Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög-
um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar 1.950 kr. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Skömm okkar Íslendinga
Stöð2 sýndi í fyrrakvöld afar athyglisverðan þátt af Brestum. Í þessum þátt-
um er fjallað, eins og nafnið bendir til, bresti íslensks samfélags. Fjallað
hefur verið um fangelsismál, vændi, ósamþykkt leiguhúsnæði og sitthvað
fleira. Nú á mánudaginn var fjallað um fátækt, raunverulega þjóðarskömm
okkar Íslendinga. Til að nálgast viðfangsefnið var einkum rætt við tvær ein-
stæðar mæður. Ósköp venjulegar konur sem eru í þeirri stöðu að vera einar
og eignalausar að ala upp börn sín. Þrátt fyrir háskólamenntun eru þessar
konur án atvinnu og hafa því lítið milli handanna. Eftir að hafa greitt húsa-
leigu hafði önnur þeirra fimmtíu þúsund krónur til að brauðfæða sig og
börn sín þrjú og til að greiða allt annað sem tilheyrir rekstri heimilis. Rætt
var í þættinum við sérfræðing hjá Hagstofunni sem viðurkenndi fúslega að
ekki væri hægt að lifa af slíkum launum. Enda er það alls ekki hægt og þarf
engan sérfræðing til að skera úr um það.
Áætlað er að um tvö þúsund fjölskyldur í landinu búi við þau kjör að geta
ekki brauðfætt sig af þeim tekjum sem til skiptanna eru. Gildir einu hvort
fólk er á vinnumarkaði og hefur um tvö hundruð þúsund krónur á mán-
uði fyrir skatt til framfærslu, eða viðkomandi sé bótaþegi hjá ríki eða bæ. Af
þessari upphæð er einfaldlega ekki hægt að lifa. Engu að síður er það stað-
reynd að einstæðir foreldrar geta verið í þeirri stöðu að hafa ekki meira til
framfærslu á heilum mánuði. Þetta er skömm okkar Íslendinga.
Engum vafa er undirorpið að gæðum landsins er ranglega skipt. Á sama
tíma og ríkasta fólkið hefur svo mikið milli handanna að það veit ekkert
hvað það á að gera við peningana, er til fólk sem lifir undir fátæktarmörk-
um. Ástæða þess er sú að hið svokallaða velferðarkerfi sem við búum við er
ekki að virka. Gæðum landsins er ranglega skipt og það er á ábyrgð stjórn-
málamanna að þannig er í pottinn búið.
Önnur einstæða móðirin sem rætt var við sagði að samfélagið vildi ekki
taka á málum hennar og annarra sem svipað væri komið fyrir. Hún sagði
réttilega að það væri bannað að betla á Íslandi. Það mætti ekki því þá vær-
um við að opinbera hlutina eins og þeir eru. Það væri þöggun í gangi og
meðan slík þöggun fær að viðgangast, þá gerir enginn neitt til að rétta hlut
þessa fólks. Kannski mega ráðamenn ekki vera að því að sinna svona mál-
um, eru vafalaust uppteknir af að velja sér nýja ráðherrabíla! Nei, hing-
að og ekki lengra. Ef íslenskir stjórnmálamenn eru ekki færir um að leysa
brýna þörf tvö þúsund fjölskyldna í landinu, þannig að þessir meðbræður
okkar og systur eigi í sig og á, eiga þeir að víkja. Og það strax. Ég leyfi mér
að benda á að þessir sömu stjórnmálamenn eru að guma af því að landið sé
tekið að rísa, nú sé tímabært að lýsa kreppunni formlega lokið og svo fram-
vegis með allt það bull.
Ég neita því að Íslendingar geti sett sig á stall með vel settum þjóðum
hins vestræna heims. Hvergi í nágrannalöndum okkar, allavega ekki þar
sem ég þekki til, þyki það sjálfsagt mál að barnafólk eigi ekki peninga fyrir
mat. Hvergi nema í siðspilltum heimi fær slíkt að viðgangast. Ég heimta því
skattakerfi og jöfnuð þar sem allir, þá meina ég allir, Íslendingar eigi nóg til
að geta keypt mat og búið börnum sínum viðunandi kjör í uppvexti sínum.
Á sama tíma eru sjávarútvegsfyrirtæki, fjármálastofnanir og ýmis fleiri fyr-
irtæki hér á landi að skila tugum milljarða í arð.
Takk Stöð2 fyrir að sýna Bresti. Haldið áfram að sýna stjórnmálamönn-
um að þeir eru ekki að ráða við hlutverk sitt.
Magnús Magnússon.
Jólaúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd Akraness
Mæðrastyrksnefnd Akraness verð-
ur með jólaúthlutun þriðjudag-
inn 16. desember nk. kl. 13-17 að
Smiðjuvöllum 1. Að sögn Maríu
Ólafsdóttur talsmanns Mæðra-
styrksnefndarinnar hefur gengið
allvel að undanförnu að fá styrki,
en nefndin hefur ekki haft ráð
á úthlutunum það sem af er ári.
