Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Skip Heimahöfn Þorskígildiskíló Höfrungur III AK-250 Akranes 6.602.108 Helga María AK-16 Akranes 5.859.429 Sturlaugur H. Böðvarsson AK-10 Akranes 5.484.157 Tjaldur SH-270 Rif 3.612.595 Hringur SH-153 Grundarfjörður 2.337.446 Grundfirðingur SH-24 Grundarfjörður 2.023.295 Örvar SH-777 Rif 1.804.832 Helgi SH-135 Grundarfjörður 1.641.234 Þórsnes SH-109 Stykkishólmur 1.338.234 Rifsnes SH-44 Rif 1.330.140 Bíldsey SH-65 Stykkishólmur 1.111.086 Steinunn SH-167 Ólafsvík 1.084.621 Saxhamar SH-50 Rif 1.029.801 Farsæll SH-30 Grundarfjörður 970.812 Magnús SH-205 Hellissandur 887.435 Ólafur Bjarnason SH-137 Ólafsvík 868.364 Sóley SH-124 Grundarfjörður 811.635 Tryggvi Eðvarðs SH-2 Rif 771.633 Hamar SH-224 Rif 734.098 Guðbjartur SH-45 Hellissandur 662.702 Kristinn SH-812 Ólafsvík 639.989 Rifsari SH-70 Rif 612.924 Ingunn AK-150 Akranes 604.380 Gullhólmi SH-201 Stykkishólmur 601.858 Esjar SH-75 Rif 562.794 Egill SH-195 Ólafsvík 551.779 Bárður SH-81 Ólafsvík 540.542 Særif SH-25 Rif 483.852 Matthías SH-21 Rif 482.649 Sigurborg SH-12 Grundarfjörður 380.935 Sæhamar SH-223 Rif 366.597 Markús SH-271 Ólafsvík 344.831 Sveinbjörn Jakobsson SH-10 Ólafsvík 322.883 Haukaberg SH-20 Grundarfjörður 321.580 Arnar SH-157 Stykkishólmur 320.725 Gunnar Bjarnason SH-122 Ólafsvík 316.931 Kvika SH-23 Arnarstapi 300.857 Bjarni Ólafsson AK-70 Akranes 268.235 Kristbjörg SH-112 Ólafsvík 236.535 Reynir Þór SH-140 Rif 210.037 Brynja SH-237 Ólafsvík 205.922 Þorsteinn SH-145 Rif 203.230 Glaður SH-226 Ólafsvík 191.890 Sverrir SH-126 Ólafsvík 190.820 Katrín SH-575 Ólafsvík 170.489 Skip Heimahöfn Þorskígildiskíló Stakkhamar SH-220 Rif1 60.401 Kári SH-78 Stykkishólmur 145.330 Ebbi AK-37 Akranes 136.678 Álfur SH-414 Arnarstapi 115.638 Hanna Ellerts SH-4 Stykkishólmur 105.434 Þerna SH-350 Rif 104.544 Hafnartindur SH-99 Hellissandur 89.665 Kári II SH-219 Rif 85.868 Stapavík AK-8 Akranes 81.372 Bryndís SH-128 Arnarstapi 69.979 Ingibjörg SH-174 Rif 69.842 Ísak AK-67 Akranes 66.111 Arnar II SH-557 Stykkishólmur 60.946 Oliver SH-248 Arnarstapi 52.563 Vísir SH-77 Ólafsvík 51.925 Hólmar SH-355 Ólafsvík 51.373 Hólmarinn SH-114 Stykkishólmur 50.189 Vinur SH-34 Grundarfjörður 48.454 Hanna SH-28 Stykkishólmur 47.919 Rún AK-125 Akranes 45.835 Birta SH-203 Grundarfjörður 43.973 Þura AK-79 Akranes 42.959 Emilía AK-57 Akranes 41.293 Karl Þór SH-110 Stykkishólmur 40.218 Þórdís SH-59 Ólafsvík 37.411 Teista SH-49 Arnarstapi 36.612 Von SH-192 Arnarstapi 35.310 Herdís SH-173 Rif 33.691 Brimsvala SH-262 Stykkishólmur 33.654 Friðrik Bergmann SH-240 Ólafsvík 33.432 Þytur MB-10 Borgarnes 32.919 Huld SH-76 Arnarstapi 32.697 Kristján SH-176 Arnarstapi 26.902 Hilmir SH-197 Ólafsvík 22.539 Hafdís SH-309 Arnarstapi 20.490 Kristborg SH-108 Stykkishólmur 20.213 Hafrún SH-125 Ólafsvík 19.220 Sædís SH-138 Ólafsvík 17.357 Geysir SH-39 Ólafsvík 17.293 Frú Emilía SH-60 Arnarstapi 16.751 Korri AK-44 Akranes 16.359 Ríkey MB-20 Borgarnes 14.890 Erla AK-52 Akranes 13.563 Jóa II SH-275 Rif 13.159 Guðmundur Jensson SH-717 Ólafsvík 11.960 Skip Heimahöfn Þorskígildiskíló Sælaug MB-12 Borgarnes 11.927 Hansi MB-1 Borgarnes 11.225 Sæfari II SH-43 Grundarfjörður 9.518 Mundi AK-34 Akranes 9.188 Jói á Nesi SH-159 Ólafsvík 8.836 Veiga SH-107 Stykkishólmur 5.225 Selfell SH-36 Stykkishólmur 4.318 Steinunn AK-36 Akranes 2.971 Eyrún AK-153 Akranes 2.517 Björgvin SH-500 Ólafsvík 2.052 Rakel SH-700 Ólafsvík 1.553 Leifi AK-2 Akranes 1.483 Skírnir AK-12 Akranes 543 Mangi á Búðum SH-85 Ólafsvík 296 Bessa SH-175 Rif 255 Fákur SH-8 Stykkishólmur 62 Ronja SH-53 Stykkishólmur 54 Hugborg SH-87 Rif 19 Birta SH-707 Ólafsvík 2 Borgar Sig AK-66 Akranes 2 Kvika SH-292 Stykkishólmur 1 Glaður SH-46 Stykkishólmur 1 Úthlutað