Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Page 7

Skessuhorn - 23.04.2014, Page 7
7MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi í Brákarey og breytinga á aðalskipulagi vegna Sorpförgunar og efnistöku við Bjarnhóla í landi Hamars Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi í Brákarey og breytinga á aðalskipulagi vegna Sorpförgunar og efnistöku við Bjarnhóla í landi Hamars verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 17:00 – 18:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Brákarbraut 14. Skipulagsfulltrúi mun kynna breytingarnar. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. SK ES SU H O R N 2 01 4 Lausar stöður umsjónarkennara við Grunnskólann í Borgarnesi Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausar tvær stöður umsjónarkennara á miðstigi frá og með 1. ágúst 2014. Önnur staðan er tímabundin til eins árs. Skólinn er heildstæður grunnskóli með um 300 nemendurí 1.–10. bekk. Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með öflugu samstarfsfólki. Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð• Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar• Umsóknarfrestur er til 15. maí. Umsóknir skal senda til Signýjar Óskarsdóttur skóla- stjóra, signy@grunnborg.is einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 698-9772 S ke ss u h o rn 2 01 4 Lausar stöður deildarstjóra við Grunnskólann í Borgarnesi Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausar stöður deildar- stjóra unglingastigs og deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst 2014. Skólinn er heildstæður grunnskóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk. Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og stýra faglegri þróun í sterku teymi stjórnenda. Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla• Meistarapróf eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð• Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar• Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af manna- • forráðum og verkefnastjórnun Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Umsóknir skal senda til Signýjar Óskarsdóttur skóla- stjóra, signy@grunnborg.is einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 698-9772 Sk es su ho rn 2 01 4 Safnasvæðið í Görðum Vestlenski safnadagurinn á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl kl. 15 – 16 í Safna- skálanum. Sagnakonan Þóra Grímsdóttir kemur í heimsókn og segir sögur. Máverkasýning Ragnheiðar Ólafsdóttur „Lifað í gleði“ er í sýningarsal Safnaskálans. Kaffi og vöfflutilboð í Garðakaffi. Frítt inn á söfnin á Vestlenska safnadeginum. Opið alla daga 13-17 Vegfarandi tilkynnti um mögulegan sinubruna í Borgarfirði um klukk- an eitt á skírdag, einhvers staðar á milli bensínstöðvarinnar Baulunn- ar og Bifrastar. Vegfarandinn var á ferðinni á þessum slóðum en þar sá hann reyk sem hann taldi af völd- um sinuelds og lét því neyðarlín- una vita. Slökkvilið Borgarbyggðar var umsvifalaust kallað út og héldu slökkviliðsmenn á bílum frá Borg- arnesi, Reykholti og Hvanneyri á vettvang. Að sögn Bjarna Þorsteins- sonar slökkviliðsstjóra var um mjög óljósa tilkynningu að ræða því ekki var vitað hvar eldurinn væri. Því var fyrsta verk slökkviliðsmanna að hafa uppi á eldinum. Fljótt fundu slökkviliðsmenn brunalykt og með því að renna á lyktina fundu þeir brunastaðinn skammt frá bænum Munaðarnesi. Kom í ljós að þar var maður einn að brenna rusl í róleg- heitunum og því ekki um sinubruna að ræða. Að sögn Bjarna hafði maður- inn engin leyfi fyrir því að kveikja opin eld, en leyfi sýslumanns þarf til að kveikja eld með þessum hætti. Bjarni segir um að ræða al- gjört virðingarleysi hjá manninum, en með því að sækja um leyfi til að brenna rusl hefðu viðbragðsaðilar geta brugðist öðruvísi við. Virðing- arleysi sem þetta kosti skattborg- ara einfaldlega of mikið. Margir slökkviliðsmenn eru nú í fríi og því þurfti að kalla út mannskap frá fyrr- greindum stöðum til að fullmanna slökkviliðið. Bjarna vildi því brýna fyrir fólki að fara eftir lögum í hví- vetna þegar áform eru uppi um að kveikja opin eld, t.d. til að brenna rusl. Dæmin sanna nefnilega að vegfarendur eru með á nótunum og láta yfirvöld að sjálfsögðu vita ef minnsti grunur leikur á eldsvoða. hlh Sverrir Karlsson í Grundarfirði tók þessa skemmtilegu mynd í snjónum í bænum á dögunum. Suður afrískt par á ferðinni lét ekki gullið tækifæri renna sér úr greipum, léku sér að- eins í snjónum og bjuggu til þennan flotta snjókarl á torginu milli Sam- kaupa og Heilsugæslustöðvarinnar. Heyrst hefur af fleirum sem nýttu snjóinn til leikja í Grundarfirði og nágrenni. Snjósleðamenn hafi m.a. farið upp í Helgrindur á vélfákum sínum og einnig hafi fjallaskíðafólk beint ferðum sínum þangað. þá Á fundi sínum þriðjudaginn 15. mars sl. lagði sveitarstjórn Dala- byggðar fram bókun þar sem hún hvetur til þess að Póst- og fjar- skiptastofnun hefjist þegar í stað handa við gerð áætlunar um ljós- leiðaravæðingu landsins alls. Í bókuninni segir að miðað við fyr- irliggjandi gögn ætti að vera raun- hæft að tengja þá 1.700 staði/lög- heimili sem liggja utan svokall- aðra markaðssvæða á fimm árum. Sveitarstjórn Dalabyggðar tel- ur að þessir staðir ættu að njóta forgangs fram yfir þéttbýlli svæði sem líkur eru til að fjarskiptafyrir- tæki tengi á markaðsforsendum á næstu árum. Sveitarstjórn telur eðli- legt að sett verði kostnaðarhámörk á alþjónustuhafa ásamt notenda- og jöfnunarsjóð og að ekki sé gert ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga enda málaflokkurinn á forræði ríkisins. Umræðan á fundi sveitarstjórnar fór fram í kjölfar þess að Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt um- ræðuskjal á heimasíðu sinni. Það er um framtíðarfyrirkomulag al- þjónustu varðandi þá skyldu inn- an alþjónustu, að útvega teng- ingu við almenna fjarskiptanet- ið. Stofnunin óskar eftir athuga- semdum við skjalið fyrir 23. apríl nk. Í bókun sveitarstjórnar Dala- byggðar segir einnig að fyrir liggi að Rarik ohf. vinni að því að koma dreifikerfi sínu í jörð og hvetur sveitarstjórn ríkisstofn- anir og félög í ríkiseigu að taka höndum saman og leita hag- kvæmra leiða til að koma fjar- skipta- og rafmagnsmálum dreif- býlisins í gott horf. Það sé hægt, til dæmis með því að sameinast um lagningu jarðstrengja. þá Kveikti í rusli í leyfisleysi Léku sér í snjónum Frá ljósleiðaravæðingu Hvalfjarðarsveitar sem hófst í vetur. Vilja ljósleiðara um Dalabyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.