Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.12.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Hvaða bók langar þig mest í úr jólabókaflóðinu? Spurning vikunnar (Spurt í Búðardal) Guðrún Jóhannsdóttir: Ég hef alltaf lesið Yrsu. Ólafur Indriðason: Það er helst nýja bókin eftir Arnald Indriðason. Jóhann Sæmundsson: Ég hef ekki fylgst með þessu, enda á ég nóg af bókum til að lesa. Sveinn Pálsson: Fyrir okkur Dalamenn er Skálmöld eftir Einar Kárason spennandi, enda fær sú bók góða dóma. Valdís Gunnarsdóttir: Mig langar mikið í bókina eftir Einar Kárason, Skálmöld. Va r n a r m a ð - urinn Brynj- ar Gauti Guð- jónsson skrif- aði í síðustu viku und- ir tveggja ára samning við Íslandsmeist- ara Stjörnunnar en hann kemur til félagsins frá ÍBV. Brynjar Gauti er 22 ára og var fyrirliði hjá Víkingi Ólafsvík áður en hann gekk í rað- ir ÍBV fyrir þremur árum. Þá hef- ur hann leikið fyrir U21-landsliðið. Brynjar Gauti hafði sett stefnuna á að reyna að komast út í atvinnu- mennsku en ekkert varð úr því að þessu sinni. Í samtali við vefinn fot- bolti.net segir Brynjar Gauti gjarn- an vilja berjast um titla og það sé klárlega markmiðið hjá Stjörnunni. Þar mun hann koma til með að leik við hlið Daníels Laxdal í hjarta varnarinnar. Fleiri ungir knattspyrnumenn af Vesturlandi virðast á förum þessa dagana. Líkur eru á því að Skaga- maðurinn Andri Adolphsson sé á förum frá ÍA. Andri er á leið í há- skólanám í borgina og hafa bæði KR og Víkingur sýnt honum áhuga. Andri spilaði einmitt með yngri flokkum Vesturbæinga áður en hann fluttist á Akranes. þá Kraftlyftingamaðurinn knái úr Lundarreykjadal, Einar Örn Guðnason, setti nýverið Íslands- met í hnébeygju bæði í opnum flokki fullorðinna og unglinga- flokki. Lyfti hann hvorki meira né minna en 301 kílói og bætti met Viktors Samúelssonar sem var 300 kíló. Metið setti Einar á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands sem fram fór á Akureyri. Einar sem er í Kraftlyftingafélag Akraness keppir í -105 kílóa flokki en er sjálfur 97,5 kíló. Einar Örn náði metlyftunni í þriðju og síðustu tilraun. Hann sigraði með yfirburðum í sínum flokki á mótinu. Auk metlyftunn- ar í hnébeygjunni lyfti Einar Örn 222,5 kílóum í bekkpressu, 260 kg í réttstöðulyftu eða samtals 783,5 kílóum. Það var tæplega 220 kílóa meiri þyngdir en næsti maður lyfti í flokknum. þá Í lok síð- asta mánað- ar fékk körfu- k n a t t l e i k s - deild Skalla- gríms fullkom- inn Epson laserprentara að gjöf frá fyrirtækinu Eðalfiski ehf. í Borg- arnesi. Prentarinn mun nýtast vel í starfi körfuknattleiksdeildarinnar í ýmsu tilliti og vill stjórn deildar- innar koma á framfæri þökkum fyr- ir góða gjöf. Það var Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eð- alfisks sem afhenti prentarann fyr- ir hönd fyrirtækisins en Einar Árni Pálsson meðstjórnandi í stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms veitti gjöfinni viðtöku. grþ Íþróttaskóli FIMA á Akranesi hefur gengið mjög vel í vetur og hefur mæting verið góð hjá þeim 120 börnum sem skráð eru. Þjálfarar við íþróttaskólann eru Ingibjörg Harpa Ólafsdótt- ir íþróttafræðingur og Ragn- heiður Guðjónsdóttir íþrótta- kennari. Þær segja að aðsókn í íþróttaskólann sé mjög mikil og eru nú fjórir hópar í gangi, börn fædd á árunum 2009 til 2012. Myndast hafa biðlistar en vonast er til að lausn finnist á því svo allir komist að sem