Mæðrastyrksnefndinni hafa að
undanförnu borist peningastyrk-
ir og matargjafir frá fyrirtækjum
bæði stórum og smáum á Akra-
nesi og Grundartanga, auk þess
sem klúbbar kiwanis- og lions
hreyfinganna á Akranesi styrkja
Mæðrastyrksnefndina. Þá hafa
nefndinni borist styrkir frá fyrir-
tækjum í Borgarnesi og verður út-
hlutunum einnig beint til skjól-
stæðinga í Borgarbyggð. Mæðra-
styrksnefnd Akraness mun taka
við beiðnum um úthlutanir á öll-
um virkum dögum vikunnar til og
með 9. desember kl. 11-13 í síma
Maríu sem er 895 3000 og einn-
ig mun Kolbrún Harpa Halldórs-
dóttir taka við beiðnum í síma 859
3200. Líka verður tekið á móti
beiðnum á netfangið maedrastyrk-
urakranes@gmail.com
María Ólafsdóttir segir að
Mæðrastyrksnefnd Akraness taki
einnig við beinum fjárframlög-
um á reikning nefndarinnar, sem
er með kennitöluna 411276-0829,
banki 552, höfuðbók 14 og reikn-
ingsnúmer 402048. Þá segir María
að tekið verði við jólagjöfum sem
Mæðrastyrksnefnd sendi skjól-
stæðingum sínum. Gefendur geti
látið þær við jólatré í verslunar-
miðstöðinni við Smiðjuvelli frá og
með næsta fimmtudegi. Æskilegt
sé að með pökkunum fylgi upplýs-
ingar um fyrir hvaða kyn og ald-
ursskeið pakkinn sé ætlaður. þá
María Ólafsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Akraness.
Garðakaffi á Akranesi lokað
Garðakaffi á Akranesi, hefur ver-
ið lokað um óákveðinn tíma vegna
skipulagsbreytinga. Kaffihúsið var
staðsett í Safnaskálanum í Görð-
um. Að sögn Jóns Allanssonar for-
stöðumanns á Safnasvæðinu í Görð-
um var kaffihúsinu lokað núna um
mánaðamótin og óljóst hvert fram-
haldið verður. „Stjórn safnsins á eft-
ir að taka ákvörðun um framhaldið,
hvernig rekstrarfyrirkomulag verð-
ur. Fjallað verður um það á fundi
núna síðar í mánuðinum,“ sagði Jón
í samtali við Skessuhorn. Byggða-
safnið er eign Akraneskaupstaðar
og Hvalfjarðarsveitar. Jón segir að
salurinn í Safnaskálanum verði þó
áfram leigður út, þar til annað komi
í ljós. Ennfremur verða sýningar-
salir í Safnaskálanum áfram opn-
ir. „Það er sýning frá Nýlistasafn-
inu sem stendur út þessa viku. Þann
12. desember verður svo opnuð ljós-
myndasýning þar sem Guðni Hann-
esson og Ágústa Friðriksdóttir sýna
myndir sínar. Sú sýning verður opin
út árið.“ grþ
Endurbætur á flotbryggju
Undanfarið hafa þrír kafarar frá
Köfunarþjónustunni unnið að end-
urnýjun burðarbita elstu smábáta-
bryggjunnar í Akraneshöfn. Bit-
arnir hafa tærst neðansjávar með
árunum. Nú er tærðu hlutum bit-
anna skipt út fyrir nýja. Þeir gömlu
eru brenndir burt og nýir rafsoðn-
ir á í staðinn. Þessi vinna fer fram
neðan sjávar. Meðfylgjandi mynd
sýnir vinnupramma Köfunarþjón-
ustunnar í síðustu viku við bryggj-
una sem verið er að lagfæra. Stefnt
er að því að ljúka verkinu á næstu
dögum. mþh
Sala á húsunum í Englendingavík
er nú frágengin
Búið er að ganga frá sölu á hús-
eignunum Skúlagötu 17 í Borg-
arnesi sem gjarnan eru kennd
við Englendingavík. Kaupandi er
Margrét Rósa Einarsdóttir sem
rekið hefur Iðnó til fjölda ára. Nú-
verandi leigjendum sem reka þar
veitingahúsið Edduveröld býðst að
klára leigusamning sinn sem gild-
ir út næsta ár en ekki er gert ráð
fyrir öðru en að svipaður rekst-
ur verði svo áfram í húsunum, að
sögn Hjalta Árnasonar lögfræðings
Byggðastofnunar sem er seljandi
húsanna. Þau komu í fang stofn-
unarinnar við gjaldþrot Brúðu-
heima á sínum tíma. Eignin sem er
ríflega 650m² safn- og veitingahús
var auglýst til sölu í vor og kom
þá tilboðið í hana, að upphæð 51
milljón króna sem var um það bil
ásett verð hjá Byggðastofnun. Eig-
endur Edduveraldar óskuðu í sum-
ar eftir því við sveitarstjórn Borg-
arbyggðar að hún kannaði málið
varðandi hugsanlegan forkaups-
rétt. Sveitarstjórn taldi sig ekki
hafa aðkomu að málinu lengur, en
húsin í Englendingavík fóru á sín-
um tíma úr eigu sveitarfélagins við
kaup Brúðuheima á þeim.
þá
Húsin í Englendingavík.