. Kostnaður við er- lenda leikmenn fór verulega fram úr áætlunum og plön um að bjarga málunum í félagaskiptaglugganum í júlí gengu ekki eftir. Þó að tekju- áætlun hafi nokkurn veginn staðist minnkuðu t.d. tekjur af aðgangseyri um sex milljónir milli ára. Meistara- flokkur kvenna stóð sig mjög vel á árinu en þar var líka kostað til meiru en áður hefur verið gert. „Stelpurn- ar hafa mjög flotta umgjörð og er stefnan að halda þeirri umgjörð og gott betur á þessu ári og fjár- magna það með sértækum aðgerð- um,“ segir í tilkynningunni. Har- aldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA lagði fram áætlun fyrir ný- byrjað starfsár þar sem gert er ráð fyrir að félagið sníði sér stakk eftir vexti og lækki útgjöld um 40 millj- ónir króna milli ára. Áætlunin gerir því ráð fyrir að velta félagsins verði um 151 milljón króna á árinu. Ný stjórn Miklar breytingar urðu á stjórnum félagsins. Ingi Fannar Eiríksson steig til hliðar sem formaður og í stað hans var kosinn Magnús Guð- mundsson forstjóri Landmæl- inga Íslands. Með honum í stjórn voru kosin Sævar Freyr Þráins- son, Kolbrún Hreinsdóttir, Bjarn- heiður Hallsdóttir og Örn Gunn- arsson. Til vara Vigdís Elva Jóns- dóttir og Ólafur Ingi Guðmunds- son. Formaður afrekssviðs var kos- inn Viktor Elvar Viktorsson og var Berglind Þráinsdóttir endurkjör- in sem formaður uppeldissviðs. Í kjörnefnd voru kosin Gísli Gísla- son, Jóhanna Hallsdóttir og Stein- ar Adolfsson. Fram kom á fundin- um mikil ánægja með það fólk sem valist hefur í stjórnir félagsins og var fólk sammála um að bretta upp ermar og líta fram á veginn. Uppbygging til framtíðar Fjölmargir kváðu sér hljóðs á fund- inum og málefnaleg gagnrýni kom fram á það sem vel var gert, hvað betur má fara og hvert félagið stefn- ir. Fram kom á fundinum að mikil ánægja er með ráðningu Gunnlaugs Jónssonar og Jóns Þór Hauksson- ar sem þjálfara mfl. karla og einn- ig að Magnea Guðlaugsdóttir leiði áfram mfl. kvenna. Gunnlaugur fór yfir þróunina þessa fyrstu mán- uði í starfi. Leikmannahópurinn er nokkurn veginn klár fyrir sumar- ið, mest byggt á uppöldum heima- mönnum en fimm leikmenn hafa verið fengnir til liðs við félagið til að styrkja hópinn. Gunnlaugur nefndi að þeir hafi mikið verið að vinna í sálfræðiþættinum og hafa ásamt mfl. kvenna og fleiri iðkend- um úr öðrum íþróttagreinum verið að tileinka sér Key-Habits mark- miðaþjálfun sem fer vel af stað. Yngri flokka starfið var einnig til umfjöllunar og var almenn ánægja með hvernig staðið er að málum í yngri flokkunum, aðstaðan góð og vel menntaðir og reyndir þjálfar- ar við störf. Ingi Fannar fráfarandi formaður þakkaði fundargestum góðan fund og sagði að bjart væri framundan með nýju öflugu fólki í störfum fyrir félagið. Magnús Guðmundsson nýkjörinn formað- ur bað fyrir kveðju og er tilbúinn til góðra verka, en hann var staddur erlendis þegar fundurinn fór fram. þá Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA í síðustu viku var kosin ný stjórn í fé- laginu þar sem flest sæti eru skip- uð nýjum fulltrúum. Nýr formaður er Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands. Í samtali við Skessuhorn sagðist Magnús hafa haft mikinn áhuga á boltanum alveg frá því hann ólst upp og átti heima í Mosfellsbænum. „Reyndar er stutt síðan að það var fært í tal við mig að taka að mér formennsku í fé- laginu. Spennandi tímar eru fram- undan í fótboltanum á Akranesi og ég er ánægður með að í stjórnir í knattspyrnufélaginu hefur valist mjög reynslumikið og gott fólk sem ég hlakka til að starfa með. Á upp- eldissviðinu hefur til dæmis ver- ið unnið mjög öflugt starf undan- farin ár og Norðurálsmótið í yngri flokkunum er góður vitnisburður um það,“ sagði Magnús. Aðspurður hvers vegna hafi verið leitað til hans að taka að sér formennskuna, sagði Magnús að væntanlega hafi það ver- ið