Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Side 6

Skessuhorn - 03.09.2014, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Tveir sjálfboðaliðshópar DALIR: Tveir sjálfboðaliðahóp­ ar voru að störfum í Dalabyggð á liðnu sumri í samstarfi sveitar­ félagsins og alþjólegu sjálfboða­ liðasveitanna SEEDS. Fyrri hóp­ urinn vann að ýmsum umhverf­ ismálum í Búðardal fyrir hátíðina „Heim í Búðardal“og á Eiríksstöð­ um. Sá seinni endurmerkti göngu­ leiðir að Laugum í Sælingsdal. Þá var einn starfsmaður að störf­ um á skrifstofu Dalabyggðar með stuðningi Vinnumálastofnunar og vann hann að frekari undirbúningi verkefnisins „Áfangastaðir í Dala­ byggð“. Þetta var meðal þess sem fram kom í yfirliti Sveins Pálsson­ ar sveitarstjóra frá sumrinu á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar á dög­ unum. –þá Hrapaði í Helgafelli HELGAFELLSSVEIT: Mik­ il mildi þykir að kona sem hrap­ aði fimmtán metra í Helgafelli í Helgafellssveit skuli einungis hafa slasast lítilsháttar. Hún var þó með áverka á höfði og meidd á fæti en með meðvitund þegar komið var að henni. Konan, sem er á sjö­ tugsaldri, var í allstjórum hópi er­ lendra ferðamanna sem gengu á fjallið í prýðilegu veðri síðdegis á fimmtudaginn. Þurfti að bera hana nokkurn spöl í sjúkrabíl sem flutti hana til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað með vissu hvernig slysið atvikaðist þar sem ekki voru sjónarvottar að því. -mm Gamla skólahúsið auglýst til sölu STYKKISHÓLMUR: Til stend­ ur að gamla skólahúsið í Stykkis­ hólmi verði selt ásamt húsi Amts­ bókasafnsins og byggingarétti á lóð skólans. Á bæjarstjórnarfundi í Stykkishólmi 21. ágúst síðastliðinn var sú tillaga samþykkt að Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra verði fal­ ið að setja upp kynningu á þeim áformum í auglýsingu þar sem fram komi að gamli skólinn verði til sölu ásamt byggingarétti á lóð skólans. Lóðar­ og byggingaréttur verður skýrt afmarkaður í kynn­ ingunni og hús Amtsbókasafnsins verður auglýst til sölu með sama hætti. –grþ Engin dagvistun í heimahúsum DALIR: Horfur eru á að dag­ vistun í heimahúsum í Dalabyggð leggist af um næstu mánaðamót. Þetta kom fram á fundi sveitar­ stjórnar 26. ágúst síðastliðinn. Sveinn Pálsson sveitarstjóri seg­ ir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem slíkt kemur upp. „Sem betur fer er svolítið af ungabörnum hérna en nú virðist framboðið ekki vera nægilegt til að halda úti dagvistun. Börnin sem dagmóðirin var með eru komin á leiksóla og lítil eftir­ spurn er því eftir þjónustunni. Það gæti hins vegar breyst eftir nokkra mánuði en ekki víst að dagmóðirin geti beðið eftir því,“ segir Sveinn í samtali við Skessuhorn. Hann seg­ ir sveitarstjórnina ekki hafa komið augu á nein úrræði enn sem kom­ ið er og var honum falið að kanna eftirspurn eftir þjónustunni meðal foreldra ungbarna á svæðinu. „Við erum að reyna að kortleggja hve­ nær ungbarnaforeldrum vantar þessa þjónustu. Málið er í skoð­ un og við erum að reyna að finna lausn á vandanum.“ -grþ Tekið tillit til at- hugasemda íbúa við Heiðarbraut AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraness á dögunum var tekið fyrir erindi er snertir deiliskipu­ lag vegna reitar Heiðarbrautar 40, gamla bókasafnshússins. Það var bréf skipulags­ og umhverf­ isnefndar frá því í lok júlí og at­ hugasemdir íbúa við deiliskipu­ lagsbreytingu á lóðinni. Einn­ ig svar Draupnis lögmannsstofu fyrir hönd Skarðseyrar ehf. eig­ anda hússins. Áformað er að breyta gamla bókasafnshúsinu í íbúðarhúsnæði eftir að það gekk ekki eftir að eigendur fengju að breyta því í hótel. Skipulags­ og umhverfisnefnd leggur til að tekið verði tillit til athugasemda nágranna með því að felldur verði niður fyrirhugaður bygg­ ingarhluti suðvestan við núver­ andi byggingu og fyrirhugaður byggingarhluti norðaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja. Þá verði bílastæði a.m.k jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða. Bæjar­ ráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. –þá Sjö í bílaveltu í Norðurárdal BORGARFJ: Þyrla Land­ helgisgæslunnar sótti síðdeg­ is á fimmtudaginn þrjá ítalska ferðamenn sem slösuðust þeg­ ar bíll þeirra lenti utan vegar við bæinn Háreksstaði í Norð­ urárdal. Sjö voru í bílnum og slösuðust allir í óhappinu. Þre­ menningarnir sem fluttir voru með þyrlunni voru lagðir inn á slysadeild Landspítalans en hin­ ir fjórir voru fluttir með sjúkra­ bifreiðum á slysavarðstofu í Reykjavíkur. Að sögn lögregl­ unnar í Borgarfirði og Dölum átti áhappið sér stað á fimmta tímanum. Ferðamennirnir fóru á bíl sínum út af þjóðvegi eitt inn á malarveginn í sunnanverð­ um Norðurárdalnum og misstu stjórn á bílnum með þeim af­ leiðingum að hann valt og lenti úti í skurði. -þá Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á fyrri helmingi ársins 2014 nam 3,8 milljörðum króna en rekstr­ arhagnaður var 7,5 milljarðar fyr­ ir afskriftir, skatta og fjármagns­ liði (ebita). Eigið fé OR nemur nú 83,5 milljörðum og hefur meira en tvöfaldast frá árslokum 2009. Í til­ kynningu frá fyrirtækinu segir að bætta afkomu Orkuveitunnar und­ anfarin ár megi ekki síst rekja til þess að tekist hafi að lækka útgjöld verulega að raungildi meðan tekjur hafa vaxið. Frá 2010 hafa tekjur á fyrri hluta árs vaxið um u.þ.b. 40%. Tveir áfangar við Hellisheiðar­ virkjun hafa verið teknir í notkun á þessu tímabili. „Okkur hefur gengið prýði­ lega að ná tökum á rekstri Orku­ veitunnar og nú sjáum við árang­ ur þess í traustari efnahag fyrirtæk­ isins. Eiginfjárhlutfallið, sem nú er um 30%, hefur vaxið ört eftir því sem batnandi afkoma hefur gert okkur fært að borga niður skuld­ ir. Þar er þó talsvert verk óunnið og við verðum að halda vöku okk­ ar. Tímabil „Plansins“ er nú liðlega hálfnað og árangurinn er umfram markmið. Starfsfólk og stjórnend­ ur Orkuveitunnar munu hér eft­ ir sem hingað til leggja allt kapp á að missa ekki sjónar á markmiðum Plansins um leið og áhersla er lögð á að viðskiptavinir njóti traustrar þjónustu veitnanna,“ segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur en Planið sem hann kallar er áætlun sem gerð var á sín­ um tíma til að ná tökum á fjármál­ um OR. þá Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðv­ arssonar og borgfirsku menning­ arverðlaunin voru afhent í Reyk­ holtskirkju síðastliðinn laugar­ dag. Minningarsjóður Guðmund­ ar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurð­ ardóttur konu hans standa annað hvert ár fyrir athöfn þar sem þessi verðlaun eru veitt. Að þessu sinni var það karlakórinn Söngbræð­ ur sem hlaut borgfirsku menn­ ingarverðlaunin en ljóðaverðlaun­ in komu í hlut Jóhanns Hjálmars­ sonar. Bjarni Guðráðsson, stjórnar­ maður í minningarsjóðnum, af­ henti borgfirsku menningarverð­ launin. Rakti hann í stuttu máli sögu Söngbræðra og vék að því menningarhlutverki sem kórinn hafði gegnt í Borgarfirði og víð­ ar, en með kórnum syngja með­ al annarra Dalamenn og Stranda­ menn. Viðar Guðmundsson hef­ ur stjórnað Söngbræðrum síðustu árin. Böðvar Guðmundsson afhenti ljóðaverðlaun minningarsjóðs föður síns og móður sem Jóhann Hjálmarsson hlaut að þessu sinni. Þetta er í níunda sinn sem verð­ launin úr minningarsjóðnum eru veitt, en auk verðlaunaveitinganna var tónlist og ljóðalestur á dagskrá samkomunnar í Reykholtskirkju. Aðilar að minningarsjóðnum eru Búnaðarsamtök Vesturlands, Ung­ mennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna, Rit­ höfundasamband Íslands og af­ komendur Guðmundar og Ingi­ bjargar á Kirkjubóli. þá Bjarni Bjarnason forstjóri OR. Orkuveitan rekin með tæplega fjögurra milljarða hagnaði Karlakórinn Söngbræður hlýtur að þessu sinni borgfirsku menningarverðlaunin. Hér er kórinn á tónleikum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í Borgarneskirkju sl. vor. Ljósm. mm. Söngbræður hlutu borgfirsku menningarverðlaunin

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.