Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.02.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2014 Það tekur ferskur og góður mat- arilmur á móti blaðamanni þeg- ar hann gengur inn í verslunina og kaffihúsið Lifandi markað í Kópa- vogi eitt síðdegið fyrir skömmu. Sólin er lágt á lofti, umferðin að þyngjast og því notalegt að koma inn úr bílnum, á hlýlegt kaffihús- ið. Stuttu síðar gengur Margrét Pála Ólafsdóttir inn og með henni eins og ferskur andvari. Hún pant- ar sér te og sest hjá blaðamanni en við ætlum að taka spjall um Hjalla- stefnuna og sitthvað sem henni tengist. Margrét Pála er frumkvöð- ull og brautryðjandi og stofnaði fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. alda- mótaárið 2000. Aðstæður í Hjalla- stefnuskólum eru taldar til fyrir- myndar og þar virðist hugsað fyr- ir ýmsu, en kannski fyrst og fremst hugsað út fyrir rammann. Árangur- inn er góður sem m.a. endurspegl- ast í að einelti þrífst ekki í skólum Hjallastefnunnar. Jákvæðni og gleði eru partur af námskránni og börnin læra meðal annars umburðarlyndi og fá þjálfun í sjálfsstyrkingu. Skól- arnir eru því um margt sérstakir og öðruvísi en hinir almennu skólar landsins. Margrét Pála hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í skólamálum, meðal annars hina ís- lensku fálkaorðu og verðlaun jafn- réttisráðs. Fann hvar skórinn kreppti Hjallastefnan er tilkomin út frá eig- in reynslu Margrétar Pálu úr upp- eldi hennar og reynslu samstarfs- fólks hennar. Margrét Pála hafði áður starfað sem leikskólastjóri í Reykjavík og hafði áralanga reynslu af ráðgjafastörfum þegar hún tók við sem leikskólastjóri á Hjalla í Hafnarfirði. „Það var aldrei hug- myndin að búa til módel, held- ur bara góðan leikskóla. Ég hafði starfað við ráðgjöf og sá hvar skór- inn kreppti. Þegar ég tók við Hjalla vildi ég finna fyrirbyggjandi leið- ir við vandamálunum sem fólk var að glíma við. Markmiðið var að gera Hjalla að þeim besta leikskóla sem ég gat. Ég vann með frábærum hópi og samstarfsfólki og hef ver- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa alla tíð unnið með frábæru starfs- fólki og líka bestu börnum og for- eldrum í heimi,“ segir Margrét Pála um upphaf Hjallastefnunnar. „Það má segja að Hjallastefnan sé hert í eldi reynslunnar. Árum sam- an prófaði ég og samstarfsfólk mitt alls konar aðferðir. Ef það virkaði þá var það gott, ef það virkaði ekki þá var því sjálfhætt. Ekkert var skil- ið eftir nema það sem virkaði fyrir börnin, kennara og foreldra. Börn eru fólk En hvað er Hjallastefnan? Spurn- ingin er stór en Margrét svarar henni með því að nefna þrjár meg- instoðir stefnunnar. „Allir leikskólar á Íslandi vinna á sama grunni í eðli sínu, þ.e. að sinna börnum á eins dásamlegan hátt og hægt er. Síðan koma ólík- ar áherslur ofan á það og þar kem- ur Hjallastefnan. Fyrsta grunnstoð- in okkar er lýðræði. Við erum með valfundi alla daga þar sem börnin velja viðfangsefni sín. Þau eru al- veg niður í tveggja ára gömul að velja hvort þau vilja leika sér inni eða úti á leiktímum. Börnin hafa áhrif á gerð matseðils og hvað er gert í skipulögðu hópastarfi. Þann- ig eru lýðræði og mannréttindi barna ein stoðin okkar.“ Margrét Pála nefnir að það séu meðal ann- ars mannréttindi fyrir barn að fara ekki út klukkan eitt á hverjum degi af því að því er sagt að gera það. Að þurfa ekki að klára af diskinum og að fá að velja hvað það klæðir sig í. „Við vöðum ekki inn í landhelgi barna í samfélagi þar sem við vöð- um ekki inn í landhelgi fullorðinna. Það myndi enginn segja mér að ég yrði að klára af diskinum mínum. Af hverju ættum við þá að segja það við börn? Börn eru fólk.“ Náum að gera okkar besta Því næst útskýrir Margrét Pála hver önnur meginstoðin er: „Hún er að mæta börnum og barnafjölskyld- um á eins jákvæðan og sveigjanlegan hátt og hægt er. Þess vegna er gleði og kærleikur hreinlega stórir nám- skrárþættir sem við vinnum með alla daga. Við kynjaskiptum börnunum til að mæta betur hverjum og einum einstaklingi.