Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 8,6m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn Þak- og veggstál galvaniserað og litað Bárað Kantað Stallað Fjöldi lita í boði hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 4 Það var mikið líf og fjör í og við höfnina í Grundarfirði á nýliðnu kvótaári. Skipakomur hafa aldrei verið fleiri og í kringum 20 þús­ und tonnum af fiski var landað þetta árið. Auk þess hafa aldrei fleiri skemmtiferðaskip komið við í Grundarfirði og mun þeim fara fjölgandi að sögn Hafsteins Garð­ arssonar, hafnarstjóra. „Það sem stendur upp úr frá nýliðnu kvótaári er gífurleg um­ ferð skipa. Það hefur verið tölu­ vert púsluspil að koma öllum þess­ um skipum og bátum fyrir í höfn­ inni. Hér í Grundarfirði er öflugur sjávarútvegur þar sem bátar af öll­ um stærðum og gerðum landa afla. Þá er fjöldi skemmtiferðaskipa sem sækir Grundarfjörð heim allt­ af að aukast. Í ár komu 19 skip sem er met en nú þegar eru 33 skip búin að boða komu sína á næsta ári. Þetta small þó alltaf saman í ár þrátt fyrir öngþveiti á tímum,“ segir Hafsteinn. Hann segir að til lengri tíma lit­ ið þurfi hins vegar að stækka höfn­ ina til að geta tekið á móti þess­ um vaxandi fjölda skipa. „Þær hug­ myndir eru þegar komnar á loft og er stefnt að hefja undirbúning að stækkun á þessu ári. Hugmynd­ in er að lengja höfnina út frá aðal­ bryggjunni um 130 metra þar sem dýpi sjávar er yfir 13 metrar. Þá myndu öll skip getað lagst að bryggju. Þetta myndi létta mikið álagið sem fylgir því að vera með litla höfn en mikið af skipakomum. Auk þess vantar höfn með miklu dýpi á Vesturlandi þar sem skip eru alltaf að verða stærri. Engin slík höfn er frá Grundartanga, vest­ ur og norður um landið og allt til Akureyrar,“ segir Hafsteinn. Hann nefnir sem dæmi um aukna umferð og landaðan afla í Grundarfirði að þá hafi stærsti löndunarmánuð­ ur í Grundarfjarðarhöfn þetta árið verið nýliðinn ágústmánuður þeg­ ar 4.000 tonnum var landað. Fyrra met var 3.300 tonn í einum mán­ uði sem þá þótti ótrúlegt magn. „Ef fram heldur sem horfir er aug­ ljóst að við þurfum stærri höfn,“ segir Hafsteinn um hafnarmálin í Grundarfirði. jsb Vantar dýpri og stærri höfn á Vesturlandi Strandveiðum þessa árs lokið Strandveiðitímabili sumars­ ins lauk síðastliðinn fimmtu­ dag. Í sumar veiddu strandveiði­ bátarnir rétt tæplega 8.700 tonn. 649 bátar stunduðu veiðar þess­ ar í sumar, aðeins færri en í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Mest var veitt af þorski eða tæp­ lega 7.500 tonn, eða 89% heildar­ aflans. Næstmest var veitt af ufsa og ýsu. Á vef Landssambands smá­ bátaeiganda kemur fram að aldrei hafi meira af þorski veiðst eða 483 kíló að meðaltali í róðri. Hjá sam­ bandinu er almenn ánægja með tímabilið. Aflahæsti bátur strand­ veiða á þessari vertíð er Hulda, sem gerð er út frá Höfn í Horna­ firði, með rúmlega 43 tonn. mm Á meðfylgjandi mynd er Davíð Óli Axelsson sjómaður í Snæfellsbæ, sem réri á Kristínu Hálfdánar ÍS. Myndin var tekin í lok strandveiðitímabilsins á A svæði í júlí síðastliðnum. Ljósm. af. Hafsteinn Garðarsson, hafnarvörður í Grundarfirði. Stefnt er að því að lengja bryggjuna í Grundarfirði um 130 metra. Verkalýðsfélag Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.