Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Árleg aðventusamkoma Grundfirðinga
Frá föstudegi og fram á sunnudag
gátu Akurnesingar og nærsveitungar
hlustað á hið árlega Útvarp Akraness
sem Sundfélag Akraness stendur fyr-
ir af myndarbrag. Fjölmargir þátta-
gerðarmenn, viðmælendur, sund-
fólk og aðstandendur þess komu við
sögu. Meðal fastra liða er spurninga-
keppni Útvarps Akraness þar sem
fulltrúar stofnana og fyrirtækja etja
kappi. Úrslitaviðureignin fór fram
á sunnudaginn og lauk með sigri
Brekkubæjarskóla gegn liði Bóka-
safns Akraness. Í sigurliðinu voru
Bryndís Böðvarsdóttir og Vilborg
Þórunn Guðbjartsdóttir, en gaman
er að geta þess að Vilborg er einmitt
annar af tveimur nýjum félögum í
Útsvarsliði Akraness sem keppir nú
á föstudagskvöldið á RUV. Í silfur-
liði Bókasafnsins voru þær Geirlaug
Jóna Rafnsdóttir og Gerður Jóhanna
Jóhannsdóttir. mm
Síðastliðinn þriðjudag var haldin
ljósahátíð í Kleppjárnsreykjadeild
Grunnskóla Borgarfjarðar, en hún
hefur verið haldin þar í nóvember
síðustu ár. Ása Hlín Svavarsdótt-
ir sem kennt hefur við skólann í
nokkur ár kom þessari hátíð á og er
hugmyndin alfarið hennar. Mark-
miðið með hátíðinni er að nem-
endur finni hve ljósið er okkur dýr-
mætt í svartasta skammdeginu og
þeir skynji friðinn frá lifandi ljós-
um, kertaljósum.
Allir nemendur hafa gert sér
luktir fyrr um haustið og koma
með þær þegar þeir safnast saman
í matsal skólans í fyrstu kennslu-
stund. Þar er kveikt á stórum kerta-
stjaka og hátíðin hefst með því að
einhver af elstu nemendunum lesa
sálminn „Hátíð fer að höndum
ein“. Svo ganga kennarar um sal-
inn og kveikja á kertunum í lukt-
um nemendanna og þannig lýsist
rýmið smátt og smátt upp. Yngsti
nemendahópurinn er svo með at-
riði, söng og/eða kvæði. Í lokin eru
það yngsti og elsti nemandi skólans
sem kveikja á tré sem staðsett er í
miðju portinu í skólanum. Að lok-
um ganga svo allir í sínar kennslu-
stofur með sínar luktir. Á ljóshá-
tíðina er skólahóp leikskólans allt-
af boðið og markar hún upphaf að
samstarfinu sem skólarnir eiga yfir
veturinn. þá
Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum
Ljósin tendruð í luktunum. Ljósm. Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.
Líf og fjör í Útvarpi Akraness
Gísli Einarsson var með þáttinn Súkkulaði með rjóma. Í
upphafi þáttar kenndi hann hlustendum að laga súkkulaði
og var með öll tilheyrandi leikhljóð á hreinu.
Efstu tvö liðin í Spurningakeppni Útvarps Akraness 2014 eru hér búin að koma sér
fyrir skömmu fyrir úrslitaviðureignina. F.v. Trausti Gylfason útvarpsmaður frá SA,
Bryndís Böðvarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Gerður Jóhanna Jóhanns-
dóttir, Geirlaug Jóna Rafnsdóttir og Hjördís Hjartardóttir útvarpsstjóri SA.
Ólafur Páll Gunnarsson í Sunnuhvoli var mættur sem fyrr til
að stýra útsendingu.
Fyrsti sunnudagur í aðventu var
haldinn hátíðlegur í samkomu-
húsi Grundarfjarðar. Þá var hand-
verksfólk með sölubása en það var
kvenfélagið Gleym mér ei sem
sá um viðburðinn. Þar var boð-
ið upp á vöfflur, leikfangahapp-
drætti og nokkur söngatriði þar
sem meðal annars kór eldri borg-
ara tók nokkur jólalög. Bæjarbúar
létu ekki óveðurspá trufla sig í að
fanga jólastemninguna þetta árið.
tfk
Það kenndi ýmissa grasa á jólamarkaði kvenfélagsins og líklegt að flestir hafa
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Kór eldri borgara steig á stokk og flutti nokkur vel valin jólalög.
Nemendur í 9. bekk seldu kræsingar til styrktar námsferð. Frá
vinstri Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, Alma Jenný Arnarsdóttir og
Ágústa Hrönn Smáradóttir. Systkinin Kolbrún Líf Jónsdóttir og
Eiríkur Frímann Jónsson eru þeim til halds og trausts.
Það var Sunna Njálsdóttir sem varð hlutskörpust í ljósmyndasam-
keppni Grundarfjarðarbæjar þetta árið en sveitarfélagið hefur
staðið fyrir þessari ljósmyndasamkeppni undanfarin ár. Sverrir
Karlsson varð í öðru sæti og Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir í því
þriðja.
Nemendur í 1. - 4. bekk sungu fyrir gesti. Berglind Rósa Jósepsdóttir og Hrafnhildur Bárðardóttir sýna hér
myndapúða sem þær eru að föndra.
Það var Aldís Ásgeirsdóttir blakari sem hlaut sæmdarheitið
íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2014. Aldís hefur verið bæði
viðloðandi undir 17 ára og undir 19 ára landslið Íslands í blaki og er
lykilleikmaður í liði UMFG í fyrstu deildinni.
Íþróttamenn Grundarfjarðar sem voru tilnefndir sem íþróttamenn ársins. Frá
vinstri Unnsteinn Guðmundsson með Ara son sinn sem var tilnefndur fyrir
skotfimi. Ásdís Valdimarsdóttir er þarna fyrir son sinn Jón Bjarna Þorvarðarson
sem var tilnefndur sem knapi ársins, Pétur Vilbergur Georgsson sem var tilnefndur
fyrir golf. Freydís Bjarnadóttir sem var tilnefnd fyrir knattspyrnu, Aldís Ásgeirs-
dóttir sem var tilnefnd fyrir blak og svo Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri.