Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Vigtun og pökkun á saltfiski fyrir Spánarmarkað. Fiskur saltaður í kör. Saltfiskurinn frá KG fiskverkun er fallegur á að líta. Við erum bæði íhaldssamir og nýjungagjarnir Spjallað við Hjálmar Guðmundsson í KG fiskverkun í Rifi Meðal öflugustu fyrirtækja í út­ gerð og vinnslu á Snæfellsnesi er KG fiskverkun í Rifi. Stofnun fyrir­ tækisins er rakin til þess að Kristján Guðmundsson byrjaði árið 1956 út­ gerð Tjalds SH og upp úr því rekst­ ur saltfisks­ og skreiðarvinnslu. Í dag er útgerð Tjalds, nú SH 270, enn burðarásinn í öflugum rekstri fyrirtækisins sem um langt skeið hefur verið rekið undir nafni KG fiskverkunar í sérhæfðri saltfisk­ verkun. Núverandi Tjaldur er skip sem smíðað var og kom til lands­ ins 1992, rúmlega fjörutíu metra langt línuveiðiskip. Áhöfn skipsins er að færa með því um 2.000 tonn inn í vinnsluna á hverju ári. KG hef­ ur frá upphafi verið fjölskyldufyrir­ tæki og hefur Hjálmar Kristjáns­ son haldið um stjórnartaumana síð­ ustu áratugina. Um 50 manns starfa hjá KG fiskverkun og vinnslan er rekin í stóru og glæsilegu húsi við höfnina en húsið var tekið í notk­ un 15. ágúst 2007. Hjálmar segist einmitt hafa verið með þessa fram­ kvæmd á hátoppi bólunnar marg­ frægu. Sem betur fer hafi hann farið hægt í sakirnar og ekki glapist til að taka tilboði fjármögnunarfyrirtækja um fjármögnun í húsið með kaup­ leigusamningum. „Við erum íhalds­ samir hérna en líka nýjungagjarn­ ir eins og flestir í sjávarútvegi á Ís­ landi. Almennt má segja að greinin sé fljót að tileinka sér nýjungar sem við teljum koma sér vel fyrir okkur og okkar fólk,“ segir Hjálmar þar sem hann gengur um vinnsluhús­ ið ásamt blaðamanni Skessuhorns og sýnir honum búnaðinn. Nýlegur vinnslubúnaður er í húsinu og hann er að langstærstum hluta íslensk framleiðsla sem undirstrikar mik­ ið og gott samstarf sjávarútvegsins og iðnaðarins í landinu, hátækni­ og stáliðnarins, sem byggt hefur upp öflug fyrirtæki og fjölda starfa í greininni á undanförnum árum. Alltaf starfað í sjávarútvegi Hjálmar segist ekki þekkja neitt annað en að stússast í kringum vinnsluna og starfa í sjávarútvegin­ um. Honum hafi ekki heldur lang­ að til að gera neitt annað, greinin sé fjölbreytt og skemmtileg. Hjálmar segir ljóst að í heildina hafi Íslend­ ingar staðið sig vel í sjávarútvegi. Úttekt sem gerð var fyrir skömmu af virtu erlendu ráðgjafarfyrirtæki, með aðkomu íslenskra sérfræðinga, sýni að sjávarútvegurinn sé eina at­ vinnugreinin í landinu sem er sam­ keppnishæf á heimsvísu. „Ég tók við verkstjórn hérna í fyrirtækinu 1978. Síðan þróaðist það þannig að ég tók við rekstrinum og er hérna ennþá,“ segir Hjálmar, en bróðir hans Guð­ mundur Kristjánsson er sem kunn­ ugt er mjög umsvifamikill í sjávar­ útveginum með fyrirtæki sitt Brim. Guðmundur byrjaði sína starfsemi við hlið bróður síns í Rifi, en síð­ an hélt Guðmundur suður eins og Hjálmar orðar það. Eins og áður segir starfa um 50 manns hjá KG fiskverkun. Þar af er 21 í áhöfn Tjalds, en 14 á sjó í einu. Tjaldur er að veiðum í um það bil fjóra daga í senn og landar á þeim fimmta. Hann er gerður út samkvæmt áætlun þar sem skipverjar eru á sjó í tuttugu daga og í fríi í tíu. „Skipið hentar okkur mjög vel, bæði gæði og magn hráefnis,“ segir Hjálmar. Hann seg­ ir að skipverjum líki það vel að geta gengið að því vísu hvenær landað er og hvenær farið er út á sjó. Í vinnsl­ unni eru tæplega 25 starfsmenn. Samkvæmt lögboðnum