Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Side 21

Skessuhorn - 07.05.2014, Side 21
21MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Fyrsta maí var fagnað í blíðskaparveðri um allt Vesturland Barnakór Borgarness söng nokkur lög undir stjórn Steinunnar Árnadóttur í Hjálmakletti. Ljósm. hlh. Góð mæting var á 1. maí hátíðarhöld Stéttarfélags Vesturlands og Kjalar stéttarfélags sem fram fóru í Hjálmakletti. Ljósm. hlh. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaformaður ASÍ var ræðumaður dagsins í Borgarnesi. Ljósm. hlh. Á Akranesi fór kröfuganga af stað frá húsi Verkalýðsfélagsins klukkan 14. Óvenjulega fjölmennt var í gönguna að þessu sinni. Hér gengur Vilhjálmur Birgis- son formaður VLFA í broddi fylkingar. Ljósm. mm. Stefán Skafti Steinólfsson var ræðumaður dagsins í hátíðarræðu verkalýðs- félaganna á 1. maí á Akranesi. Hér er hann í kröfugöngunni skömmu áður. Ljósm. mm. Fulltrúar margra stétta mættu í gönguna á Akranesi. Meðal annars voru kennarar hvattir til að mæta enda eru kjarasamn- ingar þeirra lausir og aðgerðir í nánd. Ljósm. mm. Ungir sem aldnir í kröfugöngu á Skaganum. Ljósm. mm. Svipmynd frá samkomu í Grundarfirði á baráttudegi verkafólks. Ljósm. tfk. Sólrún Guðjónsdóttir kennari við FSN flutti ávarp 1. maí í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Aron Hannes Emilsson og Bergur Einar Dagbjartsson fluttu nokkur lög fyrir gesti í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Í Ólafsvík hófst dagskráin á því að Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virks flutti ávarp. Að því loknu fluttu nemendur Tónlistarskóla Snæfellbæjar tónlist. Ljósm. þa. Eldri borgarar í Ólafsvík stóðu fyrir handverkssýningu þann 1. maí. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.