vilja. Markmið íþróttaskóla FIMA er að gefa börnum kost á fjölbreyttu hreyfinámi. Leikir og þrautabraut- ir skipa stærstan þátt í náminu og reynt er að hafa æfingar sem fjölbreyttastar þannig að all- ir fái eitthvað við sitt hæfi. Skólinn er bæði fyrir stráka og stelpur og er unnið með þroskaþætti barnsins í huga. Félagsþroski, samvinna og það að taka tillit til annarra er stór þáttur í starfinu. Foreldrar taka virkan þátt í tímum hjá tveggja og þriggja ára börnunum, með því að aðstoða þau. Þar með gefst þeim ómetanlegt tækifæri til að kynnast börnum sínum enn betur við aðrar aðstæður en venju- lega. eo Aðaltvímenningi Briddsfélags Borg- arfjarðar lauk síðastliðið mánudags- kvöld. Spennan um fyrsta sætið var sáralítil þegar sest var niður fyrir lokakvöldið, en hún var þeim mun meiri um 2. sætið. Sveinbjörn Eyj- ólfsson og Lárus Pétursson höfðu með markvissum sögnum og vand- aðri spilamennsku stungið alla aðra af eftir fjögur kvöld og þurftu því aðeins að passa upp á að fylgja lit til að tryggja efsta sætið. Þeir gerðu gott betur og spiluðu lokakvöldið allra manna best og luku leik með 892 stig eða rúmlega 60% skori. Baráttan um annað sætið var rosa- leg! Dóra og Rúnar sátu í öðru sæti í upphafi kvöldsins og spennan virt- ist ekki bíta mikið á þau enda héldu þau sjó og enduðu með 799 stig. Jón og Baldur voru í þriðja sæt- inu fyrir lokalotuna og það virtist hafa mikil áhrif á Baldur, því hann lagðist í bælið klukkutíma fyrir spilamennsku. Sendi hann harð- snúinn varamann á vettvang, eng- an annan en Flemming Jessen, en allt kom fyrir ekki og sigu þeir fé- lagar í fimmta sætið. Jón, sem eitt sinn keyrði mjólkurbíl, greip tæki- færið og lyfti sér og sínum mak- ker úr fjórða sætinu í það þriðja með 792 stig. Stefán og Sigurður Már höfnuðu svo í fjórða sætinu. Af skori kvöldsins voru það, eins og áður hefur komið fram, Svein- björn og Lárus sem spiluðu best, næstir komu Magnús B og Eyjólf- ur Kristinn. Þriðja besta kvöldskor- ið áttu svo Arasynirnir Guðmundur og Unnsteinn. Vegna ýmissa óviðráðanlegra or- saka verður jólasveinatvímenning- ur félagsins spilaður föstudaginn 5. desember, eða viku fyrr en und- anfarin ár. Að venju verður spilað í Logalandi og hefst spilamennska klukkan 20:00. Spilarar draga sig saman og úr verður venjulega hin besta skemmtun. Mánudagana 8. og 15. desember verður svo léttur tví- menningur auk þess sem aðalfund- ur félagsins verður haldinn þann 15. klukkan 20:00-20:03. ij Hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir opnuðu verslunina Model á Akranesi árið 1992. Versl- unin var fyrst um sinn til húsa í Mörkinni við hlið Akraneskirkju en síðan þá hefur margt breyst. Fyrst fluttu þau verslunina í Stillholt, þar sem hún var til margra ára og um það leyti sem Guð blessaði Ísland flutti Model gjafahús í nýbyggt, stórt húsnæði við Þjóðbraut 1. Frá þeim tíma hafa hjónin fært út kví- arnar. Nýjasta viðbótin við rekstur þeirra er vefverslun, sem ber nafnið gjafahus.is. Gátu lækkað vöruverð Líkt og alþjóð veit, varð mik- ill samdráttur í verslun í kjölfar bankahrunsins. Það varð til þess að hjónin fóru að horfa í kring- um sig og leita nýrra tækifæra. Úr varð að stofnuð var heildverslun- in HG gjafahús, sem þau reka nú samhliða Model. „Fyrsti vísir okk- ar að eigin innflutningi nær reynd- ar mun lengra aftur í tímann, eða til ársins 1996 og síðan alltaf af og til. En við vorum ekki