vegna reynslu sinnar í stjórnum fyrirtækja og félaga hér á landi og erlendis. „Ekki síst er ég ánægður að hafa með mér í stjórninni Sæv- ar Frey Þráinsson fyrrverandi for- stjóra Símans. Það var eftir okkar samtal sem ég var ákveðinn í að slá til. Báðir erum við markmiðsdrifnir í okkar störfum og vitum hvað þarf til að ná árangri í rekstri og ég held að það komi sér vel. Ljóst er að for- gangsverkefni hjá nýrri stjórn verð- ur vinnuáætlun í að styrkja fjárhag félagsins. Það hefur hallað undan fæti hvað fjármálin varðar hjá KFÍA síðustu misserin, sérstaklega síðasta árið,“ segir Magnús. Keppti í handbolta gegn Skagamönnum Magnús er sjálfur talsvert í íþrótt- um og einkum eru langhlaup sem hann hefur stundað síðustu árin. Meðal annars hefur hann hlaup- ið nokkur maraþonhlaup bæði hér heima og erlendis. „Það er alltaf hægt að finna sér tíma í hluti sem eru skemmtilegir og það er ekkert betra eftir vinnudaginn en fara út og hreyfa sig til að losa um spennuna og hlaða batteríin bæði líkamlega og andlega. Ég held ég finni næg- an tíma fyrir starfið í fótboltanum, sérstaklega þegar líður að vorinu og ég verð laus úr öðrum félagsstörf- um sem ég er í núna.“ Magnús segir að það komi sér líka vel við að taka við formennsk- unni í KFÍA að hann hafi bakgrunn í keppnisíþróttum. „Ég ólst upp í fótboltanum í Aftureldingu al- veg frá sjö ára aldri á Tungubökk- um í Mosfellsbæ. Það var reyndar í handboltanum í sama félagi sem ég var mun lengur, eða í tíu ár eftir að ég kom upp í meistaraflokk 17 ára gamall. Á þessum tíma spiluðum við m.a í deild með Skagamönn- um í handboltanum og ég man eftir troðfullu húsi og mikilli stemningu í íþróttahúsinu við Vesturgötu.“ Gulir og glaðir áfram Magnús segir að þó það verði eitt fyrsta verkefnið að vinna með fram- kvæmdastjóra félagsins að áætlun til að styrkja fjárhagsstöðu félags- ins. Þá verður einnig haldið áfram með afreksstefnu félagsins. „Það verður að sjálfsögðu áfram þann- ig að við munum setja stefnuna á Íslandsmeistaratitla. Kvennalið- ið okkar er nú komið í efstu deild og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því liði og þjálfaranum henni Magneu. Mér líst mjög vel á starf Gunnlaugs Jónssonar þjálfara með karlaliðið og hef fulla trú á því að það eigi eftir að skila sér aftur upp í efstu deild fljótlega þar sem Skaga- menn eiga heima. Við í stjórn- inni munum að sjálfsögðu standa þétt við bakið á þjálfarateimum allra flokka og framkvæmdastjóra. Á endanum snýst starfið um að ná sem bestum árangri í fótbolta og um leið að stuðla að betra mannlífi á Akranesi með þátttöku í uppeldi barna og unglinga. Magnús segist þakklátur fyr- ir það traust sem honum hafi verið sýnt með því að gera hann að for- manni í félaginu og hann ætli að gera mitt besta í því verkefni. „Það er mjög mikilvægt að við eflum samstöðu bæjarbúa fyrir fótboltan- um á Akranesi og að við getum öll verið stolt yfir því mikilvæga starfi sem fram fer í kringum fótboltann. Það fylgja því líka ýmis tækifæri að Akranes verði áfram sá fótboltabær sem hann hefur verið í gegnum tíð- ina, þar eigum við glæsilega sögu sem vert er að halda á lofti. Verum áfram gul og glöð, mætum á völlinn og styðjum liðin okkar, þau þurfa á því að halda,“ sagði Magnús Guð- mundsson nýr formaður Knatt- spyrnufélags ÍA að endingu. þá Magnús Guðmundsson verður væntanlega oft á Akranesvellinum í sumar. „Spennandi tímar framundan í fótboltanum á Akranesi“ -segir Magnús Guðmundsson nýr formaður Knattspyrnufélags ÍA Svipmynd frá uppskeruhátíð ÍA. Ný stjórn KFÍA þarf að takast á við fjárhagsvanda félagsins Leikhópurinn bregður á leik á síðustu söngæfingunni í Tónlistarskóla Borgar- fjarðar í Borgarnesi í janúar. Ljósm. Gunnlaug S. Gunnlaugsdóttir. Kynlífsverkfall út af knattspyrnuáhuga karlanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.