Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Síða 2

Skessuhorn - 07.05.2014, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Kosningaskrifstofur ýmissa stjórn- málaafla í sveitarfélögum á Vest- urlandi er nú búið að opna eða það verður gert á næstu dögum. Ekki er úr vegi fyrir áhugasama að banka uppá hjá frambjóðend- unum og athuga hvort búið er að sjóða saman stefnuskrár! Eftir hlýindi að undanförnu er spáð kólnandi næstu dagana. Þá verða ráðandi austan- og norðaustan áttir. Á fimmtudag er spáð hægri norðaustan- og austanátt og dálít- illi rigningu með köflum. Hiti 2 til 10 stig að deginum, svalast norð- austanlands. Sama vinda- og hita- far verður á föstudag og laugardag með bjartviðri á Suður- og Vestur- landi. Á sunnudag og mánudag er áfram útlit fyrir austan- og norð- austanátt. Smáskúrir sunnan til á landinu, en annars yfirleitt þurrt. Svalt í veðri, einkum norðaustan- lands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Á að fækka stökum rauðum fimmtudögum?“ Lang- flestir eru andvígir því. „Nei alls ekki“ sögðu 64,36%, „Já tvímæla- laust“ var svar 21,03%, „já aðeins“ sögðu 7,95% og 6,67% höfðu ekki myndað sér skoðun um það. Í þessari viku er spurt: Ertu ánægð/ur með Pollapönks- lagið í Evrovisjón? Þeir frambjóðendur, sem bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosn- inga sem sett hafa saman stefnu- skrár og komið þeim á framfæri til kjósenda sinna, eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Stal fyrst og braust svo inn AKRANES: Í síðustu viku gekk maður inn í matvöruverslunina Grundaval á Akranesi og safn- aði allnokkru af vörum í körfu. Gekk síðan að afgreiðsluborð- inu og bað um sígarettur. Þeg- ar kom að því að borga sagði hann við afgreiðslustúlkuna: „Hringdu bara á lögguna” og gekk svo út. Nóttina eftir fór svo öryggiskerfi verslunarinnar í gang og þegar starfsfólk kom að sá það mann hlaupa út úr versluninni. Brotist hafði ver- ið inn í verslunina en til þess að gera litlu stolið. Tjón var hins vegar talsvert, rúður höfðu ver- ið brotnar og hurðir skemmd- ar. Lýsingar starfsfólks sem að kom um nóttina og afgreiðslu- stúlkunnar um daginn voru mjög svipaðar og undir morg- un var maður handtekinn grun- aður um að hafa verið að verki í bæði skiptin. Hann var færð- ur til yfirheyrslu og játaði að hafa verið að verki um daginn en kannaðist ekkert við að hafa brotist inn. Hann var látinn laus að yfirheyrslum loknum en skömmu eftir að hann gekk út af lögreglustöðinni bárust nýjar upplýsingar sem leiddu til þess að hann var sóttur aftur og þá viðurkenndi hann einnig inn- brotið. -þá Framboðsfrestur að renna út LANDIÐ: Nú styttist óðum í að frestur til að skila inn fram- boðum fyrir sveitarstjórnar- kosningar 2014 renni út. Sam- kvæmt upplýsingum á kosn- ingavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is, rennur framboðs- frestur út þann 10. maí nk. en kosningadagur er laugardagur- inn 31. maí. Framboðum skal skila skriflega til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí. Þá má einnig finna leið- beiningar fyrir þá sem hyggja á framboð á sama vef, ásamt ýms- um upplýsingum fyrir kjósend- ur og aðra. –grþ Bæjarhreinsun í Búðardal DALIR: Árleg vorhreinsun skátafélagsins Stíganda verður á