“ Kynjaskiptingin er ekki hugsuð sem almenn jafnréttisaðgerð heldur er hún tilkomin eftir reynslu af því að hafa verið með stelpur og stráka saman. „Við náðum ekki að gera okkar allra besta fyrir bæði kyn í kynjablönduðum hópum. Það hef- ur gefið okkur mun betri raun að kynjaskipta börnunum. Það var allt- af hætta á að sumar rólegar stúlk- ur væru að hálf týnast í blönduðum hópum. En í stúlknahópi erum við að ná að draga þær hundrað prósent fram. Í drengjahópum náum við að byggja upp vinnuramma fyrir strák- ana þar sem gaurarnir fá aðhald og fá að þróa jákvæða sjálfsmynd, vinna á sínum forsendum, en rólegri dreng- irnir læra að vinna í strákahópi og fá þá sjálfsmynd að þeir séu glæsileg- ir, með eftirsóknarverða hegðun og viðurkenndir af hinum strákunum. Karlmennska þeirra verður viður- kennd þrátt fyrir að þeir séu róleg- ir,“ útskýrir Margrét Pála. Efla skapandi hugsun Þriðji þátturinn er áhersla á ímynd- unarafl, sköpun og frumkvæði. „Það er það sem allur heimurinn þarf á að halda! Þess vegna not- um við ekki hefðbundin leikföng heldur opið leikefni sem ýtir und- ir þessa þrjá þætti. Meginleikefni á frjálsum tíma er heimagerður leir sem þau taka þátt í að búa til, ólit- aðir trékubbar, vatn, einfalt fönd- urefni, borð, stólar, teppi og púð- ar. Við erum auðvitað með fjöl- breyttara efni í skipulagðara starfi svo sem tónlist, dans og hreyfingu. Hæfnin til að hugsa frumlega snýst um að brjóta alla hugarramma um það hvað „má” og hvernig „á” að gera yfir í „hvað dettur þér í hug?“ Að fara með barnahópinn sinn berfættan út um gluggann að vetri til er dásamleg upplifun! Við eig- um að leyfa okkur að brjóta hefð- irnar á meðan það skaðar eng- an.“ Margrét segir að öll framtíð- in hrópi og biðji um fólk sem get- ur skapað. Að þörf verði á fólki sem kemur með nýja hugsun, nýj- ar lausnir og nálgun á öllum svið- um þjóðfélagsins. Því sé mikilvægt að börn læri frumkvöðlahugsun og skapandi hugsun og séu hvött til að fara út fyrir rammann. „Nú er sagt að börn í grunnskólum muni í um 65% tilvika vinna störf sem við höfum ekki einu sinni hugmynd um hvað heita, þau eru ekki einu sinni til í dag. Fyrir hvað erum við að þjálfa þau,“ spyr hún. Vinna með alls konar pólitískum meirihlutum Hjallastefnan var til að byrja með þannig að allir leikskólar gátu tek- ið hana upp án þess að ganga inn í Hjallastefnuna. Því hefur þó verið breytt. „Það reyndist nauðsynlegt að breyta þessu. Skólar sem tóku upp stefnuna án stuðnings og sam- skipta voru bundnir sveitarfélagi með margar ákvarðanir. Það gekk vel fyrsta kastið en svo komu veik- leikarnir í ljós. Til dæmis má nefna leikskóla sem notaði Hjallastefnuna en svo var nýr skólastjóri ráðinn inn út frá hæfniskröfum sveitarfélagsins og sá skólastjóri hafði engan áhuga á Hjallastefnunni og hætti bara með hana. Við fengum hvað eft- ir hvað símtöl frá óánægðum for- eldrum eftir slíkt. Annað dæmi er að fólk var að nota áherslur Hjalla- stefnunnar og kenna sig við hana. Síðan voru þeir kannski að nota útvatnaðar leiðir og ekki að gera hlutina nógu vel. Þetta spillti okk- ar orðstír. Ég tók því ákvörðun um að við myndum frekar reka Hjalla- stefnuleikskólana sjálf til að tryggja gæðin. Þetta var erfið ákvörðun en við fórum alla leið. Við eigum allt undir orðsporinu okkar þannig að það er enginn millivegur, bara ann- að hvort eða.“ Skólar ganga því bæði faglega og rekstrarlega inn í Hjallastefnuna í dag á grunni þjón- ustusamninga við sveitarfélög. Í dag eru reknir 17 Hjallastefnuskól- ar, 12 leikskólar og 5 grunnskólar. Hjallastefnan starfar núna í alls níu sveitarfélögum. „Við vinnum með alls konar pólitískum meirihlut- um. Hægri og vinstri fólki - í mik- illi sátt,“ segir Margrét Pála. „Við höfðum heldur ekkert val áður“ Þegar leikskólinn Hraunborg á Bif- röst gekk inn í Hjallastefnuna var það í fyrsta skipti sem tekinn var inn skóli sem var ekki valkostur á móti öðrum skólum fyrir foreldra barnanna. „Ég var rög við að taka Jákvæðni og gleði eru hluti af námskránni Rætt við Margréti Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar Hjallastefnan var tekin upp í Leikskólanum Hraunborg á Bifröst 2006 og var hann þar með fjórði leikskólinn sem rekinn var af Hjallastefnunni. Í dag eru þeir tólf, ásamt fimm grunnskólum. Hér er horft af hlaðinu á leikskólanum á Bifröst. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og fræðslustjóri Hjallastefnunnar. Ljósm. úr einkasafni. Merki Hjallastefnunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.