Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Í nóvember síðastliðnum ýtti Vinnumálastofnun úr vör sérstöku verkefni í samvinnu við sveitarfé­ lögin í landinu um þjónustu við at­ vinnuleitendur sem eru án bóta­ réttar í atvinnuleysistryggingakerf­ inu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verk­ efnið fékk nafnið Stígur. Markmið­ ið með verkefninu var að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit sinni að atvinnu og fækka þannig skjól­ stæðingum sveitarfélaganna sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. Um var að ræða þjónustu við fólk sem ýmist hefur klárað bótarétt sinn til atvinnuleysisbóta undanfar­ in ár eða hafði af einhverjum ástæð­ um ekki náð að skapa sér þann rétt. Félagsþjónustur sveitarfélaga hafa vísað þeim sem í hlut eiga í starfs­ ráðgjöf, atvinnuleit og vinnumiðl­ un hjá Vinnumálastofnun sam­ kvæmt sérstöku verklagi. Nú þegar rúmlega hálft ár er lið­ ið frá því verkefnið fór af stað er staðan sú að tæplega 40% þeirra sem hefur verið vísað til Vinnu­ málastofnunar frá félagsþjónustum eru komnir með vinnu. 82% hafa fengið vinnu má almennum mark­ aði og 18% hjá viðkomandi sveitar­ félagi. „Verkefnið mun halda áfram af fullum krafti á komandi vetri og bætt atvinnuástand mun leiða til þess að fleiri einstaklingar fá starf, verða virkir samfélagsþegnar og þurfa ekki á fjárhagsaðstoð sveitar­ félaganna að halda vegna atvinnu­ leysis,“ segir Gissur Pétursson for­ stjóri Vinnumálastofnunar. mm Ný aðstaða fyrir frumkvöðla hefur verið sett upp í Háskólanum á Bif­ röst. Frumkvöðlasetrið er staðsett í kjallara Hamragarða og er ætlað fyrir nemendur skólans sem vilja starfa að nýsköpun og frumkvöðla­ starfsemi samhliða sínu námi, en íbúum á Vesturlandi er í raun vel­ komið að nýta sér aðstöðuna. „Við höfum verið með starfandi frum­ kvöðlaráð síðan 2012 og það er mikill áhugi á frumkvöðlastarfi á meðal nemenda skólans. Háskól­ inn á Bifröst tók til að mynda þátt í frumkvöðlakeppninni Gullegginu síðasta skólaár og áhugasamir nem­ endur skólans þrýstu á að þessi að­ staða yrði opnuð. Tekin var ákvörð­ un um það síðasta vor og nú er hún tilbúin til notkunar,“ segir Brynj­ ar Þór Þorsteinsson markaðsstjóri á Bifröst. Í frumkvöðlasetrinu er hugs­ að fyrir því að hafa skapandi um­ hverfi og geta þeir sem eru að vinna að sinni viðskiptahugmynd nýtt sér viðskiptamódel sem hang­ ir uppi á vegg. Módelið byggir á þekktri aðferðafræði sem notuð er til að varpa betra ljósi á hugmynd­ ina, virði, kostnað, viðskiptavini og svo framvegis. „Nemendur vinna alveg sjálfstætt að þessu og er það þá gert samhliða náminu. Skólinn gerir í raun ekkert annað en að út­ vega húsnæði,“ segir Brynjar. Í vet­ ur munu tveir nemendur skólans hafa umsjón með aðstöðunni, þeir Hallur Jónasson og Andri Björgvin Arnþórsson. Áhugasömum er bent á að hafa samband við þá ef þeir vilja taka þátt í starfinu í vetur. grþ Um þessar mundir hefst nýtt rekstrarár hjá IKEA á Íslandi, með tilheyrandi útgáfu nýs vörulista og árlegum verðbreytingum. Í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins lækk­ ar IKEA verð á öllum húsbúnaði við þessi tímamót. Meðaltal lækk­ unarinnar er um 5%, sem nemur tugþúsundum króna á hverja fjöl­ skyldu í landinu miðað við við­ skipti undanfarinna ára. Verðbreyt­ ingar eru gerðar á öllu vöruúrvali hjá fyrirtækinu einu sinni á ári og undanfarin ár hefur vöruverð ým­ ist lækkað, hækkað eða staðið í stað. Nú eru nokkrir samverkandi þætt­ ir sem valda því að fyrirtækið get­ ur boðið lækkað verð. Fyrst ber að nefna sterkari krónu, sem hef­ ur styrkst meira ein búist var við. Í öðru lagi er aukinn stöðugleiki í efnahagsmálum og að lokum tók­ ust samningar um hagstæðara inn­ kaupsverð og flutningskostnaður hefur lækkað. „Vegna þessa samverkandi þátta getur IKEA boðið lægra verð í ár og er stolt af því að nýta þetta tæki­ færi til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og auknum kaupmætti landsmanna,. Heiðarleiki er eitt af gildunum sem IKEA starfar eftir og verðlækkunin er í anda þess að bæta hag viðskiptavinanna þegar færi gefst. Grunnhugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir flesta og hluti þess er að bjóða upp á húsbúnað á það lágu verði að sem flestir hafi efni á að kaupa hann,“ segir í fréttatilkynningu IKEA um málið. grþ Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur nú í fyrsta skipti fundist á tveimur stöðum á Vesturlandi; þ.e. í Ólafsvík og Búð­ ardal. Hefur það komið í hlut óláns­ samra katta að fá þessa óværu í sig. Skógarmítill hefur verið að gera vart við sig hér á landi á síðustu misser­ um en fyrst í vor var landnám hans staðfest. Vitað er fólk hefur sýkst af völdum mítilsins hérlendis en hann getur borið sjúkdóma. Smit frá pöddunni getur valdið sjúkdómi sem heitir Lyme (Borrelia burgdor­ feri) og leggst á taugakerfi fólks. Þó er alls ekki alltaf sem það gerist að bit frá skógarmítlum smiti. Ef það gerist hins vegar getur Lyme verið ólæknandi greinist hann ekki fljótt. Getur m.a. valdið heilabólgum. Vitað er að Íslendingar hafa sýkst af Lyme af völdum skógarmítilsbits í Svíþjóð og víðar erlendis. Mítill þessi kemur sér fyr­ ir á kvistum og stráendum og bíð­ ur eftir að ólánsskepna, eða mað­ ur, gangi framhjá og krækir sig þá fastan í viðkomandi. Þannig hefur verið sagt að skógarmítill sé í raun „puttalangur“ sem húkkar sér far með spendýrum eða fuglum. Skor­ dýrafræðingar segja þó að mann­ fólkið sé líklegast neyðarbrauð mít­ ilisins sem oftast leggst á kindur, hunda, ketti og önnur dýr. Mítill­ inn er fremur stór af svona pöddum að vera og sést greinilega á húð. Einkenni eftir bit skógarmítils eru augljós. Hringlaga roði mynd­ ist á húðinni en það getur tek­ ið þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur far­ ið að bera á þreytu, hrolli og höf­ uðverk ásamt vöðva­ og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýk­ ingin getur jafnframt valdið viðvar­ andi liðbólgum. Sýklalyf eru gef­ in við sýkingunni, en ef hún svar­ ar ekki við meðferðinni þarf stund­ um að gefa bólgueyðandi lyfjameð­ ferð. Miklu skiptir hvernig padd­ an er fjarlægð af húð, verði henn­ ar vart. Með að toga hana varlega út eða snúa henni um leið getur hún átt það til að spýta eitri inn fyr­ ir húð viðkomandi. Sagt er að best sé að vefja pinsettu um pödduna og ná henni af húðinni með snöggri hreifingu. Gott er að bera feiti eða vaselín á pöddu sem byrjuð er að bora sér í húðina. Dettur hún þá jafnvel sjálf af húðinni. Rétt er að fram komi að skógarmítilsbit þarf ekki endilega að þýða að um sýk­ ingu verði að ræða í viðkomandi. Ýmsar leiðbeiningar um skógar­ mítil má finna á Netinu með að slá inn leitarorðin „Borrelia burgdor­ feri.“ mm Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um lögheimili eigenda fasteigna og staðsetningu þeirra. Úrvinnslan byggist á upplýsing­ um um allar íbúðarfasteignir sem voru skráðar fokheldar eða lengra komnar í lok júlí 2014. Reykja­ vík er það sveitarfélag landsins þar sem hlutfallslega flestir eigendur eru með lögheimili í sama sveitar­ félagi og eignin er staðsett, eða um 89%. Nokkur munur er á höfuð­ borgarsvæðinu og landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu í heild er 87,1% eigenda fasteigna með lög­ heimili í sama sveitarfélagi og eign­ in er staðsett á móti 76,4% á lands­ byggðinni. Af einstökum sveitarfélögum á Vesturlandi eiga fasteignaeig­ endur í Grundarfirði hlutfallslega flestir lögheimili í sama sveitarfé­ lagi, eða 83,9%. Í stærri sveitarfé­ lögum á Vesturlandi er hlutfallið frá 73­80%. Í minnstu sveitarfélög­ unum eru hlutfallslega fæstir fast­ eignaeigendur með búsetu í sama sveitarfélagi. mm Sv ei ta rf él ag sn úm er Sv ei ta rf él ag Lö gh ei m ili í sa m a sv ei ta rf él ag i Lö gh ei m ili á h öf uð b or ga rs væ ði nu Lö gh ei m ili á la nd sb yg gð in ni A nn að lö gh ei m ili * 68,1% 24,9% 5,6% 73,3% 21,8% 2,9% 59,9% 27,4% 10,7% 83,9% 12,9% 2,0% 61,5% 23,1% 9,9% 77,9% 18,2% 2,6% 2,0% 1,3% 3710 Helgafells s veit 3711 S tykkis hólms bær 3000 Akranes kaups taður 3506 S korradals hreppur 3511 Hvalfjarðars veit 3609 B orgarbyggð 3709 Grundarfjarðarbær 50,0% 39,0% 3,0% 79,6% 15,5% 3,3% 78,8% 17,9% 2,3% 79,0% 13,0% 6,0% 3713 E yja- og Miklaholts hreppur 3714 S næfells bær 3811 Dalabyggð 5,5% 2,0% 1,5% 1,6% 7,9% 2,1% 1,0% 1,2% Taka saman upplýsingar um hvar fasteignaeigendur búa Roði í húð eftir skógarmítilsbit. Skógarmítils verður vart á Vesturlandi Skógarmítillinn úr Ólafsvík. Ljósm. af. Tveir skógarmítlar. Sá til hægri er búinn að sjúga blóð. Atvinnuverkefnið Stígur hefur reynst vel IKEA lækkar verð Frumkvöðlasetur opnað á Bifröst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.