að selja þær vörur til annarra verslana,“ útskýr- ir Guðni í samtali við Skessuhorn. Hann segir að fyrir fimm árum hafi þau fyrst farið að þreifa fyrir sér á þessu sviði en heildsöluna stofn- uðu þau fyrir einu og hálfu ári. Í dag er meirihluti þeirrar vöru sem er í sölu hjá Model eigin innflutn- ingur úr heildsölunni. „Með þessu höfum við náð að gera okkur sam- keppnishæfari á markaðinum. Sem dæmi um áhrif þessa þá er vöruverð hjá okkur 5-15% lægra nú fyrir jól- in en fyrir síðustu jól. Þetta kemur til vegna hagstæðari samninga sem við höfum náð í flutningi til lands- ins og við erlenda birgja.“ Pantanir utan úr heimi Líkt og fyrr segir opnuðu hjónin vefverslunina gjafahus.is fyrir rúm- um mánuði. Að sögn Guðna er vef- verslunin viðbót við Model og mun vöruúrvalið í versluninni sjálfri ekki minnka þrátt fyrir að vera komið á netið. „Það var alltaf verið að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að opna vefverslun. Ég byrjaði svo að vinna í því fyrir ári síðan að huga að útliti og safna efni. Það er töluverð vinna fólgin í því að sækja efni og mynd- ir og að lokum tengdi ég hana við Facebook. Ég hef gaman að þessu,“ segir Guðni sem setur sjálfur upp síðuna. Í dag eru um 300 eining- ar á síðunni og fer þeim fjölgandi. „Við stefnum að því að allar vörur sem við flytjum sjálf inn fari inn á vefsíðuna. Svo erum við með hug- myndir um að setja gömul og gegn húsráð ásamt leiðbeinandi efni inn á síðuna líka.“ Guðni segir síðuna hafa fengið mikið af heimsóknum og að pantanir séu farnar að týn- ast inn víða af landinu. „Pantanir hafa verið að koma frá höfuðborg- arsvæðinu, að norðan og alla leið frá Ameríku. Þeir sem búa nær láta duga að skoða síðuna en koma svo í búðina að versla, eftir að hafa skoð- að á vefnum,“ segir hann. Skemmtileg vertíð framundan Greinilegt er að nóg er að gera hjá hjónunum í Model. Nú eru þau að sigla inn í annasamasta tíma ársins og segir Guðni að þau og starfs- fólk þeirra séu orðin spennt fyr- ir því að takast á við jólasöluna og þau verkefni sem henni fylgja. „Þetta er spennandi, skemmtilegt en jafnframt ögrandi viðfangsefni, vertíð sem allir kaupmenn hlakka til að takast á við. Undirbúning- ur hefst í febrúar þegar við heim- sækjum birgja, semjum um verð og fleira. Svo spilar maður úr því,“ segir hann. Hann bætir því við að nú flæði bæklingar og blöð inn um bréfalúguna sem forvitnilegt sé að fylgjast með núna fyrir jólin. „Þetta er meðal annars frá stórum aðilum sem jafnvel kaupa af okkur vöru. Þetta eru því ekki bara samkeppnis- aðilar heldur samherjar líka. Gam- an að þessu, heldur okkur á tánum því ekkert í þessum bransa er sjálf- gefið. Svo fer opnunartíminn að lengjast upp úr miðjum mánuði. Síðustu vikuna fyrir jólin erum við svo með opið til kl. 22 og 23 á Þor- láksmessu. Svo sofnar maður ofan í súpuna á aðfangadag eftir að törnin er búin,“ segir Guðni hlæjandi að endingu. grþ Sveinbjörn og Lárus Borgarfjarðarmeistarar í bridds Þeir félagar Sveinbjörn og Lárus hafa áður unnið til verðlauna. Þessi mynd er úr safni Skessuhorns, tekin fyrir fáum áratugum síðan. Hreyfinám í Íþróttaskóla FIMA á Akranesi Verslunin Model opnar vefverslun Nýjasta viðbótin við verslunina Model gjafahús á Akranesi er vefverslunin gjafa- hus.is. Einar Örn setti Íslandsmet Eðalfiskur færði Skallagrími gjöf Brynjar Gauti til Stjörnunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.