morgun, fimmtudag í Búðar- dal og hefst klukkan 15. Íbúar í Búðardal og forsvarsmenn fyr- irtækja eru á Dalavefnum hvatt- ir til að taka þátt í deginum og hreinsa lóðir sínar og nán- asta umhverfi. Fólk getur los- að garða úrgang á gamla gáma- svæðinu við Vesturbraut. Gras og trjáafklippur eiga að fara í sitt hvorn hauginn og plastum- búðir eiga ekki að fylgja. -mm Framkvæmdir hafnar við gólfið BORGARFJ: Síðastliðinn föstudag hófust að nýju, eft- ir hlé frá í fyrrahaust, fram- kvæmdir við lagfæringar brú- argólfs Borgarfjarðarbrúar. Af þeim sökum verður lokað fyr- ir umferð á annarri akrein á meðan á framkvæmdum stend- ur á hluta brúarinnar. Sem fyrr verður notast við ljósastýring- ar fyrir umferð. Framkvæmdir munu standa yfir til 13. júní nk. –mm Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarð- ar sl. þriðjudag var samþykkt sam- hljóða að bjóða út hönnun á stækkun Sögumiðstöðvarinnar. Í tillögu sem borin var upp á fundinum segir að við breytingar á húsnæði Sögumið- stöðvarinnar hafi verið gert ráð fyrir stækkun hússins fyrir bátinn Brönu sem varðveitt hefur verið í Sögu- miðstöðinni í nokkur ár. „Árið 2013 voru 100 ár liðin frá því að bátur- inn var smíðaður. Lagt er til að bæj- arstjórn feli skipulags- og bygginga- fulltrúa að leita tilboða í hönnun á viðbyggingu við Sögumiðstöðina eins og fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir. Unnið verði í samráði við einstaklinga sem staðið hafa að fjár- öflun til að leggja lið vegna viðbygg- ingar sýningarrýmis fyrir bátinn,“ segir í bókun frá fundinum. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyr- ir þremur milljónum vegna fyr- irhugaðrar stækkunar Sögumið- stöðvarinnar. Ekki verður um veru- lega stækkun á húsinu að ræða nema sem nemur rúmlega stærð bátsins Brönu. Lengdur verður fram syðri hluti hússins þar sem báturinn hefur verið til sýnis, að sögn Björns Stein- ars Pálmasonar bæjarstjóra. þá Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur fellt úr gildi starfsleyfi Félags- búsins Miðhrauns 2 sf. fyrir endur- vinnslu fiskúrgangs sem Heilbrigð- isnefnd Vesturlands veitti búinu 3. nóvember 2011. Úrskurðinn kvað ráðuneytið upp þann 14. apríl síð- astliðinn en það voru 26 íbúar í ná- grenni félagsbúsins sem kærðu út- Úrslitaþáttur Útsvars, spurninga- þáttar Ríkissjónvarpsins, fór fram á föstudagskvöldið. Úrslitin urðu 106:77 stiga sigur Reykjavíkur gegn Akranesi. Það var lið höfuð- borgarbúa sem leiddi allt kvöldið en þó á tímabili með minnsta mun, en á lokametrunum sigu Reykvík- ingar þó framúr með talsvert afger- andi hætti. Þátturinn var engu að síður skemmtilegur og einkenndist af léttleika líkt og aðrar viðureign- ir í vetur. Annað sæti í svo öflugri keppni sem Útsvar er, mega Skaga- menn vel við una. Skessuhorn fær- ir Reykvíkingum hamingjuóskir með sigurinn og einnig fyrnasterku liði Skagamanna með annað sætið; þeim Þorkeli Loga Steinssyni, Val- garði Lyngdal Jónssyni og Sigur- björgu Þrastardóttur. mm Skagamaðurinn Helgi Daníelsson lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. maí síðastliðinn, 81 árs að aldri. Ævi- starf Helga var við löggæslu en hans helsta áhugamál var knatt- spyrna auk ljósmyndunar. Helgi varð þjóðþekktur sem landsliðs- markvörður í