Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Qupperneq 30

Skessuhorn - 01.10.2014, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Ís lenska sjáv ar út vegs sýn ing in 2014 Nýi kælibúnaðurinn frá Skaganum vekur mikla athygli „Við seljum nú ekki mikið á svona sýningu en við erum hér að kynna þær nýjungar sem við bjóðum upp á og fylgja þeim eftir. Það er svo aldrei að vita hvað það leiðir af sér síðar meir,“ sagði Ingólfur Árna- son framkvæmdastjóri Skagans þar sem hann var á bási fyrirtækis- ins á Sjávarútvegssýningunni. Þar voru Skaginn og systurfyrirtæk- in Þ&E og 3X með sameiginleg- an bás. Ingólfur sagði að það sem helst væri spurt um, og sýningar- gestir vildu fá að vita meira um, væru annars vegar vinnslukerfin fyrir uppsjávarfisk og hins vegar nýja kælikerfið fyrir fisk, sem gerir það að verkum að ís verður óþarf- ur um borð í fiskiskipum. Flestir litu á það sem algjöra byltingu. „Þetta kælikerfi er algjör bylt- ing. Menn verða lausir við ísinn, miklu meiri gæði og miklu lengri líftími á hráefninu. Á allan hátt er þetta mikil framför og breyting. Ég vona að þetta verði geymslu- leið framtíðarinnar en tíminn á eftir að leiða það í ljós. Ís er góður kælimiðill en hann skemmir líka út frá sér. Ef settur er ís ofan á fisk í þrjú hundruð lítra kör þá er hann líka að skemma fiskinn. Það eru kögglar í ísnum og þetta er mik- ið farg ofan á fiskinum sem getur aldrei farið vel með hann. Hold- ið skemmist og merst. Það vinnst því mikið með þessu og menn eru farnir að skilja það að losna má við ísinn og við kælum fiskinn meira með þessari aðferð en ísnum. Ís- inn kælir niður í núll gráður en fiskurinn byrjar ekki að frjósa fyrr en í mínus einni.“ Fyrsti kælibúnaðurinn frá Skag- anum er núna að fara um borð í togarann Málmey frá Sauðárkróki og Ingólfur er bjartsýnn á að fleiri fylgi svo í kjölfarið. Meðal þeirra sem voru að kynna sér búnaðinn á bási Skagans á föstudaginn var Kristján Loftsson stjórnarformað- ur HB Granda en HB Grandi er nú með þrjá nýja ískfisktogara í smíðum. Ingólfur sagði hann nú ekki hafa falast eftir nýja búnaðin- um þarna. „En það er ekki öll von úti. Við sjáum hvað setur,“ sagði hann. Fyrst um sinn hentar bún- aðurinn fyrst og fremst um borð í stærri skipum vegna umfangsins en án efa verður hann svo þróaður áfram til nota í smærri skipum. Á Sjávarútvegssýningunni var tíu manna hópur frá Skaganum, Þ&E og systurfélaginu 3X á Ísa- firði að kynna það nýjasta í tækni- lausnum fyrirtækjanna og sagði Ingólfur að nóg hefði verið að gera á básnum og margir hefðu komið við. Á laugardaginn komu svo starfsmenn Skagans og Þ&E í hópferð á sýninguna í boði fyri- tækjanna. Það var því fjölmenn- ur hópur Skagamanna á Sjávarút- vegssýningunni í Kópavogi á laug- ardaginn. hb Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf og einn aðaleigandi HB Granda ræðir við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Einar Brandsson, starfsmann Skagans og bæjarfulltrúa á Akranesi. Hvort verið var að ræða framtíð hvalvinnslu á Akranesi eða framtíðaráform HB Granda á Akranesi er ekki gott að segja. Ingólfur og Árni sonur hans útskýra nýja kælibúnaðinn fyrir sýningargestum. Fjölmenni á básnum hjá Skaganum, 3X og Þ&E. Sturlaugur Sturlaugsson markaðs- stjóri fer yfir teikningu af nýja kælibúnaðinum um borð í Málmey SK ásamt starfsmanni Matís en Matís hefur verið með í ráðum með búnaðinn. Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar ásamt Ingólfi. Síldavinnslan í Neskaupstað hefur verið brautryðjandi í notkun uppsjávarvinnslulína Skagans. Fyrsta línan var sett þar upp og síðan hefur verið bætt við. Aðrir hafa horft til reynslu Síldarvinnslunnar og fylgt í kjölfarið, bæði hér á landi og í Færeyjum. Skaginn og HB Grandi fengu verðlaun Verðlaunahafar Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Ingólfur Árnason er lengst til hægri í öftustu röð og Vilhjálmur Vilhjálmsson fyrir framan hann. Skaginn hf á Akranesi ásamt systur- fyrirtækinu 3X Technology og HB Grandi voru á meðal þeirra fyrir- tækja sem hlutu verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar en þau voru afhent í hófi í Gerðasafni í Kópavogi á fimmtudagskvöld. Alls hlutu 16 fyrirtæki og einn einstak- lingur verðlaun. Verðlaunin eru þekkt á alþjóðlega vísu undir nafn- inu IceFish-verðlaunin og hafa þau verið veitt á opnunardegi sýningar- innar frá árinu 1999. Skaginn og 3X hlutu verðlaun- in fyrir að vera framúrskarandi ís- lenskur birgir vegna veiða (minni fyrirtæki) og veitti Ingólfur Árna- son framkvæmdastjóri fyrirtækjanna verðlaununum viðtöku. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda tók svo við verðlaunum síns fyritæk- is fyrir framúrskarandi íslenska fisk- vinnslu en HB Grandi er sem kunn- ugt er með fiskvinnslu í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði. Einstak- lingurinn sem hlaut verðlaun var Víðir Jónsson skipstjóri á Kleifa- bergi RE-70 fyrir að vera framúr- skarandi íslenskur skipstjóri. hb Bárður SH lang aflahæstur í sínum flokki Fiskifréttir birtu í dag lista yfir afla- hæstu skip og báta á nýliðnu fisk- veiðiári. Þar má meðal annars sjá að af smábátum með aflamark bar Bárður SH-81 höfuð og herðar yfir aðra báta í sama flokki, líkt og oft áður. Bárður SH náði að veiða tæp þúsund tonn á nýliðnu fiskveiðiári. Skipstjóri á Bárði SH er Pétur Pét- ursson og yfirleitt eru þrír í áhöfn. Tólf smábátar veiddu meira en eitt þúsund tonn hver á nýliðnu fisk- veiðiári. Af þeim veiddi Fríða Dag- mar ÍS mest, eða rúm 1.400 tonn. Aflahæsta íslenska fiskiskipið á ný- liðnu fiskveiðiári var Vilhelm Þor- steinsson EA, um 44 þúsund tonn. Næst á eftir kom Börkur NK með rúm 40 þúsund tonn. Um er að ræða samanlagðan afla á nýja og gamla Berki á fiskveiðiárinu. Í flokki bolfisktogara, bæði ísfisktogara og frystitogara, varð flakafrystitogar- inn Kleifaberg RE aflahæsta skipið með um 11.800 tonn. Í bátaflokkn- um, þ.e. í flokki skipa með aflamark önnur en uppsjávarskip, varð tog- báturinn Frosti ÞH með mestan afla um 4.400 tonn. mm/ Ljósm. af. Bárður SH-81. Pétur Pétursson yngri við löndun úr Bárði. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.