Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Síða 11

Skessuhorn - 07.05.2014, Síða 11
11MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Í blíðviðri á sunnudaginn voru smáhvalir að leik við Krókalón, sem er utan við Vesturgötuna á Akranesi. Ingveldur Sverrisdóttir var að mynda margæsir sem voru í æti í flæðarmálinu þegar hún heyrði eins og byssuhvelli. Hélt hún í fyrstu að einhver væri nú að skemma kyrrðina með skothríð. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Skammt utan við lónið voru þessi smáhveli að leik. Líklega er hér um að ræða háhyrninga eða hnýsur, og heyrðist talsverður hávaði í þeim þegar þeir komu uppúr og skullu svo með látum niður aftur þannig að berg- málaði með ströndinni. Eins og sést á myndunum er mikill leikur í þessum tannhvölum, hverrar gerðar sem þeir nú eru. Koma þeir allnærri landi og ekki fjarri netalögn sem lögð hefur verið skammt frá landi. mm Smáhveli að leik við Krókalón á Akranesi Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja GLEÐILEGT SUMAR MEÐ DANSKIR DAGAR Á FRÍMERKI Á morgun 8. maí gefur Pósturinn út frímerki í seríunni „Bæjarhátíðir“. Eitt þessara frímerkja er tileinkað Dönskum dögum í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.