aflamarks skipa á Vesturlandi Bæjarstjóri gleðst yfir makríl en hefur áhyggjur af afleiðingum lágs ýsukvóta Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ er þokkalega sáttur við gang og horf­ ur í sjávarúvegi innan sveitarfélags­ ins. Hann getur brosað hringinn yfir mokveiði af makríl nánast í fjörusteinunum við norðanvert Snæfellnesið. Þau aflabrögð hafa virkað sem mikil vítamínsprauta í vikum sem annars væru tiltölulega rólegar í höfnum bæjarins. Makríl­ veiðarnar gerðu það að verkum að kvótaárinu í Snæfellsbæ lauk með glæsibrag í ágústmánuði. Horfur í bolfiskveiðum eru ágætar á ný­ höfnu kvótaári þó að lítill ýsukvóti valdi áhyggjum. Makrílveiðarnar slá öll fyrri met Kristinn Jónasson bæjarstjóri seg­ ir mjög merkilegt hve búið sé að veiða mikið af makríl í Snæfellsbæ nú á þessari vertíð. „Það eru kom­ in um 3.900 tonn af makríln­ um á land af strandveiðibátunum hér í bæjarfélaginu. Heildarkvóti þessara báta af makríl yfir land­ ið er 6.800 tonn. Til þessa er alls búið að veiða 6.000 tonn af þess­ um heimildum. Bara í síðustu viku var 570 tonnum af makríl landað í Ólafsvíkurhöfn,“ upplýsir hann. Kristinn dregur enga dul á að þessi góði makrílafli skipti miklu máli fyrir tekjur hafnanna. Auk þess þéna margir sjómenn vel og það skilar sér í sveitarfélagið. „Árið í fyrra var reyndar einnig mjög gott í markílveiðum hér á ut­ anverðu Snæfellsnesi. Núna er það bara mikið, mikið betra. Í fyrra var ríflega helmingi makríkvótans á handfæri og línu á landsvísu skil­ að á land hér í Snæfellsbæ, það er á Arnarstapa, í Rifi og Ólafsvík. Nú stefnir í að þetta verið rúm 60% af heildaraflanum í þessum skipa­ flokki.“ Lítil makrílvinnsla í Snæfellsbæ Aðspurður segir Kristinn að mestu af makrílafla bátanna sé ekið í burtu úr sveitarfélaginu til vinnslu annars staðar. „Af einhverjum ástæðum hafa fiskvinnslur ekki mikið verið að vinna markíl hér í Snæfellsbæ. Hann hefur verið frystur hér í beitu og svo er Sjáv­ ariðjan í Rifi með vinnslu. Frost­ fiskur er svo fyrirtæki sem teng­ ist Snæfellsbæ því það rekur fisk­ vinnsluna Klumbu hér í bæ. Þeir hjá Frostfiski kaupa mikið af mak­ rílnum af bátunum en hann er hins vegar frystur í Þorlákshöfn. Ég veit eiginlega ekki af hverju það er ekki meiri landvinnsla á makríl hér í Snæfellsbæ. Kannski er það vegna þess mikið af starfsfólkinu í fiskvinnslufyrirtækjunum hér er í sumarleyfum á þessum árstíma.“ Smár ýsukvóti áhyggjuefni Þegar talið berst að nýhöfnu kvó­ taári þá segir Kristinn Jónasson að það leggist ágætlega í sig. „Það er þá að undanskilinni ýsunni því aflaheimildir í henni eru svo litl­ ar. Hér í Snæfellsbæ er mikið af línubátum. Ég óttast að þeir muni hugsanlega leita austur og norð­ ur fyrir land nú í vetur, þar sem er minni ýsugengd og landa þá í höfn­ um þar. Þetta myndi þýða tekjutap fyrir hafnirnar í Snæfellsbæ.“ Lítill ýsukvóti veldur marg­ víslegu óhagræði sem bæði þýð­ ir tekjumissi og aukinn kostnað. „Stóru línubátarnir eru nú í byrjun vikunnar úti í Nesdýpinu á veið­ um og reyna að forðast ýsu eftir því sem hægt er. Ég veit þeir ætla sér að reyna að vera hérna vest­ ur af landinu eða út af Horni það­ an sem þeir geta þá siglt heim til löndunar. Ef það verður hins vegar of blandaður afli með of miklu af ýsu þá neyðast þeir til að fara aust­ ur. Þá er landað á stöðum eins og Skagaströnd, Dalvík og Þórshöfn. Þetta getur alveg munað fleiri þús­ und tonnum sem þá er verið að keyra eftir vegunum til vinnslu hér í Snæfellsbæ. Hið góða við þetta er það tekst að halda landvinnslunni hérna gangandi, en auðvitað verða hafnir bæjarins af miklum tekjum ef þetta verður svona.“ mþh Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ á skrifstofu sinni á Hellissandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.