Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Page 15

Skessuhorn - 23.04.2014, Page 15
15MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Reykhólahreppur óskar íbúum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar Dalamönnum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Eyja- og Miklaholtshreppur óskar sveitungum sínumog öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars. Það var kalt í veðri þegar skipverjar á Hamri SH voru að gera klárt fyr- ir rækjuveiðar á bryggjunni á Rifi á dögunum. Þeir létu þó veðrið ekki á sig fá og skýldu sér við kar á meðan þeir voru að dytta að rækjutrollinu. Gerðu þeir að gamni sínu á með- an Þröstur Albertsson ljósmyndari smellti af þeim mynd. Skipverjar héldu loks til veiða á Hamri SH á annan í páskum. þa Frístundaklúbburinn Gaman – saman á Akranesi hélt páskabingó fimmtudaginn 10. apríl sl. Bingóið var spilað í Þorpinu við Þjóðbraut fyrir fullu húsi en talið er að rúm- lega 150 manns hafi mætt og um 350 spjöld selst. Ágóði bingósins varð tæpar 130 þúsund krónur. Að sögn Ruthar Jörgensdóttur Rauter- berg, starfsmanns í Þorpinu, mun teymi barna og starfsfólks taka end- anlega ákvörðun um í hvað pening- arnir verða nýttir. „Við viljum endi- lega gefa bæjarbúum, sérstaklega þeim sem eru á aldrinum 10 – 13 ára og foreldrum þeirra, tækifæri til þess að koma með hugmyndir um hvað má nýta peningana í. Við munum svo gefa fólki tækifæri til að fylgjast með hvernig peningum verður ráðstafað. Reyndar er hug- myndin um að hafa smíðavöll á Akranesi í júní okkur mjög ofarlega í huga. En hvað sem við gerum, þá mun það verða börnunum til góða í gegnum starf Gaman – saman,“ segir Ruth að lokum. Hægt er að senda hugmyndir á netfangið god- arhugmyndir@gmail.com. grþ Í dag eru þeir með umboð fyrir Bílabúð Benna sem flytur inn merki á borð við Chevrolet og Opel. Síð- an hafa þeir opnað vísi að verslun. Það er meðal annars vegna þess að N1 hyggst loka verslun sinni á Akranesi í sumar. „Í dag eigum við bremsuklossa í flestar bílategundir á Vesturlandi og erum með lager af kertum, rafgeymum, þurrkublöð- um og dekkjum. Við seljum svona hluti hiklaust yfir borðið til fólks sem vill gera við bílana sína sjálft. Ef við eigum ekki hlutina sem fólk óskar eftir þá bjóðumst við til þess að finna þá og panta. Við vitum svo sem ekki hvað verður úr þessu hjá okkur en það verður að vera hægt að kaupa svona hluti á Vestur- landi.“ Fólk reynir að spara í viðhaldi á bílum Rekstur bíla er stór þáttur í heim- ilisbókhaldi hjá flestu fólki. Þrátt fyrir krepputal þykir þeim félögum bílafloti landsmanna ekki vera að eldast svo mikið samanborið við lönd erlendis. „Þar sér maður oft bíla sem eru löngu horfnir af götunum hér. Hins vegar var það svo að ágætum bílum hér á landi var bókstaflega keyrt á haugana fyrir hrun. Fólk fór bara með þá akandi í endurvinnsluna, skrúfaði af þeim númerin og skildi þá eftir til pressunar. Þetta var al- gert rugl og hefur sem betur fer breyst. Fólk heldur þó bílum ekkert sérstaklega vel við í dag. Oft er ekk- ert verið að sinna smá bilunum eins og til dæmis ef rúðuhalarabúnaður bilar. Það er bara látið vera. Vara- hlutir eru líka oft mjög dýrir. Fólk freistast til að gera bara við það sem er nauðsynlegt til að halda bílun- um gangandi. Þetta er bara staðan í dag,“ segir Ólafur Eyberg. mþh Óskar Rafn Þorsteinsson hætti námi á sínum tíma í kjölfar kennaraverkfalls en er nú brátt að ljúka menntun í vélvirkjun frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skólinn býður upp á að fólk geti menntað sig í þeirri grein samhliða því að stunda vinnu og það hefur Óskar Rafn nýtt sér. Ólafur Eyberg Rósantsson hefur starfað við bifvélavirkjun í fjölda ára og hefur meistararéttindi í greininni. Auk þess er hann menntaður vélvirki. Afar góð mæting var í bingóið í Þorpinu. Söfnuðu yfir hundrað þúsund krónum Létu ekki kuldann á sig fá

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.