Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Side 28

Skessuhorn - 07.05.2014, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nán- ast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hug- mynd og skýra sýn (ekki bara fyr- ir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem ein- hvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum svið- um. Þeir sem hafa t.d. lesið bæk- ur eða farið á námskeið sem mið- ar að því að láta drauma sína ræt- ast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð ár- angri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag - við búum okkur. Þetta er mjög mikil- vægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hug- myndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg um- gjörð um sameiginlega tilveru okk- ar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verk- efni á borð við skólamál, umhverf- ismál, skipulagsmál og svo fram- vegis verður að liggja fyrir kristals- tær hugmynd um hvaða markmið- um þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til? Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórn- sýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra? Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefn- um sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heil- mikið fyrir okkur. Til að geta tek- ið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraen- föld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okk- ar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Sam- félag verður til í samskiptum okk- ar, orðræðu, viðhorfum, hugmynd- um og samkomulagi um hvaða fyr- irkomulag við viljum hafa á sam- eiginlegum málum okkar. Aðferð- in sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrú- um sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfé- lagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sí- felldri samræðu við íbúa í sveitar- félaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameig- inlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einka- hagsmunum. Björt framtíð telur því að árang- ursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verk- efnin þarf að sníða þeim markmið- um sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera sam- kvæm hugsjónum okkar um jafn- ræði, lýðræði, skapandi stjórnsýslu og kærleika. Anna Lára Steindal. Höf. skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Saga sorpflokkunar á Akranesi er á margan hátt þyrnum stráð. Skemmst er að minnast tilraun- ar sem gerð var á sínum tíma en rann út í sandinn þegar í ljós kom að allt flokkaða sorpið var eft- ir sem áður urðað á sama stað og áður. Núverandi skipulag, sem hófst árið 2008, hefur hins vegar skilað þeim árangri að sorpmagn til urðunar frá hverjum íbúa er aðeins helmingur af því sem það var um síðustu aldamót. En betur má ef duga skal. Fyrirtæki og stofnanir hafa fram að þessu ekki þurft á sama hátt og heimilin að flokka sorp. Því þarf að breyta á næstu árum þannig að sömu reglur gildi fyr- ir alla. Hin hliðin á þessum árangri er sú fjárhagslega. Bæjarfélagið greiðir í dag talsvert minna í urð- unargjöld en áður. Sorphirðugjöld íbúa hafa hins vegar ekki lækkað á móti og það gengur ekki. Bæj- arbúar eiga að finna fjárhagsleg- an mun á því að hafa sjálfir skap- að bæjarfélaginu sparnað. Sorp- hirðugjöld á hverjum tíma verða því að endurspegla þann kostnað sem bæjarfélagið sannanlega hef- ur af sorphirðunni. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi munu fylgja því fast eftir á næsta kjörtímabili að sorphirðugjöld lækki til jafns við lækkandi kostn- að bæjarfélagsins. Aðeins þannig tryggjum við áframhaldandi ár- angur í þessum málum. Ingþór Bergmann Þórhallsson Höfundur er verslunar- og við- skiptastjóri hjá N1 og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Það virðist vera mörgum hulið að ýmis vandkvæði eru fyrir gamalt fólk að búa eitt í húsnæði, oftar en ekki í húsum sem áður þóttu rúm fyrir heilu fjölskyldurnar. En þó er fólk hvatt til að gera það, búa sem allra lengst í eigin húsnæði. Efnahagslegar ástæður fólks hafa auðvitað áhrif á hvort það er hægt að búa áfram í eig- in húsnæði. Hins vegar eru fleiri ástæður sem geta valdið því að erfitt eða jafnvel ómögulegt er fyrir eldra fólk að búa eitt í hús- um sínum. Kostnaður við hús- eign er ekki háður því hve marg- ir búa í henni. Kostnaðurinn er samansettur af lögboðnum gjöld- um, hita, rafmagni, viðhaldi og ýmsum tilfallandi kostnaði. Auk þess geta ýmsar fleiri ástæður verið fyrir því að fólk vill held- ur fá inni á dvalarheimilum aldr- aðra. Nefni ég sem dæmi örygg- isleysi, einsemd, umhirðu stórra lóða og umhirðu og viðhald húss. Þá hlýtur hver maður að sjá að ekkert vit er í að einn maður búi í 100 - 120 fermetra húsi. Það ætti öllum að vera það ljóst að komi eitthvað fyrir fólk við slíkar að- stæður, er enginn til hjálpar. Ým- islegt fleira mætti tína til en ég vona að það sem ég nefndi hér að framan dugi fólki til að opna augu þess. Nú hefur það gerst að Dvalar- heimilið Höfði er orðið að stærst- um hluta að hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk. Fyrir fólk sem þarf á mikilli aðstoð og hjúkrun að halda. Það er í sjálfu sér gott og blessað. En öldruðu fólki, sem enn hefur sæmilega heilsu, stend- ur ekki til boða að koma þar til dvalar og virðast aðrar aðstæður þess ekki metnar. Kerfið, sem var lagt upp með í byrjun, er hrun- ið og ber það nú keim af því að virðing fyrir öldruðum er úr sög- unni. Fólk er flutt, eins og gripir, milli landshluta eftir því hvar er laus pláss að finna. En þeir sem enn geta borið sig um mega dúsa á þúfunni sinni án þess að vilja það eða geta. Á sama tíma og ástandið er svona stendur fyrrum ellideild við Sjúkrahúsið á Akranesi tóm; yfirgefin og mannlaus. Ein fyrsta aðgerð stjórnvalda eftir hrun- ið fræga var að loka henni. Það er kaldhæðni örlaganna að það var Skagamaður, sem allir töldu sérstakan málsvara lítilmagnans, sem gerði það. Og það sem verra er; bæjarstjórnin okkar hafði ekk- ert við það að athuga. Að minnsta kosti hefur ekkert heyrst frá henni um þetta mál. Bæjarstjórninni og nýjum frambjóðendum virðist vera margt hugleiknara um þess- ar mundir en velferð þeirra sem minna mega sín. Hins vegar fer vart á milli mála að áhugafólk um íþróttir er að koma ár sinni vel fyrir borð ef marka má stefnu- mál flokkanna. Og kennarar og skólafólk líka. Það er ekki lak- ara fyrir það að sitja beggja meg- in við borðið eða í kringum það! Að vísu var keypt hús fyrir félags- starf aldraðra. Sú fjárfesting er eitthvað umdeild. En til eru þeir, sem hefðu heldur viljað sjá þá fjármuni notaða á annan hátt í þágu okkar gamla fólksins. En húsakaup eða byggingar eru auð- vitað betri auglýsing fyrir þá sem að því standa, en að nýta húsnæði sem þegar er til og er ég þá að tala um gamla Landsbankahús- ið við Akratorg. Stundum er það sýndarmennskan sem ræður för og þetta er að einhverju leyti af þeim toga. Svo er rifist um hvort fjárhagur bæjarins sé góður, eða slæmur. Ef það er rétt, sem sagt er, að útsvarstekjur fari allar til að borga vexti, er fjárhagurinn ekki góður hjá bæjarsjóði. Við skulum kynna okkur vel stefnuskrár flokkanna fyrir þessar kosningar og velja fólk samkvæmt því. Og við skulum líka láta það í ljós að sá klíkuskapur sem ráð- ið hefur í stjórn bæjarins verð- ur ekki liðinn lengur. Við skulum líka inna þá eftir, hvort eitthvað verði gert til að sporna við síauk- inni fíkniefnaneyslu í bænum. En það virðist ekki henta að tala um það í bæ sem í orði kveðnu býr vel að æskunni og fjölskyldunni. Það hentar ekki á glansmyndina, sem dregin er upp á hátíðum og tyllidögum. Jón Frímannsson, rafvirki og eldri borgari. Höfundur býr einn í stóru ein- býlishúsi og fær ekki inni við hentugri aðstæður. Pennagrein Skoðum hverju þeir lofa í búsetu eldra fólks Pennagrein Skipta hugmyndir máli? Pennagrein Gerum betur í sorpmálum Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.