Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Pallbíll með húsi fauk útaf LBD: Fjögur umferðar­ óhöpp urðu í umdæmi lög­ reglunnar í Borgarfirði og Dölum í vikunni. Þar af eitt á Kaldadal þar sem pallbíll með húsi fauk útaf. Þýsk hjón voru þarna á ferð ásamt unglingspilti. Sluppu þau án teljandi meiðsla. Einn ökumaður var tek­ inn fyrir akstur undir áhrif­ um fíkniefna í liðinni viku. Ekið var á sex lömb á veg­ um í umdæminu. Tuttugu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Í yfirliti lögreglu segir einn­ ig að vinnuslys hafi orðið í Húsafelli. Maður slasaðist illa á hendi í Húsafelli síð­ degis á fösudaginn og var hann fluttur á sjúkrahús í framhaldinu. Hinn slas­ aði var að vinna við smíðar nýrrar þjónustumiðstöðv­ ar. -þá Vetraráætlun strætó STRÆTÓ: Vetraráætlun Strætó á Vestur­ og Norð­ urlandi tekur gildi 14. sept­ ember. „Litlar breytingar verða frá síðasta vetri, en þeirri tilhögun verður við haldið að leið 57 stöðvi í Staðarskála í hálftíma. Þessu var komið á í sumar og gaf góða raun. Helstu breyt­ ingar eru þessar: Á Leið 57 verður flýtt um fimm mín­ útur fyrstu tveimur ferð­ um á virkum dögum frá Borgarnesi til Reykjavík­ ur. Stoppað verður í hálf­ tíma í Staðarskála eins og gert var í sumar og því lagt af stað fyrr frá Akureyri á leiðinni til Reykjavíkur og komið seinna til Akureyr­ ar á leiðinni frá Reykjavík. Leiðum 83 og 84 er hnikað til þannig að þær standist á við leið 57,“ segir í tilkynn­ ingu frá Strætó. Nánar um leiðakerfið á straeto.is -mm Styrkja nem- endagarða MB BORGARNES: Kaup­ félag Borgfirðinga og Sam­ kaup/Nettó hafa ákveðið að styrkja Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarð­ ar um samtals eina milljón króna til kaupa á húsgögn­ um og nauðsynlegum bún­ aði í tvær íbúðir við Brák­ arbraut í Borgarnesi. Íbúð­ irnar voru keyptar fyrr á árinu og er nú verið að inn­ rétta þær sem nemenda­ garða. Afhending á gjafa­ bréfi frá KB og Samkaup var áætluð í dag. -mm Ekki er úr vegi að minna á að nú er einmitt rétti tíminn til að skoða möguleika varðandi ýmsar leiðir til náms í haust eða vetur. Til dæm- is eru tónlistarskólarnir að hefja starfsemi þessa dagana og nýút- kominn námsvísir frá Símenntun- armiðstöð Vesturlands er kominn í hús. Spáð er fremur hægu og mildu veðri næstu dagana. Skýjað verði með köflum á landinu og yfirleitt þurrt á fimmtudag en frá föstu- degi til sunnudags megi búast við rigningu eða súld á landinu lengst af, en yfirleitt þurru á austurhelm- ingi landsins. Hiti verði 10 til 17 stig, hlýjast austan lands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig finnst þér net- og símasamband á lands- byggðinni?“ „Með öllu óviðunandi“ sögðu 46,2%, „frekar slæmt“ sögðu 33,15%, „veit ekki“ sögðu 6,52%, „þokkalegt“ var svar 9,51% og „mjög gott“ sögðu 4,62%. Samtals eru því rétt tæp 80% íbúa mjög eða frekar óánægðir með net- og símasam- band á landsbyggðinni. Það hlýtur að vekja fjarskiptafyrirtæki og yfir- völd til umhugsunar, eða hvað? Í þessari viku er spurt: Á að fækka þrepum virðisauka- skatts? Íþróttafólk af Vesturlandi hefur verið að gera góða hluti að und- anförnu. Við kjósum það Vestlend- inga vikunnar. Sjá íþróttasíðu og víðar í Skessuhorni í dag. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Bæjarráð Akraneskaupstaðar sam­ þykkti á síðasta fundi sínum að kaupa aðra og þriðju hæð þriggja hæðar íbúðarhúss við Suðurgötu 64. Fyrr í vor eignaðist Akranes­ kaupstaður neðstu hæð hússins. Auk þess hefur bærinn keypt lóð við hliðina sem skráð er Suðurgata 66. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að húsið á Suðurgötu 64 hafi staðið autt um hríð og geri gild­ andi skipulag ráð fyrir því að þarna rísi ný bygging sem hafi tengsl við torgið og umhverfið í kring. Regína reiknar með að farið verði fljótlega í niðurrif á húsinu og í framhaldinu verði lóðin gerð snyrtileg. Við það batni ásýnd Akratorgs. mm Eins og glöggir íbúar á Akranesi tóku eftir var mikið um að vera í kringum sjúkrahúsið á Akranesi dagana 22. ­ 23 ágúst síðastliðinn. Á milli 40 og 50 bílum af öllum stærð­ um og gerðum var lagt í kring­ um sjúkrahúsið og á Heiðarbraut­ inni og var varla hægt að sjá á milli þeirra sökum þrengsla. Þarna áttu sér stað tökur á nýrri erlendri sjón­ varpsröð, Sense8. Serían er fram­ leidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015, segir á vef Wikipedia. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var það framleiðslu­ fyrirtækið True North sem aðstoð­ aði tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Leikstjórar í þáttaröðinni eru Wachowski systkinin, sem eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal ann­ ars Matrix kvikmyndirnar ásamt fleiri þekktum kvikmyndum. Aðal­ leikarar í Sense8 eru Daryl Hann­ ah og Naveen Andrews. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekkt­ um myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkr­ um árum. Um 200 manns komu að tökunum á Akranesi og áttu tök­ urnar sér stað á gömlu E ­ deild­ inni á sjúkrahúsinu. Ekki varð trufl­ un á starfsemi sjúkrahússins af þess­ um sökum, enda var starfsemi á E deildinni hætt fyrir nokkrum árum og sjúklingar þaðan fluttir á aðrar heilbrigðisstofnanir. grþ Óvenjulegur viðburður átti sér stað á Hvalfjarðardögum sem stóðu yfir um helgina. Þá var farið svokall­ að Helgusund í Hvalfirðinum en í því er synt í kjölfar Helgu Jarls­ dóttur, sem margir þekkja sem lesið hafa Harðar sögu og Hólmverja, úr Geirshólma upp í Helguvík. Leið­ in er um 1600 metrar. Viðburð­ urinn var á vegum Sjóbaðsfélags Akraness í samvinnu við menn­ ingarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar. Rúmlega tveir tugir þreyttu sundið, þar af fimm úr Sjóbaðsfélagi Akra­ ness og margir af fremstu sjósund­ smönnum landsins. Björgunarfélag Akraness sá um að flytja sundfólkið út í Geirshólma og fylgdu því síðan eftir meðan á sundinu stóð. Var það mál manna að afar vel hafi tekist til, enda veður einstaklega gott, slétt­ ur og tær sjór og umhverfið engu líkt. Stefnt er að því að Helgusund verði framvegis árlegur viðburður og hluti af Hvalfjarðardögum. mm/bh Hópsins beið hressing þegar í land var komið. Syntu í kjölfar Helgu Jarlsdóttur úr Geirshólma Hópurinn í Geirshólma skömmu áður en Helgusund hófst. Ljósm. ale. Sjósundsfólk frá Sjóbaðsfélagi Akraness eftir sundið. Yfir 40 bílum af öllum stærðum var lagt allt í kringum sjúkrahúsið á meðan á tökunum stóð. E deildinni á HVE breytt í kvikmyndaver Húsið við Suðurgötu 64 verður nú rifið. Bærinn kaupir hús við Akratorg Þrívíddarmynd af Akratorgi. Þar er miðað við skipulag gert ráð fyrir byggingu með bílastæðakjallara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.