knattspyrnu árin 1951 til 1965 og lék 25 landsleiki. Hann var auk þess aðalmarkmað- ur gullaldarliðs ÍA og sem slík- ur Íslandsmeistari þrisvar sinnum ásamt félögum sínum. Hann lék einnig með Val. Helgi var fædd- ur á Akranesi 16. apríl 1933. For- eldrar hans voru Sesselja Guðlaug Helgadóttir húsmóðir og Daní- el Þjóðbjörnsson múrarameistari. Eftirlifandi kona Helga er Stein- dóra Steinsdóttir, fyrrverandi deildarstjóri. Þau eignuðust þrjá syni; Friðþjóf Arnar, Stein Mar og Helga Val. Helgi lærði prentiðn og starfaði eftir það um tíma hjá Ísafoldar- prentsmiðju. Hann vann hjá Sem- entsverksmiðju ríkisins á Akranesi en varð lögreglumaður og síð- ar lögregluvarðstjóri á Akranesi. Hann var síðan ráðinn sem rann- sóknarlögreglumaður hjá Saka- dómi Reykjavíkur árið 1972 og síðar lögreglufulltrúi hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins og yfir- lögregluþjónn. Helgi var virkur í félagsmálum, meðal annars fyr- ir Alþýðuflokkinn á Akranesi og í Vesturlandskjördæmi og síðast dyggur stuðningsmaður Samfylk- ingarinnar. Helgi starfaði mikið að íþróttamálum á Akranesi sem stjórnarmaður og um tíma for- maður Knattspyrnusambands Ís- lands. Helga hefur verið sýndur sómi á ýmsum vettvangi og m.a. fengið viðurkenningar fyrir störf sín að íþróttamálum. Helgi skrifaði mikið í staðar- blöð og dagblöð um íþróttir og þjóðmál. Eftir starfslok í lögregl- unni gaf hann sig enn meira að ljósmyndun sem var um áratuga- skeið áhugamál hans. Þannig hef- ur Helgi Daníelsson átt drjúgan þátt í skráningu samtímasögu Ak- urnesinga með ljósmyndun sinni. Helgi gaf út einnig út nokkrar bækur, meðal annars um ættfræði og sögu og mannlíf Grímseyjar þaðan sem hann var ættaður. Skessuhorn vill þakka Helga Dan fyrir samstarf og ræktarsemi í garð blaðsins alla tíð. Ósjald- an hefur Helgi sent inn myndir, hnippt í blaðamenn með ábend- ingar um efni og sýnt blaðinu og starfsmönnum þess mikinn velvilja. Fyrir það vill ritstjórn Skessuhorn þakka af heilum hug um leið og fjölskyldu Helga eru færðar samúðarkveðjur. Útför Helga verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. maí klukkan 14. mm And lát: Helgi Daníelsson Fiskislóg á túni við Miðhraun 2. Felldu úr gildi leyfi til að dreifa fiskislógi á tún gáfu starfsleyfisins á sínum tíma. Krafa þeirra var sú að starfsleyfið yrði fellt úr gildi. Á grunni starfs- leyfisins hefur Félagsbúið Mið- hrauni 2 ehf, sem starfrækir fisk- vinnslu, notað fiskúrgang eða slóg frá vinnslunni sem lífrænan áburð á tún í landi jarðarinnar og víð- ar. Mat ráðuneytisins er að ekki sé unnt að skilgreina hráefnið sem félagsbúið meðhöndli sem úrgang heldur sé um að ræða tiltekna nýt- ingu á aukaafurð dýra. Þess utan segir í úrskurði ráðuneytisins að Heilbrigðisnefnd Vesturlands sé ekki lögbært stjórnvald til að veita starfsleyfi vegna umræddrar starf- semi á Miðhrauni 2. Kærendur skutu máli sínu til ráðuneytisins 16. nóvember 2011 og hefur því málið verið til umfjöll- unar hjá ráðuneytinu í á fjórða ár. Biðst ráðuneytið velvirðingar á því hve afgreiðsla málsins hefur dregist í úrskurði sínum. mm Reykvíkingar sigruðu Skagamenn í Útsvari Ákveðið að bjóða út hönnun stækkunar Sögumiðstöðvar Sögumiðstöðin í Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.