sumarfríum var gert hlé á vinnslunni í sex vik­ ur í sumar. Hún var nýlega byrjuð aftur þegar blaðamaður var á ferð­ inni í síðustu viku. Hjálmar sagði að það tæki svolítinn tíma að komast á fulla keyrslu að nýju, en starfsfólk­ ið væri traust og gott og starfsem­ in gengi alveg samkvæmt áætlun frá ári til árs. Þarf leikreglur til langs tíma Hjálmar segir að framleiðslan hafi í langan tíma verið seld til sama kaupanda á Spáni. Nokkuð verðfall hafi orðið í kjölfar hrunsins 2008 en markaðsverðið farið hægt upp á við síðan. „Ég er þó þeirrar skoðunar að verð á mörkuðum sé heldur að taka við sér og er að mörgu leyti bjart­ sýnn núna við upphaf nýs kvótaárs,“ segir Hjálmar. Þegar hann er spurð­ ur út í álögur á greinina, svo sem sérstöku og almennu veiðigjöldin, segir hann. „Gjöldin voru lögð á án alls samráðs við greinina og má nánast segja að þau hafi verið sett henni til höfuðs. Þegar laun á skipi eins og okkar eru um 40% og gjöld eiga að vera svipuð þá sjá allir að það gengur ekki upp. Eins og þetta var áður en lögin um gjöldin voru leiðrétt þá vorum við í raun komn­ ir í fjárfestingabann. Þá meina ég að þegar aðeins er eftir 20% af fram­ leiðsluverðmætinu, þá er það allt­ of lítið til að borga vexti og afborg­ anir hvað þá að standa undir nauð­ synlegu viðhaldi og fjárfestingum. Hver á framtíðin að vera í íslensk­ um sjávarútvegi, þegar stjórnvöld reyna að koma honum á kné? Það sem skortir er náttúrlega að stjórn­ völd hafi ákveðið leikreglur sem hægt er að treysta að staðið verði við til langframa. Það sem háir okk­ ur í sjávarútveginum er stöðug af­ skipti pólitíkusa, það vilja allir vera með puttana í þessu. Okkar stærsta vandamál er pólitíkin. Pólitíkusar og nokkrir aðrir segja í einu orðinu meiri gjöld og skatta á sjávarútveg­ inn. En um leið vilja þeir að hann haldi uppi atvinnu og byggð um allt land með tilheyrandi óhagræði.“ „Pottasukkið“ veiki greinina Hjálmar segir kvótakerfið að mörgu leyti gott og tilkoma þess hafi skil­ að meiri gæðum og verðmætum inn i greinina og þjóðarbúið. Hann segist hafa ákveðnar skoðanir um að það mætti þó einfalda kerfið til muna. „Ég er þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn séu að skemma kerfið með pottasukkinu eins og ég kalla það. Það gerir ekkert ann­ að en veikja greinina. Það er þá bara verið að taka af einum til að færa öðrum. Ég sé ekki tilganginn með pottunum og er sannfærður um að þessar veiðar eru ekki hagkvæmar,“ segir Hjálmar. Hann vill meina að með pottunum og sérúthlutunum, sé verið að búa til störf með þeim ívilnunum sem þær eru, og það geti ekki gengið til lengdar. „Við þurf­ um að stefna að hagkvæmni og vel launuðum störfum sem fólk sæk­ ir í. Menn ná þarna varla kaupi og ég held að það sé alveg ljóst að ekki vanti atvinnu í landinu. Það vant­ ar miklu frekar fólk til vinnu. Þeg­ ar menn eru eingöngu að stunda veiðar í þeim tilgangi að afla veiði­ reynslu, en ekki af hagkvæmnis­ ástæðum að veiðarnar standi und­ ir sér, þá finnst mér það ekki í lagi. Veiðireynsla og kvótasetning á nýj­ um tegundum finnst mér ekki passa inn í kerfið. Ég er t.d. þeirrar skoð­ unar að veiðar á makrílnum eigi að vera frjálsar fyrir smábáta og ekki eigi að koma til kvótasetningar þar. Við vitum hvort eð er ekkert hvað lengi makríllinn muni veiðast hér við land,“ sagði Hjálmar Kristjáns­ son að endingu. þá Hjálmar Kristjánsson fyrir utan glæsilegt vinnsluhús KG fiskverkunar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.